| Sf. Gutt
Liverpool vann í kvöld 0:1 baráttusigur á Wolverhampton Wanderes. Fyrrum leikmaður Wolves skoraði eina mark leiksins á gamla heimavellinum sínum. Þetta var fjórði útisigur Liverpool í síðustu fimm deildarleikjum.
Liverpool tefldi fram sama liði og á móti Leipzig í Búkarest. Það þýddi að ungliðarnir Nathaniel Phillips og Ozan Kabak héldu stöðum sínum í hjarta varnarinnar.
Fyrsta sókn Wolves, á 2. mínútu, endaði næstum með ósköpum. Alisson Becker kom út til að grípa fyrirgjöf frá hægri en missti af boltanum. Í framhaldinu lenti hann á leikmanni Wolves sem steinlá. Sumir töldu að hefði átt að dæma víti en ekkert var dæmt. Þremur mínútum seinna eða svo fékk Nélson Semedo boltann í vítateignum en Alisson gerði vel í að verja skot hans.
Á 13. mínútu komst Sadio Mané í gegn eftir stungusendingu. Hann reyndi að leika á markmann Wolves en það þýddi að hann varð að fara of langt til hliðar og ekkert varð úr. Á 38. mínútu gaf Trent Alexander-Arnold vel inn í vítateiginn. Sadio henti sér þar fram og skallaði að marki en boltinn fór rétt framhjá.
Dómarinn bætti tveimur mínútum við fyrri hálfleikinn og þær mínútur voru rétt að líða þegar Liverpool skoraði. Nathaniel vann skallaeinvígi við miðjuna. Sadio náði boltanum og lék fram völlinn. Hann sendi til hægri á Mohamed Salah sem skilaði boltanum strax til baka á Sadio sem gaf viðstöðulaust til vinstri á Diogo Jota. Portúgalinn tók vel við boltanum í vítateignum og skaut honum neðst í vinstra hornið. Markmaður Wolves hafði hendur á boltanum en inn fór hann. Fullkominn endir á hálfleiknum og Diogo þekkti sig greinilega á sínum gamla heimavelli!
Síðari hálfleikur var lengst af tíðindalítill. Liverpool hafði þokkaleg tök á leiknum en heimamenn, sem voru bitlausir, reyndu hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn. Þegar tíu mínútur voru eftir ógnaði Liverpool tvívegis með stuttu millibili en Rui Patricio varði fyrst frá Mohamed og svo Diogo.
Þegar um fimm mínútur lifðu leiks slapp Mohamed inn í vítateiginn og skoraði framhjá Rui. Markið var dæmt af vegna rangstæðu en Rui lá hreyfingarlaus eftir samstuð við félaga sinn Conor Coady. Um stundarfjórðungs töf varð á meðan var verið að hlúa að Rui og bera hann af velli á börnum. Hann fékk slæmt höfuðhögg en sem betur fer bárust þær fréttir eftir leik að hann væri með meðvitund og útlitið með hann gott.
Liverpool hélt fengnum hlut eftir að leikurinn hófst á nýjan leik og vann baráttusigur. Stigin þrjú gefa möguleika á fjórum efstu sætunum þó það verði erfitt að komast svo hátt. Mestu skipti þó að ná sigri í síðasta leik áður en keppnishlé fram í apríl tekur við!
Wolverhampton Wanderes: Patricio (Ruddy 90. mín.); Boly, Coady, Saiss; Semedo (Gibbs-White 84. mín.), Neves (Dendoncker 75. mín.), Moutinho , Jonny; Neto, Traore og Jose (Fabio Silva 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Hoever, Vitinha, Kilman og Marques.
Gul spjöld: Rúben Neves og Romain Saiss.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson; Wijnaldum (Milner 66. mín.), Fabinho, Thiago (Keita 66. mín.); Salah, Jota (Oxlade-Chamberlain 82. mín.) og Mané. Ónotaðir varamenn: Adrian, Jones, Tsimikas, Shaqiri, R. Williams og N. Williams.
Gult spjald: Thiago Alcântara.
Mark Liverpool: Diogo Jota (40. mín.).
Áhorfendur á Molineux: Engir.
Maður leiksins: Nathaniel Phillips. Miðvörðurinn ungi spilaði stórvel eins og þeim leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í. Hann átti svo þátt í eina marki leiksins.
Jürgen Klopp: Þetta snerist allt um að ná sigri. Þetta var baráttuleikur. Við áttum góðar sóknir en gekk ekki nógu vel að reka smiðshöggið á þær. Við vorum ákveðnir í að ná sigri.
- Diogo Jota skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni.
- Liverpool hefur unnið síðustu níu deildarleiki á móti Wolves.
- Liverpool hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum á útivöllum.
TIL BAKA
Baráttusigur á Wolves
Liverpool vann í kvöld 0:1 baráttusigur á Wolverhampton Wanderes. Fyrrum leikmaður Wolves skoraði eina mark leiksins á gamla heimavellinum sínum. Þetta var fjórði útisigur Liverpool í síðustu fimm deildarleikjum.
Liverpool tefldi fram sama liði og á móti Leipzig í Búkarest. Það þýddi að ungliðarnir Nathaniel Phillips og Ozan Kabak héldu stöðum sínum í hjarta varnarinnar.
Fyrsta sókn Wolves, á 2. mínútu, endaði næstum með ósköpum. Alisson Becker kom út til að grípa fyrirgjöf frá hægri en missti af boltanum. Í framhaldinu lenti hann á leikmanni Wolves sem steinlá. Sumir töldu að hefði átt að dæma víti en ekkert var dæmt. Þremur mínútum seinna eða svo fékk Nélson Semedo boltann í vítateignum en Alisson gerði vel í að verja skot hans.
Á 13. mínútu komst Sadio Mané í gegn eftir stungusendingu. Hann reyndi að leika á markmann Wolves en það þýddi að hann varð að fara of langt til hliðar og ekkert varð úr. Á 38. mínútu gaf Trent Alexander-Arnold vel inn í vítateiginn. Sadio henti sér þar fram og skallaði að marki en boltinn fór rétt framhjá.
Dómarinn bætti tveimur mínútum við fyrri hálfleikinn og þær mínútur voru rétt að líða þegar Liverpool skoraði. Nathaniel vann skallaeinvígi við miðjuna. Sadio náði boltanum og lék fram völlinn. Hann sendi til hægri á Mohamed Salah sem skilaði boltanum strax til baka á Sadio sem gaf viðstöðulaust til vinstri á Diogo Jota. Portúgalinn tók vel við boltanum í vítateignum og skaut honum neðst í vinstra hornið. Markmaður Wolves hafði hendur á boltanum en inn fór hann. Fullkominn endir á hálfleiknum og Diogo þekkti sig greinilega á sínum gamla heimavelli!
Síðari hálfleikur var lengst af tíðindalítill. Liverpool hafði þokkaleg tök á leiknum en heimamenn, sem voru bitlausir, reyndu hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn. Þegar tíu mínútur voru eftir ógnaði Liverpool tvívegis með stuttu millibili en Rui Patricio varði fyrst frá Mohamed og svo Diogo.
Þegar um fimm mínútur lifðu leiks slapp Mohamed inn í vítateiginn og skoraði framhjá Rui. Markið var dæmt af vegna rangstæðu en Rui lá hreyfingarlaus eftir samstuð við félaga sinn Conor Coady. Um stundarfjórðungs töf varð á meðan var verið að hlúa að Rui og bera hann af velli á börnum. Hann fékk slæmt höfuðhögg en sem betur fer bárust þær fréttir eftir leik að hann væri með meðvitund og útlitið með hann gott.
Liverpool hélt fengnum hlut eftir að leikurinn hófst á nýjan leik og vann baráttusigur. Stigin þrjú gefa möguleika á fjórum efstu sætunum þó það verði erfitt að komast svo hátt. Mestu skipti þó að ná sigri í síðasta leik áður en keppnishlé fram í apríl tekur við!
Wolverhampton Wanderes: Patricio (Ruddy 90. mín.); Boly, Coady, Saiss; Semedo (Gibbs-White 84. mín.), Neves (Dendoncker 75. mín.), Moutinho , Jonny; Neto, Traore og Jose (Fabio Silva 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Hoever, Vitinha, Kilman og Marques.
Gul spjöld: Rúben Neves og Romain Saiss.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson; Wijnaldum (Milner 66. mín.), Fabinho, Thiago (Keita 66. mín.); Salah, Jota (Oxlade-Chamberlain 82. mín.) og Mané. Ónotaðir varamenn: Adrian, Jones, Tsimikas, Shaqiri, R. Williams og N. Williams.
Gult spjald: Thiago Alcântara.
Mark Liverpool: Diogo Jota (40. mín.).
Áhorfendur á Molineux: Engir.
Maður leiksins: Nathaniel Phillips. Miðvörðurinn ungi spilaði stórvel eins og þeim leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í. Hann átti svo þátt í eina marki leiksins.
Jürgen Klopp: Þetta snerist allt um að ná sigri. Þetta var baráttuleikur. Við áttum góðar sóknir en gekk ekki nógu vel að reka smiðshöggið á þær. Við vorum ákveðnir í að ná sigri.
Fróðleikur
- Diogo Jota skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni.
- Liverpool hefur unnið síðustu níu deildarleiki á móti Wolves.
- Liverpool hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum á útivöllum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan