| Sf. Gutt
Harvey Elliott var lánaður til Blackburn Rovers fyrir keppnistímabilið. Hann hefur farið á kostum með liðinu og framganga hans hefur vakið mikla athygli.
Í gær tók Blackburn Rovers hús á toppliði Norwich City og hafði stig heim með sér eftir 1:1 jafntefli. Harvey kom inn á sem varamaður og lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Sam Gallagher sem kom inn á sem varamaður um leið og hann.
Þetta var tíunda stoðsending Harvey á leiktíðinni. Að auki er hann búinn að skora tíu mörk. Enginn leikmaður innan tvítugs, á Englandi, hefur náð að koma að 15 mörkum hingað til á þessari sparktíð. Eru þá allir leikmenn í efstu fjórum deildum Englands taldir.
Tony Mowbray er framkvæmdastjóri Blackburn. Hann hefur dásamað Harvey og sagði fyrir nokkru að hann væri algjör demantur! Blackburn leikur í næst efstu deild og er um miðja deild.

Harvey Elloitt er fæddur 4. apríl 2003. Hann er því enn ekki orðinn 18 ára. Það er óhætt að segja að pilturinn sé geysilega mikið efni og það verður spennandi að sjá hversu langt hann nær.
TIL BAKA
Harvey fer á kostum

Harvey Elliott var lánaður til Blackburn Rovers fyrir keppnistímabilið. Hann hefur farið á kostum með liðinu og framganga hans hefur vakið mikla athygli.
Í gær tók Blackburn Rovers hús á toppliði Norwich City og hafði stig heim með sér eftir 1:1 jafntefli. Harvey kom inn á sem varamaður og lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Sam Gallagher sem kom inn á sem varamaður um leið og hann.
Þetta var tíunda stoðsending Harvey á leiktíðinni. Að auki er hann búinn að skora tíu mörk. Enginn leikmaður innan tvítugs, á Englandi, hefur náð að koma að 15 mörkum hingað til á þessari sparktíð. Eru þá allir leikmenn í efstu fjórum deildum Englands taldir.
Tony Mowbray er framkvæmdastjóri Blackburn. Hann hefur dásamað Harvey og sagði fyrir nokkru að hann væri algjör demantur! Blackburn leikur í næst efstu deild og er um miðja deild.

Harvey Elloitt er fæddur 4. apríl 2003. Hann er því enn ekki orðinn 18 ára. Það er óhætt að segja að pilturinn sé geysilega mikið efni og það verður spennandi að sjá hversu langt hann nær.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan