| Sf. Gutt
Loksins, loksins kom sigur hjá Liverpool á Anfield. Liverpool herjaði fram 2:1 sigur á Aston Villa á síðustu mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Anfield frá því á aðventu en nú er farið að styttast í sumardaginn fyrsta!
Eftir ófarir í Madríd var ekki um annað að gera en að reyna að komast aftur í gang þegar Aston Villa kom í heimsókn. Niðurlægingin á Villa Park í haust gleymst seint og nú var tækifæri til að bæta að nokkru úr. Í það minnsta skipta öll stig máli í baráttu um efstu sæti deildarinnar.
Fyrir leikinn var tveggja mínútna þögn til minningar um Philip hertoga af Edinborg. Drottningarmaðurinn lést í gær á hundraðasta aldursári.
Liverpool byrjaði þokkalega og hefði átt að komast yfir á 13. mínútu. Varnarmaður gestanna missti af boltanum og Mohamed Salah komst einn inn í vítateiginn. Hann læddi boltanum framhjá Emiliano Martinez í markinu en boltinn fór framhjá markinu. Dauðafæri sem Mohamed hefði átt að nýta. Eftir rúman hálftíma fékk Liverpool aukaspyrnu utan vítateigs. Trent Alexander-Arnold skaut góðu skoti að marki en boltinn fór hárfínt yfir markið. Diogo skallaði svo yfir eftir horn litlu seinna. Á 35. mínútu lagði Roberto Firmino upp færi fyrir Mohamed en hann skaut yfir.
Gestirnir höfðu ekki ógnað mikið en á 43. mínútu komust þeir yfir. John McGinn sendi inn í vítateigin á Ollie Watkins sem náði skoti sem fór í markið undir Alisson Becker sem hefði átt að verja. Áfall en Englandsmeistararnir jöfnuðu rétt fyrir hlé. Trent stöðvaði sókn. Boltinn fór fram á Diogo sem slapp fram vinstra megin og gaf fyrir. Roberto skoraði svo af stuttu færi eftir að hafa fengið boltann við markteiginn. Rauðliðar fögnuðu en ekki lengi. Sjónvarpsdómgæslan tók við og úrskurðaði Diogo rangstæðan! Gersamlega út í hött en dómnum ekki haggað og Liverpool undir í hálfleik.
Liverpool lét ekki rangætið fara með sig og reyndi hvað hægt var að jafna með löglegu marki. Það tókst á 57. mínútu. Boltinn gekk út til vinstri á Andrew Robertson sem skaut að marki. Emiliano varði en hélt ekki boltanum. Mohamed Salah þakkaði gott boð og skallaði í mark af stuttu færi. Markið stóð!
Liverpool sótti sem fyrr en gestirnir gáfu ekkert eftir. Á 62. mínútu mátti litlu muna að þeir kæmust yfir. Trezeguet fékk boltann vinstra megin í vítateignum og náði skoti. Boltinn fór í innanverða stöngina og þvert fyrir markið. Alisson vissi ekkert hvar boltinn var og Egyptinn náði fákastinu en skallaði framhjá.
Liverpool gekk illa að skapa sér færi á lokakaflanum. Thiago Alcantara, Sadio Mané og loks Xherdan Shaqiri voru sendir til leiks. Komið var fram í viðbótartíma og útlit á að Villa héldi stigi. En Englandsmeistararnir áttu síðasta orðið eftir harða atlögu. Xherdan sendi fyrir frá hægri á Thiago sem náði viðstöðulausu skoti. Emiliano varði meistaralega en hélt ekki boltanum sem barst til vinstri. Trent Alexander-Arnold hirti boltann, lék meðfram vítalínunni til hægri og smellti boltanum svo neðst í bláhornið fjær! Glæsilegt mark hjá Trent sem fagnaði innilega með félögum sínum fyrir framan tóma Kop stúkuna. Það mátti vel ímynda sér fögnuðinn sem hefði verið ef Anfield hefði verið fullur af áhorfendum!
Á allra síðustu andartökum leiksins komst Sadio einn í gegn eftir skyndisókn en skaut beint á Emiliano. Slök afgreiðsla hjá afmælisbarninu sem hefði líka getað gefið á Mohamed eða Diogo sem voru með honum. Það kom þó ekki að sök og loksins náði Liverpool að vinna leik á Anfield Road! Tími til kominn!
Liverpool sýndi seiglu og herjaði fram sigur. Það eru ákveðnar framfarir í því! Næsta verkefni er að reyna að snúa óförunum í Madríd yfir í sigur sem myndi halda Evrópudraumnum á lífi.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak (Shaqiri 89. mín.), Robertson Wijnaldum (Thiago 70. mín.), Fabinho, Milner, Salah, Firmino (Mané 75. mín.) og Jota. Ónotaðir varamenn: Adrián, Keita, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas, Davies og R. Williams.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (57. mín.) og Trent Alexander-Arnold (90. mín.).
Gul spjöld: James Milner og Andrew Robertson.
Aston Villa: Martínez, Cash, Konsa, Mings, Targett, Douglas Luiz, Nakamba (Barkley 66. mín.), Traoré (El Ghazi 68. mín.), McGinn, Trézéguet (Ramsey 82. mín.) og Watkins. Ónotaðir varamenn: Heaton, Taylor, Engels, El Mohamady, Hause og Davis.
Mark Aston Villa: Ollie Watkins (43. mín.).
Gul spjöld: Ezri Konsa Ngoyo, Douglas Luiz, Matt Target og Ollie Watkins.
Áhorfendur á Anfield Road: Engir.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann var ekki endilega besti leikmaður Liverpool en hann skoraði mark sem tryggði sætan sigur.
Jürgen Klopp: Þetta var risasigur. Það var virkilegur léttir að ná að vinna leikinn. Við þurftum á þessum sigri að halda og þessi þrjú stig voru gríðarlega mikilvæg.
- Mohamed Salah skoraði 28. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Trent Alexander-Arnold skoraði í annað sinn.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Anfield frá því 16. desember í fyrra.
- Liverpool hafði fyrir þenna leik tapað sex leikjum í röð á heimavelli.
- Reyndar hafði liðið ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum á Anfield!
TIL BAKA
Loksins sigur hjá Liverpool á Anfield!
Loksins, loksins kom sigur hjá Liverpool á Anfield. Liverpool herjaði fram 2:1 sigur á Aston Villa á síðustu mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Anfield frá því á aðventu en nú er farið að styttast í sumardaginn fyrsta!
Eftir ófarir í Madríd var ekki um annað að gera en að reyna að komast aftur í gang þegar Aston Villa kom í heimsókn. Niðurlægingin á Villa Park í haust gleymst seint og nú var tækifæri til að bæta að nokkru úr. Í það minnsta skipta öll stig máli í baráttu um efstu sæti deildarinnar.
Fyrir leikinn var tveggja mínútna þögn til minningar um Philip hertoga af Edinborg. Drottningarmaðurinn lést í gær á hundraðasta aldursári.
Liverpool byrjaði þokkalega og hefði átt að komast yfir á 13. mínútu. Varnarmaður gestanna missti af boltanum og Mohamed Salah komst einn inn í vítateiginn. Hann læddi boltanum framhjá Emiliano Martinez í markinu en boltinn fór framhjá markinu. Dauðafæri sem Mohamed hefði átt að nýta. Eftir rúman hálftíma fékk Liverpool aukaspyrnu utan vítateigs. Trent Alexander-Arnold skaut góðu skoti að marki en boltinn fór hárfínt yfir markið. Diogo skallaði svo yfir eftir horn litlu seinna. Á 35. mínútu lagði Roberto Firmino upp færi fyrir Mohamed en hann skaut yfir.
Gestirnir höfðu ekki ógnað mikið en á 43. mínútu komust þeir yfir. John McGinn sendi inn í vítateigin á Ollie Watkins sem náði skoti sem fór í markið undir Alisson Becker sem hefði átt að verja. Áfall en Englandsmeistararnir jöfnuðu rétt fyrir hlé. Trent stöðvaði sókn. Boltinn fór fram á Diogo sem slapp fram vinstra megin og gaf fyrir. Roberto skoraði svo af stuttu færi eftir að hafa fengið boltann við markteiginn. Rauðliðar fögnuðu en ekki lengi. Sjónvarpsdómgæslan tók við og úrskurðaði Diogo rangstæðan! Gersamlega út í hött en dómnum ekki haggað og Liverpool undir í hálfleik.
Liverpool lét ekki rangætið fara með sig og reyndi hvað hægt var að jafna með löglegu marki. Það tókst á 57. mínútu. Boltinn gekk út til vinstri á Andrew Robertson sem skaut að marki. Emiliano varði en hélt ekki boltanum. Mohamed Salah þakkaði gott boð og skallaði í mark af stuttu færi. Markið stóð!
Liverpool sótti sem fyrr en gestirnir gáfu ekkert eftir. Á 62. mínútu mátti litlu muna að þeir kæmust yfir. Trezeguet fékk boltann vinstra megin í vítateignum og náði skoti. Boltinn fór í innanverða stöngina og þvert fyrir markið. Alisson vissi ekkert hvar boltinn var og Egyptinn náði fákastinu en skallaði framhjá.
Liverpool gekk illa að skapa sér færi á lokakaflanum. Thiago Alcantara, Sadio Mané og loks Xherdan Shaqiri voru sendir til leiks. Komið var fram í viðbótartíma og útlit á að Villa héldi stigi. En Englandsmeistararnir áttu síðasta orðið eftir harða atlögu. Xherdan sendi fyrir frá hægri á Thiago sem náði viðstöðulausu skoti. Emiliano varði meistaralega en hélt ekki boltanum sem barst til vinstri. Trent Alexander-Arnold hirti boltann, lék meðfram vítalínunni til hægri og smellti boltanum svo neðst í bláhornið fjær! Glæsilegt mark hjá Trent sem fagnaði innilega með félögum sínum fyrir framan tóma Kop stúkuna. Það mátti vel ímynda sér fögnuðinn sem hefði verið ef Anfield hefði verið fullur af áhorfendum!
Á allra síðustu andartökum leiksins komst Sadio einn í gegn eftir skyndisókn en skaut beint á Emiliano. Slök afgreiðsla hjá afmælisbarninu sem hefði líka getað gefið á Mohamed eða Diogo sem voru með honum. Það kom þó ekki að sök og loksins náði Liverpool að vinna leik á Anfield Road! Tími til kominn!
Liverpool sýndi seiglu og herjaði fram sigur. Það eru ákveðnar framfarir í því! Næsta verkefni er að reyna að snúa óförunum í Madríd yfir í sigur sem myndi halda Evrópudraumnum á lífi.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak (Shaqiri 89. mín.), Robertson Wijnaldum (Thiago 70. mín.), Fabinho, Milner, Salah, Firmino (Mané 75. mín.) og Jota. Ónotaðir varamenn: Adrián, Keita, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas, Davies og R. Williams.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (57. mín.) og Trent Alexander-Arnold (90. mín.).
Gul spjöld: James Milner og Andrew Robertson.
Aston Villa: Martínez, Cash, Konsa, Mings, Targett, Douglas Luiz, Nakamba (Barkley 66. mín.), Traoré (El Ghazi 68. mín.), McGinn, Trézéguet (Ramsey 82. mín.) og Watkins. Ónotaðir varamenn: Heaton, Taylor, Engels, El Mohamady, Hause og Davis.
Mark Aston Villa: Ollie Watkins (43. mín.).
Gul spjöld: Ezri Konsa Ngoyo, Douglas Luiz, Matt Target og Ollie Watkins.
Áhorfendur á Anfield Road: Engir.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann var ekki endilega besti leikmaður Liverpool en hann skoraði mark sem tryggði sætan sigur.
Jürgen Klopp: Þetta var risasigur. Það var virkilegur léttir að ná að vinna leikinn. Við þurftum á þessum sigri að halda og þessi þrjú stig voru gríðarlega mikilvæg.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 28. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Trent Alexander-Arnold skoraði í annað sinn.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Anfield frá því 16. desember í fyrra.
- Liverpool hafði fyrir þenna leik tapað sex leikjum í röð á heimavelli.
- Reyndar hafði liðið ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum á Anfield!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan