| Sf. Gutt
Það er stórafmæli hjá Liverpool í dag. Einn efnilegasti leikmaður Liverpool er tvítugur. Um er að ræða Veilsverjann Neco Williams.
Neco fæddist í Wrexham í Wales 13. apríl 2021. Hann var aðeins sex ára þegar hann tók sín fyrstu skref hjá Liverpool og hann hefur verið þar alla tíð síðan. Neco varð Unglingabikarmeistari með Liverpool 2019. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool þá um haustið. Neco var í liðshópi Liverpool þegar liðið vann Heimsmeistarakeppni félagsliða 2019. Hann varð svo Englandsmeistari með Liverpool í fyrra. Hann hefur hingað til spilað 24 leiki með Liverpool.
Neco lék í fyrsta skipti með Wales á liðnu hausti. Hann er búinn að spila fimm landsleiki og skora eitt mark. Markið var sigurmark á móti Búlgaríu.
Neco Williams leikur jafnan stöðu hægri bakvarðar og er einn efnilegasti leikmaður Liverpool. Það verður spennandi að sjá hversu langt hann nær.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Neco Williams til hamingju með stórafmælið!
TIL BAKA
Til hamingju!

Það er stórafmæli hjá Liverpool í dag. Einn efnilegasti leikmaður Liverpool er tvítugur. Um er að ræða Veilsverjann Neco Williams.
Neco fæddist í Wrexham í Wales 13. apríl 2021. Hann var aðeins sex ára þegar hann tók sín fyrstu skref hjá Liverpool og hann hefur verið þar alla tíð síðan. Neco varð Unglingabikarmeistari með Liverpool 2019. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool þá um haustið. Neco var í liðshópi Liverpool þegar liðið vann Heimsmeistarakeppni félagsliða 2019. Hann varð svo Englandsmeistari með Liverpool í fyrra. Hann hefur hingað til spilað 24 leiki með Liverpool.

Neco lék í fyrsta skipti með Wales á liðnu hausti. Hann er búinn að spila fimm landsleiki og skora eitt mark. Markið var sigurmark á móti Búlgaríu.

Neco Williams leikur jafnan stöðu hægri bakvarðar og er einn efnilegasti leikmaður Liverpool. Það verður spennandi að sjá hversu langt hann nær.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Neco Williams til hamingju með stórafmælið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot fær tveggja leikja bann -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil! -
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld