| Sf. Gutt
Liverpool vs Real Madrid
Það verður á brattann að sækja fyrir Liverpool annað kvöld þegar Real Madrid kemur í heimsókn í seinni leik rimmu liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool þarf tveggja marka sigur svo fremi að Real skori ekki. Það á að vera hægt að ná því markmiði!
Það hefur ekki gerst oft á valdatíma Jürgen Klopp að Liverpool hafi átt algjörlega mislukkaða leiki. Vissulega slaka leiki og leikurinn í Madríd var slakur svo ekki sé meira sagt. Fyrri hálfleikur var sennilega sá slakasti á allri leiktíðinni. En einhvern veginn þá var leikurinn mislukkaður. Það sem lagt var upp með virkaði ekki á nokkurn hátt og leikmenn voru andlausir. Lið Real Madrid er stórgott. Liðið er ríkjandi meistari á Spáni og gæti vel varið titil sinn. En Liverpool gerði liðinu alltof auðvelt fyrir.
Af þessum sökum hef ég fulla trú á að Liverpool geti komist áfram annað kvöld. Tekið skal fram að ég væri handviss um að Liverpool kæmist áfram ef Tólfti maðurinn væri á Anfield Road. Því verður ekki að heilsa og tjáir ekki að fást um það. En það að Liverpool getur leikið svo miklu betur en í fyrri leiknum gefur mér trú á að hægt sé að skapa endurkomu sem færi í sögubækurnar!
Hversu góðir og reyndir leikmenn Real Madrid eru þá geta leikmenn Liverpool gert miklu betur en í síðustu viku. Ég spái því að Liverpool fari áfram eftir 2:0 sigur! Mohamed Salah hefur verið frábær á leiktíðinni og hann kemur Liverpool áfram með báðum mörkum leiksins!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Real Madrid
Það verður á brattann að sækja fyrir Liverpool annað kvöld þegar Real Madrid kemur í heimsókn í seinni leik rimmu liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool þarf tveggja marka sigur svo fremi að Real skori ekki. Það á að vera hægt að ná því markmiði!
Það hefur ekki gerst oft á valdatíma Jürgen Klopp að Liverpool hafi átt algjörlega mislukkaða leiki. Vissulega slaka leiki og leikurinn í Madríd var slakur svo ekki sé meira sagt. Fyrri hálfleikur var sennilega sá slakasti á allri leiktíðinni. En einhvern veginn þá var leikurinn mislukkaður. Það sem lagt var upp með virkaði ekki á nokkurn hátt og leikmenn voru andlausir. Lið Real Madrid er stórgott. Liðið er ríkjandi meistari á Spáni og gæti vel varið titil sinn. En Liverpool gerði liðinu alltof auðvelt fyrir.
Af þessum sökum hef ég fulla trú á að Liverpool geti komist áfram annað kvöld. Tekið skal fram að ég væri handviss um að Liverpool kæmist áfram ef Tólfti maðurinn væri á Anfield Road. Því verður ekki að heilsa og tjáir ekki að fást um það. En það að Liverpool getur leikið svo miklu betur en í fyrri leiknum gefur mér trú á að hægt sé að skapa endurkomu sem færi í sögubækurnar!
Hversu góðir og reyndir leikmenn Real Madrid eru þá geta leikmenn Liverpool gert miklu betur en í síðustu viku. Ég spái því að Liverpool fari áfram eftir 2:0 sigur! Mohamed Salah hefur verið frábær á leiktíðinni og hann kemur Liverpool áfram með báðum mörkum leiksins!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan