| Sf. Gutt
Það vantaði herslumuninn á Anfield Road í kvöld þegar Liverpool gerði markalaust jafntefli við Real Madrid í seinni leik liðann í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Rimman tapaðist í fyrri hálfleik í Madríd fyrir viku.
Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn til minningar um þá 96 stuðningsmenn Liverpool sem fórust á Hillsborough leikvanginum í Sheffield 15. apríl 1989. Svo er jafnan gert á þeim heimaleik Liverpool sem næstur er deginum örlagaríka.
Liverpool byrjaði af miklum krafti. Hörð gamaldagstækling James Milner á einum gestanna í byrjun gaf tóninn. Sú hefði heldur betur kveikt í troðfullum Anfield! Strax á 2. mínútu náði Liverpool hraðri sókn vinstra megin. Sadio Mané gaf fyrir markið á Mohamed Salah sem fékk boltann í upplögðu færi. Hann ætlaði að lauma boltanum neðst í hægra hornið en Thibaut Courtois varði naumlega með fæti. Á 11. mínútu átti James fast skot utan vítateigs sem stefndi upp undir þverslána en Thibaut varði meistaralega með því að slá boltann yfir.
Sæoknir Real voru fáar og eina færi þeira kom þegar Karim Benzema átti skot sem fór af varnarmanni og í stöng. Fjórum mínútum fyrir hlé lagði Sadio upp færi fyrir Mohamed en skot hans fór yfir. Eins fór fyrir Georginio Wijnaldum rétt á og boltinn fór yfir. Báðir áttu að hitta markið því færin voru prýðileg. Ekkert mark þegar leikhlé hófst en Liverpool hafði spilað stórvel og átt að vera yfir.
Trent Alexander-Arnold lagði upp færi fyrir Roberto Firmino strax í byrjun seinni hálfleiks en það var varið frá honum. Sókn Liverpool var látlaus en mark eða mörk létu á sér standa. Það var sama hvað reynt var. Spænsku meistararnir héldu fengnum hlut frá fyrri leiknum og fögnuðu áframhaldi þegar flautað var til leiksloka! Evrópuvegferð Liverpool er á enda í bili. Nú er að sjá hvers konar tegund af Evrópuferðalagi verður boðið upp á fyrir stuðningsmenn Liverpool þegar næsta keppnistímabil hefst. Það ræðst í síðustu umferðunum í deildinni. Í henni eru sjö úrslitaleikir eftir.
Liverpool spilaði stórvel í kvöld. Leikmenn lögðu allt í sölurnar og gátu gengið af velli með sæmd. Rimman tapaðist í hroðalegum fyrri hálfleik í fyrri leiknum!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak (Jota 60. mín.), Robertson, Wijnaldum, Fabinho, Milner (Thiago 60. mín.), Salah, Firmino (Shaqiri 82. mín.) og Mané (Oxlade-Chamberlain 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Keita, Tsimikas, Davies, R. Williams, Cain og Clarkson.
Gul spjöld: Andrew Robertson og Nathaniel Phillips.
Real Madrid: Courtois, Valverde, Militão, Nacho, Mendy, Modric, Casemiro, Kroos (Odriozola 72. mín.), Asensio (Isco 82. mín.), Benzema og Vinícius Júnior (Rodrygo 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Marcelo, Lunin, Mariano, Altube, Akinlabi Park og Arribas.
Gult spjald: Casemiro.
Maður leiksins: James Milner gaf tóninn frá fyrstu mínútu leiksins. Það var ekki tilviljun að þessi magnaði leitogi skyldi vera valinn í byrjunrliðið. Hann átti stórgóðan leik!
Áhorfendur á Anfield Road: Engir.
Jürgen Klopp: Við töpuðum rimmunni ekki í kvöld heldur í Madríd. Þetta var óþægilegur leikur fyrir Real. Við vorum góðir, grimmir og áttum okkar færi. Við náðum ekki að skora og reynsla Real skilaði þeim áfram. Að við skulum ekki geta notað færin okkar betur er saga okkar á þessu ári.
- Liverpool féll úr leik í Meistaradeildinni.
- Alex Oxlade-Chamberlain lék sinn 100. leik fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað 13 mörk.
- Georginio Wijnaldum spilaði sinn 230. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 22 mörk.
- Liverpool hefur ekki unnið Real Madrid í síðustu fimm leikjum liðanna.
TIL BAKA
Það vantaði herslumuninn!
Það vantaði herslumuninn á Anfield Road í kvöld þegar Liverpool gerði markalaust jafntefli við Real Madrid í seinni leik liðann í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Rimman tapaðist í fyrri hálfleik í Madríd fyrir viku.
Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn til minningar um þá 96 stuðningsmenn Liverpool sem fórust á Hillsborough leikvanginum í Sheffield 15. apríl 1989. Svo er jafnan gert á þeim heimaleik Liverpool sem næstur er deginum örlagaríka.
Liverpool byrjaði af miklum krafti. Hörð gamaldagstækling James Milner á einum gestanna í byrjun gaf tóninn. Sú hefði heldur betur kveikt í troðfullum Anfield! Strax á 2. mínútu náði Liverpool hraðri sókn vinstra megin. Sadio Mané gaf fyrir markið á Mohamed Salah sem fékk boltann í upplögðu færi. Hann ætlaði að lauma boltanum neðst í hægra hornið en Thibaut Courtois varði naumlega með fæti. Á 11. mínútu átti James fast skot utan vítateigs sem stefndi upp undir þverslána en Thibaut varði meistaralega með því að slá boltann yfir.
Sæoknir Real voru fáar og eina færi þeira kom þegar Karim Benzema átti skot sem fór af varnarmanni og í stöng. Fjórum mínútum fyrir hlé lagði Sadio upp færi fyrir Mohamed en skot hans fór yfir. Eins fór fyrir Georginio Wijnaldum rétt á og boltinn fór yfir. Báðir áttu að hitta markið því færin voru prýðileg. Ekkert mark þegar leikhlé hófst en Liverpool hafði spilað stórvel og átt að vera yfir.
Trent Alexander-Arnold lagði upp færi fyrir Roberto Firmino strax í byrjun seinni hálfleiks en það var varið frá honum. Sókn Liverpool var látlaus en mark eða mörk létu á sér standa. Það var sama hvað reynt var. Spænsku meistararnir héldu fengnum hlut frá fyrri leiknum og fögnuðu áframhaldi þegar flautað var til leiksloka! Evrópuvegferð Liverpool er á enda í bili. Nú er að sjá hvers konar tegund af Evrópuferðalagi verður boðið upp á fyrir stuðningsmenn Liverpool þegar næsta keppnistímabil hefst. Það ræðst í síðustu umferðunum í deildinni. Í henni eru sjö úrslitaleikir eftir.
Liverpool spilaði stórvel í kvöld. Leikmenn lögðu allt í sölurnar og gátu gengið af velli með sæmd. Rimman tapaðist í hroðalegum fyrri hálfleik í fyrri leiknum!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak (Jota 60. mín.), Robertson, Wijnaldum, Fabinho, Milner (Thiago 60. mín.), Salah, Firmino (Shaqiri 82. mín.) og Mané (Oxlade-Chamberlain 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Keita, Tsimikas, Davies, R. Williams, Cain og Clarkson.
Gul spjöld: Andrew Robertson og Nathaniel Phillips.
Real Madrid: Courtois, Valverde, Militão, Nacho, Mendy, Modric, Casemiro, Kroos (Odriozola 72. mín.), Asensio (Isco 82. mín.), Benzema og Vinícius Júnior (Rodrygo 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Marcelo, Lunin, Mariano, Altube, Akinlabi Park og Arribas.
Gult spjald: Casemiro.
Maður leiksins: James Milner gaf tóninn frá fyrstu mínútu leiksins. Það var ekki tilviljun að þessi magnaði leitogi skyldi vera valinn í byrjunrliðið. Hann átti stórgóðan leik!
Áhorfendur á Anfield Road: Engir.
Jürgen Klopp: Við töpuðum rimmunni ekki í kvöld heldur í Madríd. Þetta var óþægilegur leikur fyrir Real. Við vorum góðir, grimmir og áttum okkar færi. Við náðum ekki að skora og reynsla Real skilaði þeim áfram. Að við skulum ekki geta notað færin okkar betur er saga okkar á þessu ári.
Fróðleikur
- Liverpool féll úr leik í Meistaradeildinni.
- Alex Oxlade-Chamberlain lék sinn 100. leik fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað 13 mörk.
- Georginio Wijnaldum spilaði sinn 230. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 22 mörk.
- Liverpool hefur ekki unnið Real Madrid í síðustu fimm leikjum liðanna.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan