| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Hrikalegt jafntefli
Hér er síðbúin leikskýrsla af hrikalegu 1-1 jafntefli gegn Newcastle á Anfield.
Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu frá síðasta leik, Mohamed Salah kom inn í stað James Milner sem þýddi að þeir Jota, Firmino, Mané og Salah voru allir inná frá fyrsta flauti. Ekki oft sem það hefur gerst á leiktíðinni.
Allt gekk upp í byrjun leiks og aldrei þessu vant kom mark mjög snemma eða nánar tiltekið á þriðju mínútu. Mané sendi fyrir markið frá vinstri kanti, Salah tók snyrtilega við boltanum en sneri baki í markið. Hann sneri eldsnöggt og þrumaði boltanum upp í nærhornið. Frábærlega klárað og við stuðningsmenn varla vanir því að sjá mark svona snemma leiks á leiktíðinni. Það var svo ótrúlegt að horfa á það sem eftir lifði fyrri hálfleiks því færi okkar manna voru mýmörg og mörg hver virtust vera betri en markið hjá Salah en þau fóru öll forgörðum. Til dæmis hitti Jota ekki markið í tveimur úrvals færum þegar auðveldara virtist vera að skora og áðurnefndir félagar hans í framlínunni voru einnig sekir um að nýta ekki fín tækifæri. Newcastle menn fengu eitt gott færi um miðjan hálfleikinn þegar Longstaff slapp einn í gegn en Alisson varði vel. Staðan í hálfleik 1-0.
Svipað var uppá teningnum í seinni hálfleik og eftir því sem leið á og færin voru ekki nýtt læddist að manni sá grunur að gestirnir myndu ná að pota inn einu marki. Það tókst þeim í blálok venjulegs leiktíma þegar Wilson slapp í gegn, fyrsta skot hans var varið af Alisson en hann náði frákastinu og skoraði. Markið var svo dæmt af vegna þess að boltinn skoppaði í hönd hans þegar Alisson varði. En því miður tókst ekki að halda markinu hreinu þó svo að afskaplega lítið væri eftir og uppbótartíminn í raun liðinn. Varamaðurinn Willock jafnaði með síðasta skoti leiksins eftir að samherji hans vann skallabolta á teignum. Hrikalega svekkjandi úrslit og ansi stórt atvik í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, Kabak, Robertson, Wijnaldum, Thiago (Jones, 77. mín.), Jota (Milner, 58. mín.), Mané, Salah, Firmino. Ónotaðir varamenn: Adrián, R. Williams, N. Williams, Tsimikas, Keita, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (3. mín.).
Gul spjöld: Fabinho og Özan Kabak.
Newcastle: Dubravka, Murphy, Fernández, Clark (Willock, 64. mín.), Dummett, Ritchie, Almirón (Gayle, 85. mín.), S. Longstaff, Shelvey, Saint-Maximin, Joelinton (Wilson, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Carroll, Lewis, Hendrick, Krafth, Manquillo, Gillespie.
Mark Newcastle: Joe Willock (90+5. mín.).
Gult spjald: Fernández.
Maður leiksins: Ég hreinlega veit ekki hver var besti maður Liverpool í leiknum en Mohamed Salah fær nafnbótina fyrir það eitt að hafa skorað snemma leiks.
Jürgen Klopp: ,,Ef maður á það skilið (að enda í topp fjórum), þá á maður það skilið. Ég gat ekki séð í dag að við ættum skilið að vera í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Við eigum fimm leiki eftir og við sjáum hvað gerist. Við lærum af þessu eða að við spilum ekki í Meistaradeildinni, það er ekki flóknara en svo. Í leikjum gegn liðum í neðri hluta töflunnar höfum við fengið færi eftir færi sem við höfum ekki nýtt. Það er engum öðrum um að kenna en okkur sjálfum. Auðvitað er pirringurinn núna í 150% og ég mun finna leið til að koma okkur aftur á rétta braut en ákkúrat núna er þetta erfitt."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah hefur nú skorað 20 deildarmörk á leiktíðinni og er það þriðja leiktíðin í röð sem hann afrekar það.
- Salah varð þar með fyrsti leikmaður Liverpool í sögu úrvalsdeildarinnar sem nær að skora 20 mörk eða meira á þremur leiktíðum.
- Liverpool hefur aðeins haldið markinu hreinu í þrem heimaleikjum á tímabilinu.
- James Milner kom inná sem varamaður í 159. skipti á ferlinum og er nú sá leikmaður sem oftast hefur komið inná sem varamaður, gamla metið átti gamalkunnur Liverpool maður, Peter Crouch.
Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu frá síðasta leik, Mohamed Salah kom inn í stað James Milner sem þýddi að þeir Jota, Firmino, Mané og Salah voru allir inná frá fyrsta flauti. Ekki oft sem það hefur gerst á leiktíðinni.
Allt gekk upp í byrjun leiks og aldrei þessu vant kom mark mjög snemma eða nánar tiltekið á þriðju mínútu. Mané sendi fyrir markið frá vinstri kanti, Salah tók snyrtilega við boltanum en sneri baki í markið. Hann sneri eldsnöggt og þrumaði boltanum upp í nærhornið. Frábærlega klárað og við stuðningsmenn varla vanir því að sjá mark svona snemma leiks á leiktíðinni. Það var svo ótrúlegt að horfa á það sem eftir lifði fyrri hálfleiks því færi okkar manna voru mýmörg og mörg hver virtust vera betri en markið hjá Salah en þau fóru öll forgörðum. Til dæmis hitti Jota ekki markið í tveimur úrvals færum þegar auðveldara virtist vera að skora og áðurnefndir félagar hans í framlínunni voru einnig sekir um að nýta ekki fín tækifæri. Newcastle menn fengu eitt gott færi um miðjan hálfleikinn þegar Longstaff slapp einn í gegn en Alisson varði vel. Staðan í hálfleik 1-0.
Svipað var uppá teningnum í seinni hálfleik og eftir því sem leið á og færin voru ekki nýtt læddist að manni sá grunur að gestirnir myndu ná að pota inn einu marki. Það tókst þeim í blálok venjulegs leiktíma þegar Wilson slapp í gegn, fyrsta skot hans var varið af Alisson en hann náði frákastinu og skoraði. Markið var svo dæmt af vegna þess að boltinn skoppaði í hönd hans þegar Alisson varði. En því miður tókst ekki að halda markinu hreinu þó svo að afskaplega lítið væri eftir og uppbótartíminn í raun liðinn. Varamaðurinn Willock jafnaði með síðasta skoti leiksins eftir að samherji hans vann skallabolta á teignum. Hrikalega svekkjandi úrslit og ansi stórt atvik í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, Kabak, Robertson, Wijnaldum, Thiago (Jones, 77. mín.), Jota (Milner, 58. mín.), Mané, Salah, Firmino. Ónotaðir varamenn: Adrián, R. Williams, N. Williams, Tsimikas, Keita, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (3. mín.).
Gul spjöld: Fabinho og Özan Kabak.
Newcastle: Dubravka, Murphy, Fernández, Clark (Willock, 64. mín.), Dummett, Ritchie, Almirón (Gayle, 85. mín.), S. Longstaff, Shelvey, Saint-Maximin, Joelinton (Wilson, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Carroll, Lewis, Hendrick, Krafth, Manquillo, Gillespie.
Mark Newcastle: Joe Willock (90+5. mín.).
Gult spjald: Fernández.
Maður leiksins: Ég hreinlega veit ekki hver var besti maður Liverpool í leiknum en Mohamed Salah fær nafnbótina fyrir það eitt að hafa skorað snemma leiks.
Jürgen Klopp: ,,Ef maður á það skilið (að enda í topp fjórum), þá á maður það skilið. Ég gat ekki séð í dag að við ættum skilið að vera í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Við eigum fimm leiki eftir og við sjáum hvað gerist. Við lærum af þessu eða að við spilum ekki í Meistaradeildinni, það er ekki flóknara en svo. Í leikjum gegn liðum í neðri hluta töflunnar höfum við fengið færi eftir færi sem við höfum ekki nýtt. Það er engum öðrum um að kenna en okkur sjálfum. Auðvitað er pirringurinn núna í 150% og ég mun finna leið til að koma okkur aftur á rétta braut en ákkúrat núna er þetta erfitt."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah hefur nú skorað 20 deildarmörk á leiktíðinni og er það þriðja leiktíðin í röð sem hann afrekar það.
- Salah varð þar með fyrsti leikmaður Liverpool í sögu úrvalsdeildarinnar sem nær að skora 20 mörk eða meira á þremur leiktíðum.
- Liverpool hefur aðeins haldið markinu hreinu í þrem heimaleikjum á tímabilinu.
- James Milner kom inná sem varamaður í 159. skipti á ferlinum og er nú sá leikmaður sem oftast hefur komið inná sem varamaður, gamla metið átti gamalkunnur Liverpool maður, Peter Crouch.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan