| HI
TIL BAKA
Aldridge vill Jota inn fyrir Firmino
John Aldridge, fyrrverandi sóknarmaður Liverpool, segir Roberto Firmino hafa misst töfrana og vill að Diogo Jota spili í hans stað. Þetta byggir hann meðal annars á frammistöðunni gegn Newcastle. Hann segir ljóst að sóknarmennirnir hafi ekki lengur trú á sjálfum sér.
Aldridge skrifar býsna harðorða grein í Liverpool Echo þar sem hann greinir þau vandamál sem Liverpool-liðið er að eiga við. Hann greinir fyrst frammistöðuna gegn Newcastle og segir það hafa verið eins og fast spark í magann að hafa ekki unnið þann leik. Í raun hafi frammistaðan verið góð, og mörg færi skapast. Klopp hafi hins vegar tekið áhættu með því að tefla fram fjórum sóknarmönnum. Það hafi skilið eftir opin svæði og það var ástæðan fyrir því að Newcastle fékk líka sína færi. En í stórum dráttum hafi liðsuppstillingin með fjóra sóknarmenn virkað - nema auðvitað að því leyti að færin nýttust ekki. Og á endanum hafi Liverpool fengið á sig jöfnunarmarkið sem þeir áttu skilið þar sem ekki var búið að drepa leikinn.
Aldridge gerði það að sérstöku umtalsefni þegar Sadio Mane misnotaði dauðafæri í fyrri hálfleik og brást við með því að fara að hlæja. „Þessi viðbrögð gefa til kynna að honum finnst þetta vandræðalegt og veit ekki hvað hann á að gera. Hann er í lægð núna þó að hann hafi skorað gegn Leeds en viðbrögð hans við að klúðra þessu færi segja mér allt.“
Aldridge segir sóknarlínuna í raun ekki hafa náð sér á strik síðan í 7-0 sigrinum á Crystal Palace í desember. „Sem fyrrverandi sóknarmaður skynja ég að það er engin trú hjá sóknarmönnunum. Það er hræðilegt að sjá það.“
Þar talar hann sérstaklega um Sadio Mane og Roberto Firmino. Þó að Diogo Jota hafi ekki átt sérstakan dag gegn Newcastle geti hann alltaf skapað færi með vinnslu sinni og orku. Á meðan svo sé, eigi hann að eiga fast sæti í byrjunarliðinu. „Horfum svo á Firmino. Hann er vandamál. Hann hefur misst töfra sína algjörlega. Ég hef verið mikill aðdáandi hans en þetta hefur verið svona lengi. Það er augljóst öllum stuðningsmönnum. Jürgen hefur trú á honum og lætur hann spila áfram til að hann geti komið sér upp úr þessari lægð en því lengur sem þetta verður svona, því ólíklegra verður það. Hann er öðruvísi á vellinum, og stundum dregur hann sig inn á miðjuna til að vinna ákveðna vinnu þar, en sá sem spilar í treyju númer 9 á að skora mörk.“
Á þessum nótum veltir Aldridge síðan fyrir sér hvort það sé tími til kominn að hvíla Firmino í nokkra leiki - kannski þurfi hann á því að halda.
Aldridge skrifar býsna harðorða grein í Liverpool Echo þar sem hann greinir þau vandamál sem Liverpool-liðið er að eiga við. Hann greinir fyrst frammistöðuna gegn Newcastle og segir það hafa verið eins og fast spark í magann að hafa ekki unnið þann leik. Í raun hafi frammistaðan verið góð, og mörg færi skapast. Klopp hafi hins vegar tekið áhættu með því að tefla fram fjórum sóknarmönnum. Það hafi skilið eftir opin svæði og það var ástæðan fyrir því að Newcastle fékk líka sína færi. En í stórum dráttum hafi liðsuppstillingin með fjóra sóknarmenn virkað - nema auðvitað að því leyti að færin nýttust ekki. Og á endanum hafi Liverpool fengið á sig jöfnunarmarkið sem þeir áttu skilið þar sem ekki var búið að drepa leikinn.
Aldridge gerði það að sérstöku umtalsefni þegar Sadio Mane misnotaði dauðafæri í fyrri hálfleik og brást við með því að fara að hlæja. „Þessi viðbrögð gefa til kynna að honum finnst þetta vandræðalegt og veit ekki hvað hann á að gera. Hann er í lægð núna þó að hann hafi skorað gegn Leeds en viðbrögð hans við að klúðra þessu færi segja mér allt.“
Aldridge segir sóknarlínuna í raun ekki hafa náð sér á strik síðan í 7-0 sigrinum á Crystal Palace í desember. „Sem fyrrverandi sóknarmaður skynja ég að það er engin trú hjá sóknarmönnunum. Það er hræðilegt að sjá það.“
Þar talar hann sérstaklega um Sadio Mane og Roberto Firmino. Þó að Diogo Jota hafi ekki átt sérstakan dag gegn Newcastle geti hann alltaf skapað færi með vinnslu sinni og orku. Á meðan svo sé, eigi hann að eiga fast sæti í byrjunarliðinu. „Horfum svo á Firmino. Hann er vandamál. Hann hefur misst töfra sína algjörlega. Ég hef verið mikill aðdáandi hans en þetta hefur verið svona lengi. Það er augljóst öllum stuðningsmönnum. Jürgen hefur trú á honum og lætur hann spila áfram til að hann geti komið sér upp úr þessari lægð en því lengur sem þetta verður svona, því ólíklegra verður það. Hann er öðruvísi á vellinum, og stundum dregur hann sig inn á miðjuna til að vinna ákveðna vinnu þar, en sá sem spilar í treyju númer 9 á að skora mörk.“
Á þessum nótum veltir Aldridge síðan fyrir sér hvort það sé tími til kominn að hvíla Firmino í nokkra leiki - kannski þurfi hann á því að halda.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan