| Sf. Gutt
Mohamed Salah segir að sér sé alveg um Gullskóna tvo sem hann á. Hann vill gjarnan skipta á þeim og sæti í Meistaradeildinni ef því er að skipta.
,,Alveg 100%. Enginn vafi. Ég myndi skipta á Gullskónum tveimur og fjórða sætinu í deildinni þannig að maður gæti spilað í Meistaradeildinni. Það væri í fínu lagi að skipta á þessu!"
Liverpool leikur síðasta leik sinn á leiktíðinni i dag þegar Crystal Palace kemur í heimsókn á Anfield. Mohamed hvetur liðsmenn sína til að enda spartíðina eins vel og hægt er. Egyptinn er svo farinn að horfa til næsta keppnistímabils.
,,Reynum nú að ljúka leiktíðinni eins vel og við getum. Svo getum við farið að hugsa um að vinna Úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili!"
Mohamed gæti náð þriðja Gullskó sínum í dag en hann vann þá tvo fyrri 2018 og 2019. Hann og Harry Kane framherji Tottenham Hotspur eru jafnir með 22 mörk fyrir síðustu umferðina. Alls hefur Mohamed skorað 31 mark í öllum keppnum. En Mohamed er sama um Gullskóna svo framarlega að Liverpool nær sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili.
TIL BAKA
Alveg sama um Gullskóna!
Mohamed Salah segir að sér sé alveg um Gullskóna tvo sem hann á. Hann vill gjarnan skipta á þeim og sæti í Meistaradeildinni ef því er að skipta.
,,Alveg 100%. Enginn vafi. Ég myndi skipta á Gullskónum tveimur og fjórða sætinu í deildinni þannig að maður gæti spilað í Meistaradeildinni. Það væri í fínu lagi að skipta á þessu!"
Liverpool leikur síðasta leik sinn á leiktíðinni i dag þegar Crystal Palace kemur í heimsókn á Anfield. Mohamed hvetur liðsmenn sína til að enda spartíðina eins vel og hægt er. Egyptinn er svo farinn að horfa til næsta keppnistímabils.
,,Reynum nú að ljúka leiktíðinni eins vel og við getum. Svo getum við farið að hugsa um að vinna Úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili!"
Mohamed gæti náð þriðja Gullskó sínum í dag en hann vann þá tvo fyrri 2018 og 2019. Hann og Harry Kane framherji Tottenham Hotspur eru jafnir með 22 mörk fyrir síðustu umferðina. Alls hefur Mohamed skorað 31 mark í öllum keppnum. En Mohamed er sama um Gullskóna svo framarlega að Liverpool nær sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan