| Sf. Gutt
Í dag eru fimm ár liðin frá því Sadio Mané gekk til liðs við Liverpool. Það er ekki spurning að kaupin á honum eru með þeim bestu sem Liverpool hefur gert á seinni árum.
Liverpool borgaði Southampton 30 milljónir sterlingspunda fyrir Sadio og hann samdi við félagið 28. júní 2016. Hann hóf feril sinn hjá Metz í Frakklandi 2011. Eftir eina leiktíð þar fór hann til Red Bull Salzburg og lék þar til 2014 þegar hann gerði samning við Southampton. Hann varð bæði lands- og bikarmeistari með Red Bull á leiktíðinni 2013/14.
Sadio lék strax að sér kveða með Liverpool og skoraði í sínum fyrsta leik þegar Liverpool vann Arsenal á útivelli 3:4. Hann skoraði 13 mörk á sinni fyrstu leiktíð og 20 á þeirri næstu.
Á leiktíðinni 2017/18 varð hann markahæsti leikmaður Senegal í efstu deild á Englandi. Hann hefur bætt það met stórlega síðan. Þau eru nú orðin 95 mörkin sem hann hefur skorað í efstu deild. Sadio skoraði eina mark Liverpool úrslitlaleiknum um Evrópubikarinn þegar Real Madrid hafði betur 3:1 í Kiev.
Á keppnistímabilinu 2018/19, þegar Liverpool varð Evrópumeistari, gerði hann gott betur og skoraði 26 mörk. Þar af voru 22 í deildinni og deildi hann markakóngstitli með Mohamed Salah og Pierre-Emerick Aubameyang. Árið 2019 var Sadio kosinn Knattspyrnumaður ársins í Afríku.
Á leiktíðinni 2019/20 þegar Englandsmeistaratitillinn vannst skoraði hann 22 mörk. Hann var einn besti leikmaður liðsins á þeirri frábæru leiktíð. Sadio skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum um Stórbikar Evrópu 2019 við Chelsea sem Liverpool vann í vítaspyrnukeppni eftir 2:2 jafntefli. Hann lagði svo upp sigurmark Roberto Firmino sem tryggði Liverpool heimsmeistaratign!
Á nýliðinni sparktíð átt hann erfitt uppdráttar og náði aðeins að skora 16 mörk. Hann sagðist sjálfur ekkert hafa skilið í því hversu illa honum gekk og þetta var versta leiktíð hans á ferlinum. Tvö markanna sem hann skoraði komu í lokaumferð deildarinnar þegar Liverpool vann Crystal Palace 2:0. Sá sigur tryggði Liverpool Meistaradeildarsæti.
Alls hefur Sadio skorað 97 mörk fyrir Liverpool og lagt upp 36 í 218 leikjum. Það er ekki nokkur vafi á því að kaupin á Sadio eru með þeim allra bestu sem Liverpool hefur gert á seinni árum.
TIL BAKA
Það var fyrir fimm árum!
Í dag eru fimm ár liðin frá því Sadio Mané gekk til liðs við Liverpool. Það er ekki spurning að kaupin á honum eru með þeim bestu sem Liverpool hefur gert á seinni árum.
Liverpool borgaði Southampton 30 milljónir sterlingspunda fyrir Sadio og hann samdi við félagið 28. júní 2016. Hann hóf feril sinn hjá Metz í Frakklandi 2011. Eftir eina leiktíð þar fór hann til Red Bull Salzburg og lék þar til 2014 þegar hann gerði samning við Southampton. Hann varð bæði lands- og bikarmeistari með Red Bull á leiktíðinni 2013/14.
Sadio lék strax að sér kveða með Liverpool og skoraði í sínum fyrsta leik þegar Liverpool vann Arsenal á útivelli 3:4. Hann skoraði 13 mörk á sinni fyrstu leiktíð og 20 á þeirri næstu.
Á leiktíðinni 2017/18 varð hann markahæsti leikmaður Senegal í efstu deild á Englandi. Hann hefur bætt það met stórlega síðan. Þau eru nú orðin 95 mörkin sem hann hefur skorað í efstu deild. Sadio skoraði eina mark Liverpool úrslitlaleiknum um Evrópubikarinn þegar Real Madrid hafði betur 3:1 í Kiev.
Á keppnistímabilinu 2018/19, þegar Liverpool varð Evrópumeistari, gerði hann gott betur og skoraði 26 mörk. Þar af voru 22 í deildinni og deildi hann markakóngstitli með Mohamed Salah og Pierre-Emerick Aubameyang. Árið 2019 var Sadio kosinn Knattspyrnumaður ársins í Afríku.
Á leiktíðinni 2019/20 þegar Englandsmeistaratitillinn vannst skoraði hann 22 mörk. Hann var einn besti leikmaður liðsins á þeirri frábæru leiktíð. Sadio skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum um Stórbikar Evrópu 2019 við Chelsea sem Liverpool vann í vítaspyrnukeppni eftir 2:2 jafntefli. Hann lagði svo upp sigurmark Roberto Firmino sem tryggði Liverpool heimsmeistaratign!
Á nýliðinni sparktíð átt hann erfitt uppdráttar og náði aðeins að skora 16 mörk. Hann sagðist sjálfur ekkert hafa skilið í því hversu illa honum gekk og þetta var versta leiktíð hans á ferlinum. Tvö markanna sem hann skoraði komu í lokaumferð deildarinnar þegar Liverpool vann Crystal Palace 2:0. Sá sigur tryggði Liverpool Meistaradeildarsæti.
Alls hefur Sadio skorað 97 mörk fyrir Liverpool og lagt upp 36 í 218 leikjum. Það er ekki nokkur vafi á því að kaupin á Sadio eru með þeim allra bestu sem Liverpool hefur gert á seinni árum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan