| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Nýr samningur við Fabinho
Brasilíumaðurinn Fabinho hefur skrifað undir nýjan langtíma samning við félagið.
Fabinho sneri til baka úr sumarfríi á sunnudaginn var og var greinilega ekkert verið að hika við að klára samningamálin. ,,Ég er virkilega ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið. Síðan að viðræður hófust var ég mjög jákvæður því ég vil auðvitað vera hér áfram og spila fyrir Liverpool. Núna er það opinbert og ég er glaður."
,,Síðustu þrjú tímabil hér hafa verið mjög ánægjuleg. Ég hef lært mikið af stjóranum, starfsliðinu og liðsfélögunum líka. Við höfum unnið bikara saman og ég held að hér sé best að vera, þetta er besti staðurinn til að halda áfram að vaxa og læra. Vonandi getum við svo unnið meira í framtíðinni."
Fabinho kom til Liverpool sumarið 2018 frá Mónakó í Frakklandi og eftir smá aðlögunartíma hefur hann fest sig í sessi sem einn mikilvægasti leikmaður liðsins, akkerið á miðjunni. Til þessa hefur hann spilað 122 leiki og skorað þrjú mörk.
Hann bætir við: ,,Stjórinn og þjálfarateymið pressar á okkur því þeir vita hvað við getum og gæðin sem við búum yfir. Persónulega vil ég verða betri fyrir liðið, vera mikilvægur leikmaður og leiðtogi. Ég vil halda áfram að læra af strákunum og þjálfurunum og bæta mig meir og meir. Við vitum að með þennan leikmannahóp getum við farið langt í öllum keppnum. Á síðasta tímabili unnum við ekki bikar og ég held því að allir séu hungraðir í að vinna meira, til að gleðja stuðningsmennina. Vonandi tekst það á þessu tímabili."
Fabinho sneri til baka úr sumarfríi á sunnudaginn var og var greinilega ekkert verið að hika við að klára samningamálin. ,,Ég er virkilega ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið. Síðan að viðræður hófust var ég mjög jákvæður því ég vil auðvitað vera hér áfram og spila fyrir Liverpool. Núna er það opinbert og ég er glaður."
,,Síðustu þrjú tímabil hér hafa verið mjög ánægjuleg. Ég hef lært mikið af stjóranum, starfsliðinu og liðsfélögunum líka. Við höfum unnið bikara saman og ég held að hér sé best að vera, þetta er besti staðurinn til að halda áfram að vaxa og læra. Vonandi getum við svo unnið meira í framtíðinni."
Fabinho kom til Liverpool sumarið 2018 frá Mónakó í Frakklandi og eftir smá aðlögunartíma hefur hann fest sig í sessi sem einn mikilvægasti leikmaður liðsins, akkerið á miðjunni. Til þessa hefur hann spilað 122 leiki og skorað þrjú mörk.
Hann bætir við: ,,Stjórinn og þjálfarateymið pressar á okkur því þeir vita hvað við getum og gæðin sem við búum yfir. Persónulega vil ég verða betri fyrir liðið, vera mikilvægur leikmaður og leiðtogi. Ég vil halda áfram að læra af strákunum og þjálfurunum og bæta mig meir og meir. Við vitum að með þennan leikmannahóp getum við farið langt í öllum keppnum. Á síðasta tímabili unnum við ekki bikar og ég held því að allir séu hungraðir í að vinna meira, til að gleðja stuðningsmennina. Vonandi tekst það á þessu tímabili."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan