| Grétar Magnússon
TIL BAKA
2-0 sigur
Liverpool mætti Burnley í fyrsta heimaleik tímabilsins og góður 2-0 sigur vannst. Bakverðirnir lögðu upp sitthvort markið og Sadio Mané komst á blað.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar á liðinu frá Norwich leiknum. Inn komu Jordan Henderson og Harvey Elliott í stað James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain. Það kom skemmtilega á óvart að Andy Robertson var á bekknum og Thiago settist þar einnig eftir að hafa misst af fyrsta leik tímabilsins.
Fyrir leik var klappað í mínútu til að minnast Andrew Devine, 97. fórnarlambi Hillsborough slyssins og Kop stúkan birti fallega mósaík mynd með tölunni 97. Stemmningin var að sjálfsögðu góð á uppseldum Anfield. Margir bjuggust við stórsókn heimamanna frá fyrsta flauti en leikurinn fór frekar rólega af stað þannig séð. Burnley áttu fyrsta færið þegar sending kom innfyrir og Chris Wood barðist um boltann. Hann náði að leggja hann út á Dwight McNeil sem skaut að marki, Alisson kom engum vörnum við en Trent Alexander-Arnold virtist koma lítillega við boltann á marklínunni og hann hafnaði svo í stönginni. Örskömmu síðar kom svo í ljós að Wood var upphaflega rangstæður. Á 18. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Burnley voru í sókn og vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar McNeil féll við í teignum á milli tveggja varnarmanna en réttilega var ekkert dæmt. Jordan Henderson skipti yfir til vinstri á Kostas Tsimikas sem framlengdi á Naby Keita úti vinstra megin. Keita lagði boltann aftur á Grikkjann sem fékk óáreittur að senda fyrir markið þar sem Diogo Jota skallaði boltann snyrtilega í netið. Vel útfærð sókn og fallegu marki að sjálfsögðu vel fagnað !
Á 26. mínútu skoraði Salah svo mark eftir sendingu frá Elliott en því miður var sá fyrrnefndi rangstæður og markið dæmt af. Burnley menn minntu á sig hinumegin þegar McNeil þrumaði að marki en Alisson varði vel. Undir lok hálfleiksins átti Alexander-Arnold svo frábæra sendingu innfyrir þar sem Mané tók boltann viðstöðulaust en skotið fór því miður yfir markið. Staðan í hálfleik 1-0.
Annað mark var dæmt af vegna rangstöðu snemma í seinni hálfleik og nú voru það gestirnir sem voru rangstæðir. Ashley Barnes þrumaði í netið af markteig en ekki þurfti að teikna neinar línur til að sjá að hann var kolrangstæður. Burnley menn voru duglegir að henda sér fyrir skottilraunir Liverpool manna og komst Salah nálægt því að skora eftir smá klafs í teignum en McNeil kastaði sér fyrir boltann og bjargaði marki. Einhverjir fóru kannski að hugsa þarna hveru tæp 1-0 forysta er og næsta mark heimamanna virtist ætla að láta á sér standa. Þeim hugsunum var þó kastað burt á 69. mínútu eftir aðra frábæra sókn. Virgil van Dijk sendi háan bolta út til hægri þar sem Elliott var. Hann sendi til Alexander-Arnold sem ýtti boltanum inná teiginn þar sem Mané var mættur og þrumaði boltanum í markið viðstöðulaust. Frábært mark og þarna sáum við hversu mikið við höfum saknað frábærra sendinga frá van Dijk fram völlinn. Bæði lið fengu færi eftir þetta, gestirnir héldu áfram að bjarga nánast á marklínu og hinumegin gerði Alisson mjög vel þegar Barnes var kominn í gegn. Lokatölur 2-0 og flottum sigri að sjálfsögðu vel fagnað.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Tsimikas (Gomez, 90+2 mín.), Elliott, Henderson, Keita (Thiago, 81. mín.), Salah, Jota (Firmino, 81. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Konaté, Robertson, Jones, Minamino.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (18. mín.) og Sadio Mané (69. mín.).
Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Guðmundsson (Pieters, 79. mín.), Brownhill, Cork, McNeil, Wood (Rodriguez, 75. mín.), Barnes. Ónotaðir varamenn: Hennessey, Collins, Norris, Bardsley, Thomas, Richardson, Dodgson.
Áhorfendur á Anfield: 52.591.
Maður leiksins: Allt liðið spilaði vel en nafnbótina hlýtur Kostas Tsimikas fyrir að hafa lagt upp sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann hefur komið vel inní liðið í fjarveru Robertson og það er alltsaman mjög gott mál.
Jürgen Klopp: ,,Öllum hlakkaði til að mæta á Anfield og ég held að enginn fari héðan vonsvikinn því andrúmsloftið var eitt það besta sem ég hef séð hér í leik sem hefst klukkan 12:30. Leikurinn var góður líka, Burnley eru Burnley og þeir valda liðum vandræðum. Við spiluðum engu að síður vel, skoruðum tvö og hefðum getað skorað fleiri."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Diogo Jota skoraði fyrsta mark leiksins líkt og gegn Norwich og hefur nú skorað 11 mörk í 21 deildarleik fyrir félagið.
- Mané hefur nú skorað 50 mörk á heimavelli fyrir Liverpool og er fimmti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná þeim áfanga.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar á liðinu frá Norwich leiknum. Inn komu Jordan Henderson og Harvey Elliott í stað James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain. Það kom skemmtilega á óvart að Andy Robertson var á bekknum og Thiago settist þar einnig eftir að hafa misst af fyrsta leik tímabilsins.
Fyrir leik var klappað í mínútu til að minnast Andrew Devine, 97. fórnarlambi Hillsborough slyssins og Kop stúkan birti fallega mósaík mynd með tölunni 97. Stemmningin var að sjálfsögðu góð á uppseldum Anfield. Margir bjuggust við stórsókn heimamanna frá fyrsta flauti en leikurinn fór frekar rólega af stað þannig séð. Burnley áttu fyrsta færið þegar sending kom innfyrir og Chris Wood barðist um boltann. Hann náði að leggja hann út á Dwight McNeil sem skaut að marki, Alisson kom engum vörnum við en Trent Alexander-Arnold virtist koma lítillega við boltann á marklínunni og hann hafnaði svo í stönginni. Örskömmu síðar kom svo í ljós að Wood var upphaflega rangstæður. Á 18. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Burnley voru í sókn og vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar McNeil féll við í teignum á milli tveggja varnarmanna en réttilega var ekkert dæmt. Jordan Henderson skipti yfir til vinstri á Kostas Tsimikas sem framlengdi á Naby Keita úti vinstra megin. Keita lagði boltann aftur á Grikkjann sem fékk óáreittur að senda fyrir markið þar sem Diogo Jota skallaði boltann snyrtilega í netið. Vel útfærð sókn og fallegu marki að sjálfsögðu vel fagnað !
Á 26. mínútu skoraði Salah svo mark eftir sendingu frá Elliott en því miður var sá fyrrnefndi rangstæður og markið dæmt af. Burnley menn minntu á sig hinumegin þegar McNeil þrumaði að marki en Alisson varði vel. Undir lok hálfleiksins átti Alexander-Arnold svo frábæra sendingu innfyrir þar sem Mané tók boltann viðstöðulaust en skotið fór því miður yfir markið. Staðan í hálfleik 1-0.
Annað mark var dæmt af vegna rangstöðu snemma í seinni hálfleik og nú voru það gestirnir sem voru rangstæðir. Ashley Barnes þrumaði í netið af markteig en ekki þurfti að teikna neinar línur til að sjá að hann var kolrangstæður. Burnley menn voru duglegir að henda sér fyrir skottilraunir Liverpool manna og komst Salah nálægt því að skora eftir smá klafs í teignum en McNeil kastaði sér fyrir boltann og bjargaði marki. Einhverjir fóru kannski að hugsa þarna hveru tæp 1-0 forysta er og næsta mark heimamanna virtist ætla að láta á sér standa. Þeim hugsunum var þó kastað burt á 69. mínútu eftir aðra frábæra sókn. Virgil van Dijk sendi háan bolta út til hægri þar sem Elliott var. Hann sendi til Alexander-Arnold sem ýtti boltanum inná teiginn þar sem Mané var mættur og þrumaði boltanum í markið viðstöðulaust. Frábært mark og þarna sáum við hversu mikið við höfum saknað frábærra sendinga frá van Dijk fram völlinn. Bæði lið fengu færi eftir þetta, gestirnir héldu áfram að bjarga nánast á marklínu og hinumegin gerði Alisson mjög vel þegar Barnes var kominn í gegn. Lokatölur 2-0 og flottum sigri að sjálfsögðu vel fagnað.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Tsimikas (Gomez, 90+2 mín.), Elliott, Henderson, Keita (Thiago, 81. mín.), Salah, Jota (Firmino, 81. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Konaté, Robertson, Jones, Minamino.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (18. mín.) og Sadio Mané (69. mín.).
Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Guðmundsson (Pieters, 79. mín.), Brownhill, Cork, McNeil, Wood (Rodriguez, 75. mín.), Barnes. Ónotaðir varamenn: Hennessey, Collins, Norris, Bardsley, Thomas, Richardson, Dodgson.
Áhorfendur á Anfield: 52.591.
Maður leiksins: Allt liðið spilaði vel en nafnbótina hlýtur Kostas Tsimikas fyrir að hafa lagt upp sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann hefur komið vel inní liðið í fjarveru Robertson og það er alltsaman mjög gott mál.
Jürgen Klopp: ,,Öllum hlakkaði til að mæta á Anfield og ég held að enginn fari héðan vonsvikinn því andrúmsloftið var eitt það besta sem ég hef séð hér í leik sem hefst klukkan 12:30. Leikurinn var góður líka, Burnley eru Burnley og þeir valda liðum vandræðum. Við spiluðum engu að síður vel, skoruðum tvö og hefðum getað skorað fleiri."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Diogo Jota skoraði fyrsta mark leiksins líkt og gegn Norwich og hefur nú skorað 11 mörk í 21 deildarleik fyrir félagið.
- Mané hefur nú skorað 50 mörk á heimavelli fyrir Liverpool og er fimmti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná þeim áfanga.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan