| Grétar Magnússon
Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri hefur verið seldur til franska félagsins Lyon. Kaupverðið er talið vera um 9,5 milljónir punda.
Hann var keyptur sumarið 2018 frá Stoke City og var ekki lengi að skrifa sig í hjörtu stuðningsmanna þegar hann skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á Manchester United á Anfield í desember mánuði sama ár. Hann tók þátt í 30 leikjum á sínu fyrsta tímabili þar sem okkar menn háðu harða baráttu við Manchester City um titilinn en þurftu að sætta sig við annað sætið. Meistaradeildin vannst þó eftirminnilega og var Shaqiri í byrjunarliðinu gegn Barcelona í undanúrslitum í 4-0 sigri þar sem hann lagði upp mark. Hann var svo ónotaður varamaður í úrslitaleiknum.
Tímabilið þar á eftir var hann mikið meiddur en átti þó sinn þátt í því að félagið tryggði sér sigur í Heimsmeistarakeppni félagsliða, alls urðu leikirnir 11 þegar Liverpool vann loksins ensku deildina á ný og eitt mark var lagt í púkkið.
Á síðasta tímabili urðu leikirnir 22 í öllum keppnum og eina markið kom beint úr aukaspyrnu í Deildarbikarnum. Hann kom sterkur inn á í nokkrum leikjum á lokakafla leiktíðarinnar. Í sumar lék hann stórt hlutverk í liði Sviss sem komst vel áleiðis í Evrópukeppni landsliða.
Xherdan Shaqiri kveður því félagið eftir sigur í Meistaradeild, ensku deildinni, Heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Hann spilaði 63 leiki með Liverpool og skoraði átta mörk. Að auki lagði hann upp níu mörk.
Við óskum Xherdan svo sannarlega góðs gengis með Lyon í Frakklandi.
TIL BAKA
Shaqiri seldur
Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri hefur verið seldur til franska félagsins Lyon. Kaupverðið er talið vera um 9,5 milljónir punda.
Hann var keyptur sumarið 2018 frá Stoke City og var ekki lengi að skrifa sig í hjörtu stuðningsmanna þegar hann skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á Manchester United á Anfield í desember mánuði sama ár. Hann tók þátt í 30 leikjum á sínu fyrsta tímabili þar sem okkar menn háðu harða baráttu við Manchester City um titilinn en þurftu að sætta sig við annað sætið. Meistaradeildin vannst þó eftirminnilega og var Shaqiri í byrjunarliðinu gegn Barcelona í undanúrslitum í 4-0 sigri þar sem hann lagði upp mark. Hann var svo ónotaður varamaður í úrslitaleiknum.
Tímabilið þar á eftir var hann mikið meiddur en átti þó sinn þátt í því að félagið tryggði sér sigur í Heimsmeistarakeppni félagsliða, alls urðu leikirnir 11 þegar Liverpool vann loksins ensku deildina á ný og eitt mark var lagt í púkkið.
Á síðasta tímabili urðu leikirnir 22 í öllum keppnum og eina markið kom beint úr aukaspyrnu í Deildarbikarnum. Hann kom sterkur inn á í nokkrum leikjum á lokakafla leiktíðarinnar. Í sumar lék hann stórt hlutverk í liði Sviss sem komst vel áleiðis í Evrópukeppni landsliða.
Xherdan Shaqiri kveður því félagið eftir sigur í Meistaradeild, ensku deildinni, Heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Hann spilaði 63 leiki með Liverpool og skoraði átta mörk. Að auki lagði hann upp níu mörk.
Við óskum Xherdan svo sannarlega góðs gengis með Lyon í Frakklandi.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan