| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Robertson með nýjan samning
Áfram halda lykilmenn að framlengja samning sínum við félagið og sá nýjasti í röðinni er Andy Robertson.
Vinstri bakvörðurinn skrifaði undir langtíma samning við Liverpool í dag og var augljóslega mjög ánægður með stöðu mála.
,,Þegar samningaviðræður hófust og allt leit út fyrir að tími minn hér yrði lengri en fyrri samningur sagði til um, þá held ég að það sé ekkert leyndarmál að ég er ánægður hjá Liverpool. Hér vil ég vera sem lengst og þetta er því ánægjuleg stund fyrir mig og fjölskyldu mína. Við höfum sest hér að, elskum allt sem tengist félaginu og borginni og ég horfi glaður til framtíðar."
Robertson var keyptur sumarið 2017 frá Hull City og eftir rólega byrjun þar sem hann var yfirleitt ekki í byrjunarliði hefur hann heldur betur fest sig í sessi sem lykilmaður í liðinu. Titlarnir hafa auðvitað ekki látið sig vanta síðan þá og okkur leiðist ekki að telja þá upp: enska úrvalsdeildin, Meistaradeild, Heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar Evrópu.
Hann hefur til þessa spilað 177 leiki í öllum keppnum og skorað fimm mörk. Í september 2018 var hann svo gerður að fyrirliða skoska landsliðsins.
,,Þegar maður skrifar undir hjá stóru félagi, ég man þann dag þegar ég skrifaði undir minn fyrsta samning hér, þá hefur maður vonir og væntingar um að vera lykilmaður í liðinu, vinna titla og svoleiðis en gengið hingað til hefur verið stórkostlegt. Síðan ég hóf ferilinn hef ég ávallt horft fram á við, það sem hefur gerst er í fortíðinni og ég get vonandi rætt þá sigra sem við höfum áorkað hér við fólk þegar ég hef lagt skóna á hilluna."
,,Ég veit að fullt af fólki á æfingasvæðinu hér er fólk sem vill horfa til framtíðar og skrifa nýja kafla í söguna, fleiri sögur. Vonandi verður fólk bara þreytt á mér í framtíðinni talandi um sigrana klukkutímum saman ! Við erum að vinna í fleiri svona sögum og getum vonandi skrifað meir á þessu tímabili. Við viljum áorka meiru, viljum skila hingað inn fleiri bikurum og gleði í félagið."
,,Eina leiðin til að gera það er að leggja hart að sér og gera það sem gert hefur verið hér frá upphafi."
Vinstri bakvörðurinn skrifaði undir langtíma samning við Liverpool í dag og var augljóslega mjög ánægður með stöðu mála.
,,Þegar samningaviðræður hófust og allt leit út fyrir að tími minn hér yrði lengri en fyrri samningur sagði til um, þá held ég að það sé ekkert leyndarmál að ég er ánægður hjá Liverpool. Hér vil ég vera sem lengst og þetta er því ánægjuleg stund fyrir mig og fjölskyldu mína. Við höfum sest hér að, elskum allt sem tengist félaginu og borginni og ég horfi glaður til framtíðar."
Robertson var keyptur sumarið 2017 frá Hull City og eftir rólega byrjun þar sem hann var yfirleitt ekki í byrjunarliði hefur hann heldur betur fest sig í sessi sem lykilmaður í liðinu. Titlarnir hafa auðvitað ekki látið sig vanta síðan þá og okkur leiðist ekki að telja þá upp: enska úrvalsdeildin, Meistaradeild, Heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar Evrópu.
Hann hefur til þessa spilað 177 leiki í öllum keppnum og skorað fimm mörk. Í september 2018 var hann svo gerður að fyrirliða skoska landsliðsins.
,,Þegar maður skrifar undir hjá stóru félagi, ég man þann dag þegar ég skrifaði undir minn fyrsta samning hér, þá hefur maður vonir og væntingar um að vera lykilmaður í liðinu, vinna titla og svoleiðis en gengið hingað til hefur verið stórkostlegt. Síðan ég hóf ferilinn hef ég ávallt horft fram á við, það sem hefur gerst er í fortíðinni og ég get vonandi rætt þá sigra sem við höfum áorkað hér við fólk þegar ég hef lagt skóna á hilluna."
,,Ég veit að fullt af fólki á æfingasvæðinu hér er fólk sem vill horfa til framtíðar og skrifa nýja kafla í söguna, fleiri sögur. Vonandi verður fólk bara þreytt á mér í framtíðinni talandi um sigrana klukkutímum saman ! Við erum að vinna í fleiri svona sögum og getum vonandi skrifað meir á þessu tímabili. Við viljum áorka meiru, viljum skila hingað inn fleiri bikurum og gleði í félagið."
,,Eina leiðin til að gera það er að leggja hart að sér og gera það sem gert hefur verið hér frá upphafi."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan