| Sf. Gutt
Neco Williams lék um helgina sinn fyrsta leik á Anfield eftir að hann fór frá Liverpool. Hann var búinn að vera hjá Liverpool frá því hann var strákur. Þó svo að hann næði ekki að festa sig alveg í sessi og sé nú kominn í annað lið náði hann að verða Englandsmeistari með liðinu sem hann ólst upp hjá. Hann segir það hafa verið ótrúlega tilfinningu að uppskera með því að spila sinn fyrsta leik á þeirri eftirminnilegu leiktíð.
„Ég hef verið hjá Liverpool frá því ég var sex eða sjö ára. Ég náði að komast í gegnum alla aldursflokka félagsins. Ég hélt alltaf áfram að berjast fyrir sæti mínu og gafst aldrei upp. Þess vegna var það ótrúleg tilfinning að spila minn fyrsta leik leik fyrir hönd félagsins og sérstaklega á þessu keppnistímabili.“
Neco Williams spilaði 11 leiki á leiktíðinni 2019/20 og þar af sex í deildinni. Hann fékk því gullmedalíu fyrir að verða Englandsmeistari. Það má því segja að hann hafi uppskorið eins og hann sáði til sem strákur. Það þarf mikla staðfestu til að komast í gegnum alla aldursflokka hjá stórliði eins og Liverpool. Neco spilaði 33 leiki með aðalliði Liverpool.
Neco varð unglingabikarmeistari með Liverpool 2018/19. Árið 2019 var hann í liðshópi Liverpool sem vann Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann var í láni hjá Fulham hluta af síðustu leiktíð og var í liði félagsins sem vann sigur í næst efstu deild. Hann er nú fastamaður hjá Nottingham Forest. Neco skoraði fyrir Nottingham Forest um helgina en sem betur fer setti það mark ekki strik í reikning Liverpool!
Neco hefur verið fastamaður í landsliði Wales síðustu árin. Hann lék með liðinu á HM í Katar.
TIL BAKA
Þeir uppskera sem sá!
Neco Williams lék um helgina sinn fyrsta leik á Anfield eftir að hann fór frá Liverpool. Hann var búinn að vera hjá Liverpool frá því hann var strákur. Þó svo að hann næði ekki að festa sig alveg í sessi og sé nú kominn í annað lið náði hann að verða Englandsmeistari með liðinu sem hann ólst upp hjá. Hann segir það hafa verið ótrúlega tilfinningu að uppskera með því að spila sinn fyrsta leik á þeirri eftirminnilegu leiktíð.
„Ég hef verið hjá Liverpool frá því ég var sex eða sjö ára. Ég náði að komast í gegnum alla aldursflokka félagsins. Ég hélt alltaf áfram að berjast fyrir sæti mínu og gafst aldrei upp. Þess vegna var það ótrúleg tilfinning að spila minn fyrsta leik leik fyrir hönd félagsins og sérstaklega á þessu keppnistímabili.“
Neco Williams spilaði 11 leiki á leiktíðinni 2019/20 og þar af sex í deildinni. Hann fékk því gullmedalíu fyrir að verða Englandsmeistari. Það má því segja að hann hafi uppskorið eins og hann sáði til sem strákur. Það þarf mikla staðfestu til að komast í gegnum alla aldursflokka hjá stórliði eins og Liverpool. Neco spilaði 33 leiki með aðalliði Liverpool.
Neco varð unglingabikarmeistari með Liverpool 2018/19. Árið 2019 var hann í liðshópi Liverpool sem vann Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann var í láni hjá Fulham hluta af síðustu leiktíð og var í liði félagsins sem vann sigur í næst efstu deild. Hann er nú fastamaður hjá Nottingham Forest. Neco skoraði fyrir Nottingham Forest um helgina en sem betur fer setti það mark ekki strik í reikning Liverpool!
Neco hefur verið fastamaður í landsliði Wales síðustu árin. Hann lék með liðinu á HM í Katar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan