| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Öruggur sigur
Liverpool vann öruggan 0-3 sigur á Leeds en því miður þurftum við að sjá Harvey Elliott meiðast illa í seinni hálfleik. Það skyggði vissulega aðeins á sigurgleðina.
Jürgen Klopp stillti upp sterku liði, vörnin skipuð sömu leikmönnum og vanalega það sem af er tímabils. Á miðjunni voru þeir Thiago, Elliott og Fabinho og fremstu þrír Salah, Mané og Jota. Semsagt tvær breytingar frá síðasta leik þar sem Henderson settist á bekkinn og Firmino var meiddur. Heimamenn í Leeds voru einnig með nánast sitt sterkasta lið og stemmningin var rífandi góð á Elland Road.
Strax á fimmtu mínútu fengu heimamenn úrvals færi. Það byrjaði reyndar þannig að Salah var með boltann úti hægra megin og vildi fá aukaspyrnu sem ekki var dæmd. Raphinha skeiðaði upp kantinn hinumegin í skyndisókn og sendi svo á Rodrigo sem var óvaldaður í teignum. Fast skot hans fór hinsvegar beint á Alisson og hættunni var bægt frá. Jota fékk svo ágætt skotfæri eftir frábæra sendingu innfyrir frá Salah en Portúgalinn var ekki í góðu jafnvægi þegar hann skaut og boltinn fór nánast beint á Meslier í markinu. En á 20. mínútu kom fyrsta markið. Joel Matip af öllum mönnum lék að vítateig heimamanna, hann skiptist á sendingum við Salah og renndi svo boltanum til Alexander-Arnold sem sendi fasta sendingu inná markteig. Þar var Salah mættur og skaut boltanum í netið. Þetta þaggaði nú aðeins í stuðningsmönnum Leeds en stuðningsmenn Liverpool fögnuðu auðvitað innilega.
Færin létu svosem ekki á sér standa það sem eftir lifði hálfleiks. Mark var dæmt af Thiago vegna rangstöðu en það mark var reyndar gullfallegt. Sadio Mané klúðraði dauðafæri fyrir opnu marki en hann var líklega ekki í nógu góðu jafnvægi til að skjóta og boltinn fór hátt yfir markið. Harvey Elliott reyndi sig líka en hafði ekki erindi sem erfiði. Hinumegin átti svo Luke Ayling fínt tækifæri á fjærstöng en hann kom boltanum ekki fyrir sig, tók hann á hnéð og yfir. Þar með var fyrri hálfleikur allur.
Gestirnir voru beittari í upphafi seinni hálfleiks og voru búnir að bæta við marki strax á 50. mínútu. Mané var kominn í góða stöðu í teignum, virtist fá tæklingu á sig sem olli því að skotið var ekki gott, boltinn barst til Salah sem virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum en frábær varnarleikur þýddi að hornspyrna var niðurstaðan. Liverpool menn vildu fá vítaspyrnu fyrir tæklinguna á Mané en hornspyrnan stóð. Virgil van Dijk vann skallaeinvígi í teignum eftir hornið, boltinn barst til Fabinho sem reyndi skot en varnarmaður var fyrir. Hann reyndi þá bara aftur og tókst svona líka vel til, boltinn söng í netinu. Á 63. mínútu var svo atvik sem kæfði leikinn vel niður. Harvey Elliott var í baráttu um boltann við Pascal Struijk og lá eftir. Ekkert var dæmt en af viðbrögðum Salah sem stóð þessu næst mátti sjá að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Læknalið þusti á völlinn og á meðan hlúð var að Elliott lyfti dómarinn rauðu spjaldi. Ekki viljaverk hjá Struijk en hann hefði kannski ekki átt að renna sér í tæklinguna sem olli meiðslum. Eftir þetta virtist leikurinn vera keppni Liverpool manna um að fara illa með góða stöðu í teignum og þar fór Mané fremstur í flokki, af öðrum ólöstuðum. Það fór þó samt svo að hann náði að skora þriðja mark leiksins í uppbótartíma og fagnaði því auðvitað vel. Lokatölur 0-3.
Leeds United: Meslier, Ayling, Llorente (Struijk, 33. mín.), Cooper, Firpo, Philips, Raphinha, Dallas, Rodridgo (Roberts, 45. mín.), Harrison (James, 68. mín.), Bamford. Ónotaðir varamenn: Klaesson, Cresswell, Summerville, Klich, McCarron, Shackleton.
Gul spjöld: Llorente og Firpo.
Rautt spjald: Struijk.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, van Dijk, Matip, Robertson, Fabinho, Elliott (Henderson, 63. mín.), Thiago (Keita, 90+3 mín.), Salah, Jota (Oxlade-Chamberlain, 82. mín.), Mané.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (20. mín.), Fabinho (50. mín.) og Sadio Mané (90+2 mín.).
Gult spjald: Fabinho.
Maður leiksins: Fabinho hlýtur nafnbótina að þessu sinni. Hann var ótrúlega duglegur á miðjunni og kórónaði svo flottan leik með marki.
Jürgen Klopp: ,,Við gerðum vel. Við vörðumst gegn þeim vel og á réttum stöðum. Sóknarmenn þeirra geta komist í góðar stöður ef boltinn berst til þeirra á réttu augnabliki. Okkar hugmynd var að loka á Kalvin Philips sem er mikilvægt. Við áttum fjölmargar skottilraunir, ég heyrði töluna 30 en við hefðum átt að eiga fleiri dauðafæri. En það er ekki vandamál því 0-3 sigur eru frábær úrslit. Við vitum að við getum bætt okkur meir og þurfum að gera það."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah hefur nú skorað 100 mörk í úrvalsdeildinni.
- Salah hefur nú skorað þrjú mörk í deildinni það sem af er.
- Sadio Mané skoraði sitt annað mark í deildinni.
- Fabinho skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
Jürgen Klopp stillti upp sterku liði, vörnin skipuð sömu leikmönnum og vanalega það sem af er tímabils. Á miðjunni voru þeir Thiago, Elliott og Fabinho og fremstu þrír Salah, Mané og Jota. Semsagt tvær breytingar frá síðasta leik þar sem Henderson settist á bekkinn og Firmino var meiddur. Heimamenn í Leeds voru einnig með nánast sitt sterkasta lið og stemmningin var rífandi góð á Elland Road.
Strax á fimmtu mínútu fengu heimamenn úrvals færi. Það byrjaði reyndar þannig að Salah var með boltann úti hægra megin og vildi fá aukaspyrnu sem ekki var dæmd. Raphinha skeiðaði upp kantinn hinumegin í skyndisókn og sendi svo á Rodrigo sem var óvaldaður í teignum. Fast skot hans fór hinsvegar beint á Alisson og hættunni var bægt frá. Jota fékk svo ágætt skotfæri eftir frábæra sendingu innfyrir frá Salah en Portúgalinn var ekki í góðu jafnvægi þegar hann skaut og boltinn fór nánast beint á Meslier í markinu. En á 20. mínútu kom fyrsta markið. Joel Matip af öllum mönnum lék að vítateig heimamanna, hann skiptist á sendingum við Salah og renndi svo boltanum til Alexander-Arnold sem sendi fasta sendingu inná markteig. Þar var Salah mættur og skaut boltanum í netið. Þetta þaggaði nú aðeins í stuðningsmönnum Leeds en stuðningsmenn Liverpool fögnuðu auðvitað innilega.
Færin létu svosem ekki á sér standa það sem eftir lifði hálfleiks. Mark var dæmt af Thiago vegna rangstöðu en það mark var reyndar gullfallegt. Sadio Mané klúðraði dauðafæri fyrir opnu marki en hann var líklega ekki í nógu góðu jafnvægi til að skjóta og boltinn fór hátt yfir markið. Harvey Elliott reyndi sig líka en hafði ekki erindi sem erfiði. Hinumegin átti svo Luke Ayling fínt tækifæri á fjærstöng en hann kom boltanum ekki fyrir sig, tók hann á hnéð og yfir. Þar með var fyrri hálfleikur allur.
Gestirnir voru beittari í upphafi seinni hálfleiks og voru búnir að bæta við marki strax á 50. mínútu. Mané var kominn í góða stöðu í teignum, virtist fá tæklingu á sig sem olli því að skotið var ekki gott, boltinn barst til Salah sem virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum en frábær varnarleikur þýddi að hornspyrna var niðurstaðan. Liverpool menn vildu fá vítaspyrnu fyrir tæklinguna á Mané en hornspyrnan stóð. Virgil van Dijk vann skallaeinvígi í teignum eftir hornið, boltinn barst til Fabinho sem reyndi skot en varnarmaður var fyrir. Hann reyndi þá bara aftur og tókst svona líka vel til, boltinn söng í netinu. Á 63. mínútu var svo atvik sem kæfði leikinn vel niður. Harvey Elliott var í baráttu um boltann við Pascal Struijk og lá eftir. Ekkert var dæmt en af viðbrögðum Salah sem stóð þessu næst mátti sjá að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Læknalið þusti á völlinn og á meðan hlúð var að Elliott lyfti dómarinn rauðu spjaldi. Ekki viljaverk hjá Struijk en hann hefði kannski ekki átt að renna sér í tæklinguna sem olli meiðslum. Eftir þetta virtist leikurinn vera keppni Liverpool manna um að fara illa með góða stöðu í teignum og þar fór Mané fremstur í flokki, af öðrum ólöstuðum. Það fór þó samt svo að hann náði að skora þriðja mark leiksins í uppbótartíma og fagnaði því auðvitað vel. Lokatölur 0-3.
Leeds United: Meslier, Ayling, Llorente (Struijk, 33. mín.), Cooper, Firpo, Philips, Raphinha, Dallas, Rodridgo (Roberts, 45. mín.), Harrison (James, 68. mín.), Bamford. Ónotaðir varamenn: Klaesson, Cresswell, Summerville, Klich, McCarron, Shackleton.
Gul spjöld: Llorente og Firpo.
Rautt spjald: Struijk.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, van Dijk, Matip, Robertson, Fabinho, Elliott (Henderson, 63. mín.), Thiago (Keita, 90+3 mín.), Salah, Jota (Oxlade-Chamberlain, 82. mín.), Mané.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (20. mín.), Fabinho (50. mín.) og Sadio Mané (90+2 mín.).
Gult spjald: Fabinho.
Maður leiksins: Fabinho hlýtur nafnbótina að þessu sinni. Hann var ótrúlega duglegur á miðjunni og kórónaði svo flottan leik með marki.
Jürgen Klopp: ,,Við gerðum vel. Við vörðumst gegn þeim vel og á réttum stöðum. Sóknarmenn þeirra geta komist í góðar stöður ef boltinn berst til þeirra á réttu augnabliki. Okkar hugmynd var að loka á Kalvin Philips sem er mikilvægt. Við áttum fjölmargar skottilraunir, ég heyrði töluna 30 en við hefðum átt að eiga fleiri dauðafæri. En það er ekki vandamál því 0-3 sigur eru frábær úrslit. Við vitum að við getum bætt okkur meir og þurfum að gera það."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah hefur nú skorað 100 mörk í úrvalsdeildinni.
- Salah hefur nú skorað þrjú mörk í deildinni það sem af er.
- Sadio Mané skoraði sitt annað mark í deildinni.
- Fabinho skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan