| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafnt gegn Brentford
Liverpool og Brentford skildu jöfn á Brentford Community Stadium í hörkuleik, lokatölur 3-3.
Fátt kom á óvart í liðsuppstillingu Jürgen Klopp og Curtis Jones var sá sem fékk tækifærið á miðjunni ásamt Henderson og Fabinho. Að öðru leyti var liðið eins og við spáðum fyrir hér á vefnum. Liverpool byrjuðu leikinn vel og á snemma leiks var bjargað á línu frá Mohamed Salah eftir að Jota hafði sent hann einan í gegn. Salah renndi boltanum milli fóta Raya í marki Brentford en varnarmaður renndi sér í boltann á síðustu stundu, leiðinlega vel gert ef þannig má að orði komast. Nokkrum mínútum síðar þurfti Joel Matip svo að bjarga á línu hinumegin þegar Mbeumo kom boltanum framhjá Alisson en hinir löngu leggir Matip forðuðu marki.
Fjörið hélt áfram og það var ljóst að þrátt fyrir að gestirnir væru meira með boltann og kannski líklegri væru heimamenn mjög hættulegir þegar þeir náðu boltanum. Þeir nýttu fast leikatriði til hins ýtrasta á 27. mínútu þegar Canos sendi fyrir markið frá hægri, Toney náði að snerta boltann með hælnum og hann barst á fjærstöngina þar sem Pinnock var fljótari en Fabinho að átta sig og setti boltann í markið. Brentford komið yfir en það var ekki hægt að segja að það hafi verið gegn gangi leiksins, ef litið var á færin fram að því. Það tók hinsvegar gestina ekki nema fjórar mínútur að jafna metin. Jordan Henderson átti þá frábæra sendingu fyrir markið frá hægri og þar skallaði Jota boltann í markið, á milli tveggja varnarturna Brentford, virkilega vel gert. Gestirnir hefðu svo átt að komast yfir áður en flautað var til hálfleiks en Raya varði frábærlega þegar Jota fylgdi á eftir skoti Jones sem small í stönginni. 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri, mjög fjörugur. Gestirnir gerðu sig strax líklega en Raya hélt áfram að vera vel á verði í marki heimamanna. Á 54. mínútu skoraði Salah svo flott mark sem var reyndar dæmt af strax þar sem línuvörðurinn flaggaði rangstöðu. Myndbandsdómgæslan sýndi hinsvegar fram á að Salah var ekki rangstæður og markið stóð. Heimamenn vildu auðvitað ekki gefast upp fyrir sitt litla líf og níu mínútum síðar jöfnuðu þeir metin. Nokkrir leikmenn fjölmenntu á fjærstöng þegar sending kom fyrir frá hægri. Jansson skallaði í slána og Janelt var fyrstur til að átta sig þegar hann skallaði frákastið í markið. Á 67. mínútu kom svo fallegasta mark leiksins þegar Curtis Jones leiddist þófið og þrumaði boltanum í netið fyrir utan teig. Reyndar fór boltinn aðeins í varnarmann á leiðinni í netið en það skipti engu, þetta var jafn glæsilegt mark fyrir það. Jones var skipt útaf stuttu síðar og inná kom Firmino. Það var kannski svolítið skrýtið að sjá sóknarskiptingu á þessum tímapunkti leiksins en hvað um það. Mohamed Salah fór illa með dauðafæri einn gegn Raya og skaut boltanum yfir. Átta mínútum fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn svo metin eftir skrambl í teignum, Wissa kom boltanum yfir Alisson og í netið. Virkilega pirrandi mark að fá á sig en það má alveg hrósa heimamönnum fyrir sinn leik. Í blálokin björguðu Brentford menn svo marki þegar Firmino var nálægt því að skora. Lokatölur 3-3.
Brentford: Raya, Ajer, Jansson, Pinnock (M. Jorgensen, 43. mín.), Canós, Onyeka (Baptiste, 68. mín.), Norgaard (Wissa, 78. mín.), Janelt, Henry, Mbeumo, Toney. Ónotaðir varamenn: Jensen, Forss, Ghoddos, Bidstrup, Roerslev, Fernández.
Mörk Brentford: Pinnock (27. mín.), Janelt (63. mín.), Wissa (82. mín.).
Gult spjald: Onyeka.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Jones (Firmino, 68. mín.), Salah, Jota, Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Gomez, Tsimikas, Milner, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Origi.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (31. mín.), Mohamed Salah (54. mín.) og Curtis Jones (67. mín.).
Gult spjald: Andy Robertson.
Maður leiksins: Það er frekar erfitt að velja einhvern einn eftir þennan leik en Salah fær útnefninguna einfaldlega vegna þess að hann hefur nú skorað 100 mörk fyrir Liverpool í deildinni.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var villtur leikur. Sóknarlega er ég mjög ánægður, ég held að á ákveðnum tíma í leiknum höfum við spilað okkar besta bolta fram til þessa á tímabili. Við sköpuðum okkur færi gegn mjög vel skipulögðu liði. Við áttum hinsvegar í vandræðum með löngu boltana þeirra fram völlinn. Ég var ekki alveg nógu ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn og við fengum á okkur fyrsta markið af því við vorum ekki nógu vel skipulagðir."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 100. deildarmark fyrir Liverpool.
- Hann varð þar með fljótastur í sögu félagsins að skora 100 mörk, nánar tiltekið í 151 deildarleik. Magnað afrek !
- Diogo Jota skoraði sitt þriðja deildarmark á leiktíðinni og Curtis Jones sitt fyrsta.
- Markið hjá Salah var hans fimmta í deildinni.
- Joel Matip spilaði sinn 100. deildarleik fyrir Liverpool.
Fátt kom á óvart í liðsuppstillingu Jürgen Klopp og Curtis Jones var sá sem fékk tækifærið á miðjunni ásamt Henderson og Fabinho. Að öðru leyti var liðið eins og við spáðum fyrir hér á vefnum. Liverpool byrjuðu leikinn vel og á snemma leiks var bjargað á línu frá Mohamed Salah eftir að Jota hafði sent hann einan í gegn. Salah renndi boltanum milli fóta Raya í marki Brentford en varnarmaður renndi sér í boltann á síðustu stundu, leiðinlega vel gert ef þannig má að orði komast. Nokkrum mínútum síðar þurfti Joel Matip svo að bjarga á línu hinumegin þegar Mbeumo kom boltanum framhjá Alisson en hinir löngu leggir Matip forðuðu marki.
Fjörið hélt áfram og það var ljóst að þrátt fyrir að gestirnir væru meira með boltann og kannski líklegri væru heimamenn mjög hættulegir þegar þeir náðu boltanum. Þeir nýttu fast leikatriði til hins ýtrasta á 27. mínútu þegar Canos sendi fyrir markið frá hægri, Toney náði að snerta boltann með hælnum og hann barst á fjærstöngina þar sem Pinnock var fljótari en Fabinho að átta sig og setti boltann í markið. Brentford komið yfir en það var ekki hægt að segja að það hafi verið gegn gangi leiksins, ef litið var á færin fram að því. Það tók hinsvegar gestina ekki nema fjórar mínútur að jafna metin. Jordan Henderson átti þá frábæra sendingu fyrir markið frá hægri og þar skallaði Jota boltann í markið, á milli tveggja varnarturna Brentford, virkilega vel gert. Gestirnir hefðu svo átt að komast yfir áður en flautað var til hálfleiks en Raya varði frábærlega þegar Jota fylgdi á eftir skoti Jones sem small í stönginni. 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri, mjög fjörugur. Gestirnir gerðu sig strax líklega en Raya hélt áfram að vera vel á verði í marki heimamanna. Á 54. mínútu skoraði Salah svo flott mark sem var reyndar dæmt af strax þar sem línuvörðurinn flaggaði rangstöðu. Myndbandsdómgæslan sýndi hinsvegar fram á að Salah var ekki rangstæður og markið stóð. Heimamenn vildu auðvitað ekki gefast upp fyrir sitt litla líf og níu mínútum síðar jöfnuðu þeir metin. Nokkrir leikmenn fjölmenntu á fjærstöng þegar sending kom fyrir frá hægri. Jansson skallaði í slána og Janelt var fyrstur til að átta sig þegar hann skallaði frákastið í markið. Á 67. mínútu kom svo fallegasta mark leiksins þegar Curtis Jones leiddist þófið og þrumaði boltanum í netið fyrir utan teig. Reyndar fór boltinn aðeins í varnarmann á leiðinni í netið en það skipti engu, þetta var jafn glæsilegt mark fyrir það. Jones var skipt útaf stuttu síðar og inná kom Firmino. Það var kannski svolítið skrýtið að sjá sóknarskiptingu á þessum tímapunkti leiksins en hvað um það. Mohamed Salah fór illa með dauðafæri einn gegn Raya og skaut boltanum yfir. Átta mínútum fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn svo metin eftir skrambl í teignum, Wissa kom boltanum yfir Alisson og í netið. Virkilega pirrandi mark að fá á sig en það má alveg hrósa heimamönnum fyrir sinn leik. Í blálokin björguðu Brentford menn svo marki þegar Firmino var nálægt því að skora. Lokatölur 3-3.
Brentford: Raya, Ajer, Jansson, Pinnock (M. Jorgensen, 43. mín.), Canós, Onyeka (Baptiste, 68. mín.), Norgaard (Wissa, 78. mín.), Janelt, Henry, Mbeumo, Toney. Ónotaðir varamenn: Jensen, Forss, Ghoddos, Bidstrup, Roerslev, Fernández.
Mörk Brentford: Pinnock (27. mín.), Janelt (63. mín.), Wissa (82. mín.).
Gult spjald: Onyeka.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Jones (Firmino, 68. mín.), Salah, Jota, Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Gomez, Tsimikas, Milner, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Origi.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (31. mín.), Mohamed Salah (54. mín.) og Curtis Jones (67. mín.).
Gult spjald: Andy Robertson.
Maður leiksins: Það er frekar erfitt að velja einhvern einn eftir þennan leik en Salah fær útnefninguna einfaldlega vegna þess að hann hefur nú skorað 100 mörk fyrir Liverpool í deildinni.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var villtur leikur. Sóknarlega er ég mjög ánægður, ég held að á ákveðnum tíma í leiknum höfum við spilað okkar besta bolta fram til þessa á tímabili. Við sköpuðum okkur færi gegn mjög vel skipulögðu liði. Við áttum hinsvegar í vandræðum með löngu boltana þeirra fram völlinn. Ég var ekki alveg nógu ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn og við fengum á okkur fyrsta markið af því við vorum ekki nógu vel skipulagðir."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 100. deildarmark fyrir Liverpool.
- Hann varð þar með fljótastur í sögu félagsins að skora 100 mörk, nánar tiltekið í 151 deildarleik. Magnað afrek !
- Diogo Jota skoraði sitt þriðja deildarmark á leiktíðinni og Curtis Jones sitt fyrsta.
- Markið hjá Salah var hans fimmta í deildinni.
- Joel Matip spilaði sinn 100. deildarleik fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan