| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Stórsigur í Porto
Drekavellir halda áfram að vera mjög góður útivöllur fyrir Liverpool þegar liðið styrkti stöðu sína í B-riðli Meistaradeildar. Lokatölur 1-5.
Þegar byrjunarliðið var tilkynnt var kannski ekki margt sem kom á óvart, þó kannski hafi margir sett spurningamerki við hversu sterkt það var svona með leik helgarinnar í huga. Eina breytingu þurfti að gera þar sem Alexander-Arnold var ekki tiltækur og James Milner tók stöðu hans. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá leiknum gegn Brentford um helgina. Meistaradeildin er ekki síður mikilvæg keppni og það er því vel skiljanlegt að Klopp hafi ekki viljað breyta of miklu fyrir fyrsta útileikinn. Heimamenn í Porto þurftu svo að gera eina breytingu rétt fyrir leik þegar í ljós kom að varnarmaðurinn Pepe var ekki klár í slaginn. Upphaflega var hann skráður í byrjunarliðið en það gekk ekki upp.
Það er hægt að gera langa sögu stutta og taka það fram strax að leikurinn var eign gestanna frá fyrstu mínútu. Liðið spilaði frábærlega allan leikinn og heimamenn náðu varla til boltans. Fyrsta markið kom á 18. mínútu þegar Curtis Jones átti flott skot vinstra megin í teignum sem markvörður Porto varði beint út í teiginn. Þar var Salah fyrstur til að átta sig og snerti boltann sem rúllaði rólega í markið. Diogo Jota fékk svo tvö ágæt skotfæri en í því fyrra komst varnarmaður fyrir á síðustu stundu og það seinna var varið.
Rétt fyrir hálfleik bættu gestirnir svo við marki. Flott samspil upp völlinn kom Milner í flotta stöðu hægra megin til að senda fyrir. Fyrirgjöfin var frábær og varnarmenn og markvörður Porto hikuðu, fóru ekki í boltann sem barst á fjærstöngina til Mané sem tók létta snertingu og setti boltann í markið. Staðan í hálfleik 0-2.
Ekki virðist hálfleiksræða þjálfara Porto hafa blásið mönnum baráttuanda í brjóst því Liverpool menn héldu áfram að eiga leikinn með húð og hári. Robertson og Jota gerðu sig líklega en markvörðurinn sá við þeim. Eftir klukkutíma leik varð eitthvað undan að láta. Curtis Jones lék upp að vítateignum nánast óáreittur, hann sá Salah hægra megin við sig, renndi boltanum til hans og Egyptinn kláraði auðvitað færið af sinni alkunnu snilld. Porto menn ákváðu þá að reyna aðeins meira á sig og ekki er ólíklegt að gestirnir hafi aðeins slakað á klónni við þetta. Klopp gerði líka nokkrar skiptingar. Nokkrum mínútum eftir þriðja markið kom Gomez inn fyrir Milner, Firmino inn fyrir Salah og Minamino inn fyrir Mané, skömmu síðar fór Henderson svo útaf fyrir Oxlade-Chamberlain. Porto menn minnkuðu muninn á 74. mínútu með fínu skallamarki frá Taremi sem gaf þeim kannski smá von. Hún var hinsvegar slökkt á 77. mínútu þegar Firmino skoraði skondið mark. Markvörður Porto fór í skógarferð langt úti vinstra megin, Firmino var á undan í boltann og skaut í átt að marki. Markvörðurinn hljóp á eftir og reyndi að slá boltann frá marki en hann hafði farið allur innfyrir línuna og markið var dæmt gott og gilt. Níu mínútum fyrir leikslok skoraði Firmino svo annað mark, Jones átti skot að marki sem fór í varnarmann, Brasilíumaðurinn fékk boltann fyrir fætur sér og þrumaði í netið. Upphaflega var þó flögguð rangstaða en myndbandsdómgæslan tók sér nokkrar mínútur í að skoða atvikið betur og úrskurðaði svo að markið stæði. Lokatölur 1-5 og okkar menn með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Meistaradeild.
Porto: Meireles Costa, JM Corona, Cardoso, Marcano, Sanusi (Wendell, 56. mín.), Otávio (Vieira, 14. mín.), Oliveira (Aquino Cossa, 67. mín.), Uribe (Vitinha, 56. mín.), Díaz, Taremi, Martínez (Grujic, 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Marchesín, Conceição, Manafá Jancó, Neto Lopes, Almeida Costa, de Lima Barbosa, Chipela Gomes.
Mark Porto: Mehdi Taremi (74. mín.).
Liverpool: Alisson, Milner (Gomez, 66. mín.), Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Oxlade-Chamberlain, 73. mín.), Fabinho, Jones, Salah (Firmino, 67. mín.), Jota (Origi, 88. mín.), Mané (Minamino, 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Konaté, Tsimikas, Phillips, N. Williams, Keita.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (18. og 60. mín.), Sadio Mané (45. mín.) og Roberto Firmino (77. og 81. mín.).
Maður leiksins: Allt liðið spilaði frábærlega eins og áður sagði en frammistaða Curtis Jones stóð kannski mest uppúr. Hann átti sinn þátt í flestum mörkum leiksins og var sífellt hættulegur framávið.
Jürgen Klopp: ,,Við áttum kannski eilítið brösuga byrjun enda höfðu Porto menn ábyggilega horft á leik okkar við Brentford. Við áttum í smá erfiðleikum en við breyttum samt ekki miklu því ég vildi að leikmennirnir myndu átta sig á stöðunni og laga hana sjálfir, sem þeir gerðu. Á ákveðnum tímapunkti tókum við leikinn yfir og spiluðum frábærlega. Við notuðum ekki okkar bestu færi til að komast í 0-2 heldur má frekar segja að hálffærin hafi skapað þessa fínu forystu."
Fróðleikur:
- Jordan Henderson spilaði sinn 400. leik fyrir félagið.
- Mohamed Salah hefur nú skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum, átta mörk alls á tímabilinu í jafnmörgum leikjum.
- Sadio Mané skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeild á tímabilinu og sitt fjórða alls.
- Roberto Firmino komst einnig á blað í Meistaradeildinni og hefur nú skorað þrjú mörk alls.
- James Milner lagði upp sitt 13. mark í Meistaradeildinni. Frá byrjun leiktíðarinnar 2017/18 hefur Lionel Messi átt tíu stoðsendingar og Cristiano Ronaldo fimm.
- Liverpool skoraði fimm mörk. Þetta er í þriðja sinn í sögu Liverpool sem liðið skorar þrjú mörk eða fleiri í sex leikjum í röð. Áður gerðist þetta í október 1892 og maí 2009.
- Liverpool eru með sex stig á toppi B-riðils eftir tvo leiki.
Þegar byrjunarliðið var tilkynnt var kannski ekki margt sem kom á óvart, þó kannski hafi margir sett spurningamerki við hversu sterkt það var svona með leik helgarinnar í huga. Eina breytingu þurfti að gera þar sem Alexander-Arnold var ekki tiltækur og James Milner tók stöðu hans. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá leiknum gegn Brentford um helgina. Meistaradeildin er ekki síður mikilvæg keppni og það er því vel skiljanlegt að Klopp hafi ekki viljað breyta of miklu fyrir fyrsta útileikinn. Heimamenn í Porto þurftu svo að gera eina breytingu rétt fyrir leik þegar í ljós kom að varnarmaðurinn Pepe var ekki klár í slaginn. Upphaflega var hann skráður í byrjunarliðið en það gekk ekki upp.
Það er hægt að gera langa sögu stutta og taka það fram strax að leikurinn var eign gestanna frá fyrstu mínútu. Liðið spilaði frábærlega allan leikinn og heimamenn náðu varla til boltans. Fyrsta markið kom á 18. mínútu þegar Curtis Jones átti flott skot vinstra megin í teignum sem markvörður Porto varði beint út í teiginn. Þar var Salah fyrstur til að átta sig og snerti boltann sem rúllaði rólega í markið. Diogo Jota fékk svo tvö ágæt skotfæri en í því fyrra komst varnarmaður fyrir á síðustu stundu og það seinna var varið.
Rétt fyrir hálfleik bættu gestirnir svo við marki. Flott samspil upp völlinn kom Milner í flotta stöðu hægra megin til að senda fyrir. Fyrirgjöfin var frábær og varnarmenn og markvörður Porto hikuðu, fóru ekki í boltann sem barst á fjærstöngina til Mané sem tók létta snertingu og setti boltann í markið. Staðan í hálfleik 0-2.
Ekki virðist hálfleiksræða þjálfara Porto hafa blásið mönnum baráttuanda í brjóst því Liverpool menn héldu áfram að eiga leikinn með húð og hári. Robertson og Jota gerðu sig líklega en markvörðurinn sá við þeim. Eftir klukkutíma leik varð eitthvað undan að láta. Curtis Jones lék upp að vítateignum nánast óáreittur, hann sá Salah hægra megin við sig, renndi boltanum til hans og Egyptinn kláraði auðvitað færið af sinni alkunnu snilld. Porto menn ákváðu þá að reyna aðeins meira á sig og ekki er ólíklegt að gestirnir hafi aðeins slakað á klónni við þetta. Klopp gerði líka nokkrar skiptingar. Nokkrum mínútum eftir þriðja markið kom Gomez inn fyrir Milner, Firmino inn fyrir Salah og Minamino inn fyrir Mané, skömmu síðar fór Henderson svo útaf fyrir Oxlade-Chamberlain. Porto menn minnkuðu muninn á 74. mínútu með fínu skallamarki frá Taremi sem gaf þeim kannski smá von. Hún var hinsvegar slökkt á 77. mínútu þegar Firmino skoraði skondið mark. Markvörður Porto fór í skógarferð langt úti vinstra megin, Firmino var á undan í boltann og skaut í átt að marki. Markvörðurinn hljóp á eftir og reyndi að slá boltann frá marki en hann hafði farið allur innfyrir línuna og markið var dæmt gott og gilt. Níu mínútum fyrir leikslok skoraði Firmino svo annað mark, Jones átti skot að marki sem fór í varnarmann, Brasilíumaðurinn fékk boltann fyrir fætur sér og þrumaði í netið. Upphaflega var þó flögguð rangstaða en myndbandsdómgæslan tók sér nokkrar mínútur í að skoða atvikið betur og úrskurðaði svo að markið stæði. Lokatölur 1-5 og okkar menn með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Meistaradeild.
Porto: Meireles Costa, JM Corona, Cardoso, Marcano, Sanusi (Wendell, 56. mín.), Otávio (Vieira, 14. mín.), Oliveira (Aquino Cossa, 67. mín.), Uribe (Vitinha, 56. mín.), Díaz, Taremi, Martínez (Grujic, 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Marchesín, Conceição, Manafá Jancó, Neto Lopes, Almeida Costa, de Lima Barbosa, Chipela Gomes.
Mark Porto: Mehdi Taremi (74. mín.).
Liverpool: Alisson, Milner (Gomez, 66. mín.), Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Oxlade-Chamberlain, 73. mín.), Fabinho, Jones, Salah (Firmino, 67. mín.), Jota (Origi, 88. mín.), Mané (Minamino, 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Konaté, Tsimikas, Phillips, N. Williams, Keita.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (18. og 60. mín.), Sadio Mané (45. mín.) og Roberto Firmino (77. og 81. mín.).
Maður leiksins: Allt liðið spilaði frábærlega eins og áður sagði en frammistaða Curtis Jones stóð kannski mest uppúr. Hann átti sinn þátt í flestum mörkum leiksins og var sífellt hættulegur framávið.
Jürgen Klopp: ,,Við áttum kannski eilítið brösuga byrjun enda höfðu Porto menn ábyggilega horft á leik okkar við Brentford. Við áttum í smá erfiðleikum en við breyttum samt ekki miklu því ég vildi að leikmennirnir myndu átta sig á stöðunni og laga hana sjálfir, sem þeir gerðu. Á ákveðnum tímapunkti tókum við leikinn yfir og spiluðum frábærlega. Við notuðum ekki okkar bestu færi til að komast í 0-2 heldur má frekar segja að hálffærin hafi skapað þessa fínu forystu."
Fróðleikur:
- Jordan Henderson spilaði sinn 400. leik fyrir félagið.
- Mohamed Salah hefur nú skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum, átta mörk alls á tímabilinu í jafnmörgum leikjum.
- Sadio Mané skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeild á tímabilinu og sitt fjórða alls.
- Roberto Firmino komst einnig á blað í Meistaradeildinni og hefur nú skorað þrjú mörk alls.
- James Milner lagði upp sitt 13. mark í Meistaradeildinni. Frá byrjun leiktíðarinnar 2017/18 hefur Lionel Messi átt tíu stoðsendingar og Cristiano Ronaldo fimm.
- Liverpool skoraði fimm mörk. Þetta er í þriðja sinn í sögu Liverpool sem liðið skorar þrjú mörk eða fleiri í sex leikjum í röð. Áður gerðist þetta í október 1892 og maí 2009.
- Liverpool eru með sex stig á toppi B-riðils eftir tvo leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan