| Sf. Gutt
Roberto Firmino fagnar stórafmæli í dag. Roberto fæddist 2. október 1991 í Maceió í Brasilíu og er því þrítugur. Hermt er að tannlæknir hafi fyrst séð að pilturinn væri efnilegur. Hann æfði fyrst með unglingaliði CRB í fæðingarborg sinni en gekk svo til liðs við Figueirense. Með því liði hóf Roberto atvinnuferil sinn 2009 og lék með liðinu í tvær leiktíðir. Liðið endurheimti sæti sitt í efstu deild seinni leiktíðina.
Roberto gekk til liðs við Hoffenheim í desember 2010. Það tók tíma fyrir hann að finna sig í þýsku knattspyrnunni en á leiktíðinni 2013/14 gekk honum mjög vel og hann skoraði 22 mörk í öllum keppnum. Í deildinni skoraði hann 16 mörk og var fjórði markahæstur. Eftir næstu leiktíð, sumarið 2015, keypti Liverpool hann fyrir 29 milljónir sterlingspunda.
Brendan Rodgers var framkvæmdastjóri Liverpool þegar Roberto var keyptur en Jürgen Klopp tók við liðinu um haustið. Hann þekkti auðvitað vel til Brasilíumannsins úr þýsku knattspyrnunni og var hæstánægður með að hann skyldi vera í röðum Liverpool. Roberto var ekki mjög atkvæðamikill á fyrstu leiktíð sinni á Englandi og skoraði 11 mörk. Einu fleira skoraði hann á þeirri næstu.
Það var svo á keppnistímabilinu 2017/18 sem Roberto sprakk út. Hann lék hreint frábærlega og skoraði 27 mörk. Brasilíumaðurinn raðaði inn mörkum á Evrópuvegeferð Liverpool sem endaði með 3:1 tapi fyrir Real Madrid í Kiev. Í kjölfarið fékk hann Samba gullverðlaunin fyrir að vera bestur Brasilíumanna sem spila í Evrópu.
Keppnistímabilið á eftir vann Liverpool Evrópubikarinn eftir 2:0 sigur á Tottenaham í úrslitaleik í Madríd. Roberto skilaði 16 mörkum. Liverpool vann svo Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða í kjölfarið. Roberto tryggði Liverpool einmitt heimsmeistaratignina með því að skora eina mark leiksins á móti Flamengo í Katar. Roberto skoraði 12 mörk á meistaraleiktíðinni.
Á síðasta keppnistímabili gekk Roberto ekki vel að skora og hann skoraði aðeins níu mörk. En mikilvægi hans felst ekki bara í því að skora mörk. Hann er lykilmaður í leik liðsins. Margir hafa sagt að Liverpool spili alltaf vel þegar Roberto spilar vel og það er mikið til í því. Það segir sína sögu að hann hefur lagt upp 63 mörk auk þess að skora 90 í 298 leikjum.
Roberto hefur leikið 55 landsleiki og skorað 17 mörk fyrir Brasilíu. Hann varð Suður Ameríkumeistari sumarið 2019.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Roberto Firmino til hamingju með stórafmælið!
TIL BAKA
Til hamingju!
Roberto Firmino fagnar stórafmæli í dag. Roberto fæddist 2. október 1991 í Maceió í Brasilíu og er því þrítugur. Hermt er að tannlæknir hafi fyrst séð að pilturinn væri efnilegur. Hann æfði fyrst með unglingaliði CRB í fæðingarborg sinni en gekk svo til liðs við Figueirense. Með því liði hóf Roberto atvinnuferil sinn 2009 og lék með liðinu í tvær leiktíðir. Liðið endurheimti sæti sitt í efstu deild seinni leiktíðina.
Roberto gekk til liðs við Hoffenheim í desember 2010. Það tók tíma fyrir hann að finna sig í þýsku knattspyrnunni en á leiktíðinni 2013/14 gekk honum mjög vel og hann skoraði 22 mörk í öllum keppnum. Í deildinni skoraði hann 16 mörk og var fjórði markahæstur. Eftir næstu leiktíð, sumarið 2015, keypti Liverpool hann fyrir 29 milljónir sterlingspunda.
Brendan Rodgers var framkvæmdastjóri Liverpool þegar Roberto var keyptur en Jürgen Klopp tók við liðinu um haustið. Hann þekkti auðvitað vel til Brasilíumannsins úr þýsku knattspyrnunni og var hæstánægður með að hann skyldi vera í röðum Liverpool. Roberto var ekki mjög atkvæðamikill á fyrstu leiktíð sinni á Englandi og skoraði 11 mörk. Einu fleira skoraði hann á þeirri næstu.
Það var svo á keppnistímabilinu 2017/18 sem Roberto sprakk út. Hann lék hreint frábærlega og skoraði 27 mörk. Brasilíumaðurinn raðaði inn mörkum á Evrópuvegeferð Liverpool sem endaði með 3:1 tapi fyrir Real Madrid í Kiev. Í kjölfarið fékk hann Samba gullverðlaunin fyrir að vera bestur Brasilíumanna sem spila í Evrópu.
Keppnistímabilið á eftir vann Liverpool Evrópubikarinn eftir 2:0 sigur á Tottenaham í úrslitaleik í Madríd. Roberto skilaði 16 mörkum. Liverpool vann svo Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða í kjölfarið. Roberto tryggði Liverpool einmitt heimsmeistaratignina með því að skora eina mark leiksins á móti Flamengo í Katar. Roberto skoraði 12 mörk á meistaraleiktíðinni.
Á síðasta keppnistímabili gekk Roberto ekki vel að skora og hann skoraði aðeins níu mörk. En mikilvægi hans felst ekki bara í því að skora mörk. Hann er lykilmaður í leik liðsins. Margir hafa sagt að Liverpool spili alltaf vel þegar Roberto spilar vel og það er mikið til í því. Það segir sína sögu að hann hefur lagt upp 63 mörk auk þess að skora 90 í 298 leikjum.
Roberto hefur leikið 55 landsleiki og skorað 17 mörk fyrir Brasilíu. Hann varð Suður Ameríkumeistari sumarið 2019.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Roberto Firmino til hamingju með stórafmælið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan