| Sf. Gutt
Andrew Robertson segir að ljótu sigrarnir séu oft þeir bestu. Hann segir að sigurinn á Altetico Madrid þýði að Liverpool sé í lykilstöðu í Meistaradeildinni með fullt hús stiga.
,,Þetta er auðvitað góð byrjun í keppninni en nú ríður á að við klárum verkefnið og tryggjum áframhald með eins marga leiki eftir og mögulegt er. Við gætum komist áfram í næsta leik og það viljum við auðvitað gera. Það er betra að tryggja sig áfram með tvo leiki eftir en einn. Markmiðið er að komast áfram og vonandi að vinna riðilinn en þess ber að geta að þetta er mjög erfiður riðill."
,,Það er frábær byrjun að vera komnir með níu stig og sérstaklega þegar haft er í huga að Atletico tapar sjaldan hérna. Mestu skiptir að við náðum öllum stigunum sem voru í boði. Bestu sigrarnir eru oft þessir ljótu sigrar."
Skoski bakvörðurinn stóð fyrir sínu í leiknum og lagði upp fyrsta mark leiksins sem Mohamed Salah skoraði. Sigurinn var sætur því Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á leiktíðinni 2019/20.
TIL BAKA
Ljótu sigrarnir eru oft þeir bestu!
Andrew Robertson segir að ljótu sigrarnir séu oft þeir bestu. Hann segir að sigurinn á Altetico Madrid þýði að Liverpool sé í lykilstöðu í Meistaradeildinni með fullt hús stiga.
,,Þetta er auðvitað góð byrjun í keppninni en nú ríður á að við klárum verkefnið og tryggjum áframhald með eins marga leiki eftir og mögulegt er. Við gætum komist áfram í næsta leik og það viljum við auðvitað gera. Það er betra að tryggja sig áfram með tvo leiki eftir en einn. Markmiðið er að komast áfram og vonandi að vinna riðilinn en þess ber að geta að þetta er mjög erfiður riðill."
,,Það er frábær byrjun að vera komnir með níu stig og sérstaklega þegar haft er í huga að Atletico tapar sjaldan hérna. Mestu skiptir að við náðum öllum stigunum sem voru í boði. Bestu sigrarnir eru oft þessir ljótu sigrar."
Skoski bakvörðurinn stóð fyrir sínu í leiknum og lagði upp fyrsta mark leiksins sem Mohamed Salah skoraði. Sigurinn var sætur því Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á leiktíðinni 2019/20.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan