| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er loksins heimaleikur á ný á Anfield en í dag, laugardaginn 30. október kemur Brighton í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14:00.
Okkar menn hafa bara leikið á útivelli eftir að síðasta landsleikjahléi lauk og uppskeran úr þeim hefur heldur betur verið góð. Næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti og ekki þýðir að lifa of lengi á góðum úrslitum sem hafa nást hingað til. Við getum samt ekki sleppt því að minnast á að síðasti leikur í deildinni vannst 0-5 á Old Trafford !
Saga meiðsla á tímabilinu til þessa hefur verið á miðjunni og engin undantekning er á því núna. James Milner og Fabinho verða ekki með samkvæmt því sem Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn. Thiago er byrjaður að æfa að fullu á ný en óraunhæft að hann verði með í þessum leik. Betri fréttir eru af Naby Keita, sem var borinn útaf gegn Manchester United en ætti að vera klár í slaginn á ný og Caoimhin Kelleher ætti einnig að geta verið í leikmannahópnum núna eftir veikindi. Sem fyrr er svo Harvey Elliott ennþá á sjúkralistanum. Hjá gestunum í Brighton eru þrír leikmenn frá, Steven Alzate, Dan Burn og Danny Welbeck en Taylor Richards er 50/50 miðað við nýjustu fréttir. Þá hafa þeir Yves Bissouma og Adam Webster snúið til baka eftir meiðsli og verða til taks ásamt Shane Duffy. Það er því ljóst að gestirnir munu geta stillt upp sínu sterkasta liði eða því sem næst.
Ef við reynum að giska á hvernig Klopp muni stilla upp liðinu í þessum leik verður það einhvernveginn svona. Alisson stendur í markinu og bakverðir þeir Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson. Hver verður með Virgil van Dijk í miðverði er kannski erfitt að segja til um en við skjótum á að Ibrahima Konaté verði þar. Á miðjunni verða Jordan Henderson, Curtis Jones og Naby Keita og frammi svo þeir Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané.
Á síðasta tímabili mættust liðin á Anfield þann 3. febrúar. Þá var staðan ekki góð á okkar mönnum og gestirnir sigruðu 0-1 í leik sem var hluti af leiðinlega langri taphrinu á Anfield. Fram að því höfðu liðin mæst þrisvar sinnum á Anfield í úrvalsdeildinni og Liverpool unnið alla leikina. Í raun hafa gestirnir, kannski skiljanlega, ekki oft farið með sigur af hólmi á Anfield í sögunni. Brighton hafa aðeins unnið þrjá leiki af 17 í öllum keppnum. Allt ætti því að benda til sigurs í þessum leik en knattspyrna getur verið skrýtin íþrótt og það er aldrei neitt gefið fyrirfram í ensku úrvalsdeildinni.
Spáin að þessu sinni er sú að 2-0 sigur vinnst en það verður erfið fæðing. Brighton menn gefa fá færi á sér og bæði mörkin koma í seinni hálfleik eftir þunga pressu.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna með 10 mörk í deildinni.
- Neil Maupay hefur skorað fjögur deildarmörk fyrir Brighton.
- Naby Keita gæti spilað sinn 60. deildarleik fyrir félagið.
- Liverpool eru í öðru sæti deildarinnar með 21 stig eftir níu leiki.
- Brighton eru í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig.
Okkar menn hafa bara leikið á útivelli eftir að síðasta landsleikjahléi lauk og uppskeran úr þeim hefur heldur betur verið góð. Næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti og ekki þýðir að lifa of lengi á góðum úrslitum sem hafa nást hingað til. Við getum samt ekki sleppt því að minnast á að síðasti leikur í deildinni vannst 0-5 á Old Trafford !
Saga meiðsla á tímabilinu til þessa hefur verið á miðjunni og engin undantekning er á því núna. James Milner og Fabinho verða ekki með samkvæmt því sem Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn. Thiago er byrjaður að æfa að fullu á ný en óraunhæft að hann verði með í þessum leik. Betri fréttir eru af Naby Keita, sem var borinn útaf gegn Manchester United en ætti að vera klár í slaginn á ný og Caoimhin Kelleher ætti einnig að geta verið í leikmannahópnum núna eftir veikindi. Sem fyrr er svo Harvey Elliott ennþá á sjúkralistanum. Hjá gestunum í Brighton eru þrír leikmenn frá, Steven Alzate, Dan Burn og Danny Welbeck en Taylor Richards er 50/50 miðað við nýjustu fréttir. Þá hafa þeir Yves Bissouma og Adam Webster snúið til baka eftir meiðsli og verða til taks ásamt Shane Duffy. Það er því ljóst að gestirnir munu geta stillt upp sínu sterkasta liði eða því sem næst.
Ef við reynum að giska á hvernig Klopp muni stilla upp liðinu í þessum leik verður það einhvernveginn svona. Alisson stendur í markinu og bakverðir þeir Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson. Hver verður með Virgil van Dijk í miðverði er kannski erfitt að segja til um en við skjótum á að Ibrahima Konaté verði þar. Á miðjunni verða Jordan Henderson, Curtis Jones og Naby Keita og frammi svo þeir Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané.
Á síðasta tímabili mættust liðin á Anfield þann 3. febrúar. Þá var staðan ekki góð á okkar mönnum og gestirnir sigruðu 0-1 í leik sem var hluti af leiðinlega langri taphrinu á Anfield. Fram að því höfðu liðin mæst þrisvar sinnum á Anfield í úrvalsdeildinni og Liverpool unnið alla leikina. Í raun hafa gestirnir, kannski skiljanlega, ekki oft farið með sigur af hólmi á Anfield í sögunni. Brighton hafa aðeins unnið þrjá leiki af 17 í öllum keppnum. Allt ætti því að benda til sigurs í þessum leik en knattspyrna getur verið skrýtin íþrótt og það er aldrei neitt gefið fyrirfram í ensku úrvalsdeildinni.
Spáin að þessu sinni er sú að 2-0 sigur vinnst en það verður erfið fæðing. Brighton menn gefa fá færi á sér og bæði mörkin koma í seinni hálfleik eftir þunga pressu.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna með 10 mörk í deildinni.
- Neil Maupay hefur skorað fjögur deildarmörk fyrir Brighton.
- Naby Keita gæti spilað sinn 60. deildarleik fyrir félagið.
- Liverpool eru í öðru sæti deildarinnar með 21 stig eftir níu leiki.
- Brighton eru í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan