| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Toppsætið tryggt
Liverpool vann góðan 2-0 sigur á Atletico Madrid í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar, tryggði sér þar með toppsæti B-riðils og sæti í 16-liða úrslitum þegar tveir leikir er eftir.
Jürgen Klopp gerði fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik gegn Brighton. Joel Matip, Kostas Tsimikas, Fabinho, Alex Oxlade-Chamberlain og Diogo Jota komu allir inní liðið. Curtis Jones og Joe Gomez voru hvergi sjáanlegir og samkvæmt fréttum var það vegna meiðsla, vonum að það sé ekki alvarlegt.
Það var fjör í leiknum strax frá byrjun og kunnugleg staða var komin upp snemma leiks en okkar menn skoruðu fyrstu tvö mörkin líkt og á Spáni. Trent Alexander-Arnold var arkitektinn í báðum mörkum og sending hans í fyrra markinu var hreint út sagt stórkostleg. Boltinn barst á milli varnarmanna og markvarðar sem þýddi ákveðna ákvörðunarfælni um hver ætti að taka boltann. Diogo Jota var hreint ekki fælinn og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Seinna markið skoraði Sadio Mané eftir að hafa komist framhjá nokkrum mótherjum með harðfylgi úti vinstra megin. Hann tók hlaupið inná teiginn, fékk boltann frá Trent og setti hann snyrtilega framhjá Oblak í markinu. Allt þetta eftir aðeins 21. mínútna leik. Madridingar bitu aðeins frá sér eftir þetta en leikurinn fékk ákveðinn dauðadóm á 36. mínútu þegar Felipe braut á Mané sem var á hraðri leið í skyndisókn. Brotið virtist ekki vera mjög alvarlegt í fyrstu sýn og það kom því nokkuð á óvart þegar dómarinn lyfti rauða spjaldinu. Felipe hlýddi ekki köllum dómarans að koma til sín og rauða spjaldið fór á loft. Margir veltu því fyrir sér hvort að dómarinn hafi einfaldlega sýnt rauða spjaldið útaf því að Felipe hlýddi ekki köllum hans en það var víst gefið út eftir leik að spjaldið var eingöngu vegna alvarleika brotsins.
Í upphafi seinni hálfleiks kom Firmino inná fyrir Mané sem var á gulu spjaldi fyrir litlar sakir. Klopp sagði eftir leik að hann hafi ekki átt annara kosta völ því leikmenn Atletico voru byrjaðir að reyna allt hvað þeir gátu til að fiska annað gult á Mané. Seinni hálfleikur var tíðindalítill þannig séð. Okkar menn virtust sáttir með að geta slakað aðeins á og sóknarþunginn var ekki mikill. Reyndar tók myndbandsdómgæslan mark af báðum liðum vegna rangstöðu og var það réttur dómur í bæði skiptin. Annað mark var svo tekið af Liverpool þegar Jota reyndi hliðarkippu með þeim afleiðingum að hann virtist sparka nálægt höfði Trippier. Helsta áhyggjuefnið eftir leik er það að Firmino þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla og líklega verður hann ekki aftur með fyrr en eftir landsleikjahlé. Lokatölur 2-0, toppsæti og áframhald í keppninni tryggt þegar tvær umferðir eru eftir. Þetta er eitthvað sem við þorðum ekki að vona fyrirfram enda riðillinn mjög erfiður.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Phillips, 90+4 mín.), Matip, van Dijk, Tsimikas, Henderson, Fabinho (Thiago, 59. mín.), Oxlade-Chamberlain (Minamino, 78. mín.), Salah, Jota, Mané (Firmino, 45. mín. Origi, 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Konaté, Robertson, N. Williams, Morton.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (13. mín.) og Sadio Mané (21. mín.).
Gul spjöld: Matip, Jota og Mané.
Atletico Madrid: Oblak, Felipe, Giménez, Hermoso, Trippier, Koke (Cunha, 69. mín.), de Paul, Carrasco (Vrsaljko, 69. mín.), Correa (Serrano, 75. mín.), João Félix (Renan Lodi, 59. mín.), Suárez (Herrera, 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Lecomte, Iturbe, Martín, González Verjara.
Gul spjöld: Hermoso, Koke, João Félix og Suárez.
Rautt spjald: Felipe.
Maður leiksins: Þetta var frekar skrýtinn leikur þar sem bæði lið voru búin að sætta sig við niðurstöðuna strax í fyrri hálfleik. En við gefum Kostas Tsimikas nafnbótina að þessu sinni. Grikkinn hefur nýtt tækifæri sín vel undanfarið og svo sannarlega sýnt hvað í honum býr.
Jürgen Klopp: ,,Ef Bobby Firmino hefði ekki farið útaf meiddur hefði þetta verið fullkomið kvöld. En hvað allt annað varðar þá var frammistaðan mjög góð og við höfum átt ótrúlega góða leiki í þessum riðli hingað til. Ég bjóst augljóslega ekki við þessu þegar það var dregið og sennilega bjóst enginn við þessu. Við höfum því náð mjög sérstökum árangri. Við unnum okkar vinnu í kvöld en vitum að það eru tveir leikir eftir sem við reynum einnig að vinna."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sitt annað mark í Meistaradeild á tímabilinu og það áttunda alls.
- Mané er nú þriðji markahæsti leikmaður félagsins í sögunni hvað mörk í Evrópukeppni varðar. Mörkin eru orðin 23 alls í 49 leikjum.
- Þeir sem eru fyrir ofan Mané eru Steven Gerrard (41 mark) og Mohamed Salah (31 mark).
- Diogo Jota skoraði sitt fyrsta Meistaradeildar mark á leiktíðinni og það fimmta alls.
Jürgen Klopp gerði fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik gegn Brighton. Joel Matip, Kostas Tsimikas, Fabinho, Alex Oxlade-Chamberlain og Diogo Jota komu allir inní liðið. Curtis Jones og Joe Gomez voru hvergi sjáanlegir og samkvæmt fréttum var það vegna meiðsla, vonum að það sé ekki alvarlegt.
Það var fjör í leiknum strax frá byrjun og kunnugleg staða var komin upp snemma leiks en okkar menn skoruðu fyrstu tvö mörkin líkt og á Spáni. Trent Alexander-Arnold var arkitektinn í báðum mörkum og sending hans í fyrra markinu var hreint út sagt stórkostleg. Boltinn barst á milli varnarmanna og markvarðar sem þýddi ákveðna ákvörðunarfælni um hver ætti að taka boltann. Diogo Jota var hreint ekki fælinn og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Seinna markið skoraði Sadio Mané eftir að hafa komist framhjá nokkrum mótherjum með harðfylgi úti vinstra megin. Hann tók hlaupið inná teiginn, fékk boltann frá Trent og setti hann snyrtilega framhjá Oblak í markinu. Allt þetta eftir aðeins 21. mínútna leik. Madridingar bitu aðeins frá sér eftir þetta en leikurinn fékk ákveðinn dauðadóm á 36. mínútu þegar Felipe braut á Mané sem var á hraðri leið í skyndisókn. Brotið virtist ekki vera mjög alvarlegt í fyrstu sýn og það kom því nokkuð á óvart þegar dómarinn lyfti rauða spjaldinu. Felipe hlýddi ekki köllum dómarans að koma til sín og rauða spjaldið fór á loft. Margir veltu því fyrir sér hvort að dómarinn hafi einfaldlega sýnt rauða spjaldið útaf því að Felipe hlýddi ekki köllum hans en það var víst gefið út eftir leik að spjaldið var eingöngu vegna alvarleika brotsins.
Í upphafi seinni hálfleiks kom Firmino inná fyrir Mané sem var á gulu spjaldi fyrir litlar sakir. Klopp sagði eftir leik að hann hafi ekki átt annara kosta völ því leikmenn Atletico voru byrjaðir að reyna allt hvað þeir gátu til að fiska annað gult á Mané. Seinni hálfleikur var tíðindalítill þannig séð. Okkar menn virtust sáttir með að geta slakað aðeins á og sóknarþunginn var ekki mikill. Reyndar tók myndbandsdómgæslan mark af báðum liðum vegna rangstöðu og var það réttur dómur í bæði skiptin. Annað mark var svo tekið af Liverpool þegar Jota reyndi hliðarkippu með þeim afleiðingum að hann virtist sparka nálægt höfði Trippier. Helsta áhyggjuefnið eftir leik er það að Firmino þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla og líklega verður hann ekki aftur með fyrr en eftir landsleikjahlé. Lokatölur 2-0, toppsæti og áframhald í keppninni tryggt þegar tvær umferðir eru eftir. Þetta er eitthvað sem við þorðum ekki að vona fyrirfram enda riðillinn mjög erfiður.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Phillips, 90+4 mín.), Matip, van Dijk, Tsimikas, Henderson, Fabinho (Thiago, 59. mín.), Oxlade-Chamberlain (Minamino, 78. mín.), Salah, Jota, Mané (Firmino, 45. mín. Origi, 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Konaté, Robertson, N. Williams, Morton.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (13. mín.) og Sadio Mané (21. mín.).
Gul spjöld: Matip, Jota og Mané.
Atletico Madrid: Oblak, Felipe, Giménez, Hermoso, Trippier, Koke (Cunha, 69. mín.), de Paul, Carrasco (Vrsaljko, 69. mín.), Correa (Serrano, 75. mín.), João Félix (Renan Lodi, 59. mín.), Suárez (Herrera, 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Lecomte, Iturbe, Martín, González Verjara.
Gul spjöld: Hermoso, Koke, João Félix og Suárez.
Rautt spjald: Felipe.
Maður leiksins: Þetta var frekar skrýtinn leikur þar sem bæði lið voru búin að sætta sig við niðurstöðuna strax í fyrri hálfleik. En við gefum Kostas Tsimikas nafnbótina að þessu sinni. Grikkinn hefur nýtt tækifæri sín vel undanfarið og svo sannarlega sýnt hvað í honum býr.
Jürgen Klopp: ,,Ef Bobby Firmino hefði ekki farið útaf meiddur hefði þetta verið fullkomið kvöld. En hvað allt annað varðar þá var frammistaðan mjög góð og við höfum átt ótrúlega góða leiki í þessum riðli hingað til. Ég bjóst augljóslega ekki við þessu þegar það var dregið og sennilega bjóst enginn við þessu. Við höfum því náð mjög sérstökum árangri. Við unnum okkar vinnu í kvöld en vitum að það eru tveir leikir eftir sem við reynum einnig að vinna."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sitt annað mark í Meistaradeild á tímabilinu og það áttunda alls.
- Mané er nú þriðji markahæsti leikmaður félagsins í sögunni hvað mörk í Evrópukeppni varðar. Mörkin eru orðin 23 alls í 49 leikjum.
- Þeir sem eru fyrir ofan Mané eru Steven Gerrard (41 mark) og Mohamed Salah (31 mark).
- Diogo Jota skoraði sitt fyrsta Meistaradeildar mark á leiktíðinni og það fimmta alls.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan