| Sf. Gutt
West Ham United v Liverpool
Rauði herinn heldur í höfuðstaðinn á morgun til að takast á við Hamrana. Þeim hefur farið mikið fram síðustu mánuði og það verður erfitt að ná sigri gegn þeim.
Reyndar er staðan sú að West Ham United er í toppbaráttunni. Nái liðið að vinna sigur á Liverpool kemst það upp fyrir Liverpool í stigatöflunni. David Moyes er að stjórna West Ham í annað sinn og í þetta skiptið hefur hann náð að byggja upp mjög gott lið. Í raun er ekki langt síðan stuðningsmenn West Ham vildu framkvæmdastjórann og eigendur félagsins í burtu.
Það var ekki gott að missa tveggja marka forystu niður á móti Brighton fyrir viku en sigur á Atletico Madrid sýndi að Liverpool er ekkert farið út af sporinu. Fullt hús stiga í ,,dauðariðli" Meistaradeildarinnar segir sína sögu um styrk Liverpool. Þegar þetta er skrifað liggur fyrir að Chelsea missteig sig með því að gera jafntefli við Burnley í dag en Manchester City yfirspilaði granna sína og vann öruggan sigur á Old Trafford. Toppbaráttan verður jöfn áfram!
Sigurinn á Atletico Madrid var frábær en fórnarkostnaður hans var sá að Roberto Firmino verður frá næstu vikur. Á móti kom að Fabinho Tavrez og Thiago Alcântara komu aftur til leiks eftir meiðsli. Það eru vissulega gleðifréttir en báðir eru lykilmenn og þá sérstaklega Fabinho. Hann er ekki bara mikilvægur á miðjunni. Hann leikur nefnilega líka lykilhlutverk í vörninni og ég er sannfærður um að Liverpool hefði unnið Brighton með hann fyrir framan vörnina!
Ég spái því að Liverpool vinni sigur á West Ham. Leikurinn verður jafn og erfiður en Liverpool vinnur 1:2. Mohamed Salah og Diogo Jota skora mörkin.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
West Ham United v Liverpool
Reyndar er staðan sú að West Ham United er í toppbaráttunni. Nái liðið að vinna sigur á Liverpool kemst það upp fyrir Liverpool í stigatöflunni. David Moyes er að stjórna West Ham í annað sinn og í þetta skiptið hefur hann náð að byggja upp mjög gott lið. Í raun er ekki langt síðan stuðningsmenn West Ham vildu framkvæmdastjórann og eigendur félagsins í burtu.
Það var ekki gott að missa tveggja marka forystu niður á móti Brighton fyrir viku en sigur á Atletico Madrid sýndi að Liverpool er ekkert farið út af sporinu. Fullt hús stiga í ,,dauðariðli" Meistaradeildarinnar segir sína sögu um styrk Liverpool. Þegar þetta er skrifað liggur fyrir að Chelsea missteig sig með því að gera jafntefli við Burnley í dag en Manchester City yfirspilaði granna sína og vann öruggan sigur á Old Trafford. Toppbaráttan verður jöfn áfram!
Sigurinn á Atletico Madrid var frábær en fórnarkostnaður hans var sá að Roberto Firmino verður frá næstu vikur. Á móti kom að Fabinho Tavrez og Thiago Alcântara komu aftur til leiks eftir meiðsli. Það eru vissulega gleðifréttir en báðir eru lykilmenn og þá sérstaklega Fabinho. Hann er ekki bara mikilvægur á miðjunni. Hann leikur nefnilega líka lykilhlutverk í vörninni og ég er sannfærður um að Liverpool hefði unnið Brighton með hann fyrir framan vörnina!
Ég spái því að Liverpool vinni sigur á West Ham. Leikurinn verður jafn og erfiður en Liverpool vinnur 1:2. Mohamed Salah og Diogo Jota skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan