| Sf. Gutt
Roberto Firmino segir að Jürgen Klopp sé ekki bara stórgóður þjálfari. Hann sé líka með risastórt hjarta. Roberto segir að hafi hann tekið famförum sem knattspyrnumaður þá sé það Jürgen að þakka.
,,Fyrir utan að vera stórgóður þjálfari þá er hann gull af manni og með risastórt hjarta. Ég segi að það er honum að þakka ef ég er betri knattspyrnumaður í dag en ég var. Ég er búinn að þekkja hann frá því við vorum í þýsku knattspyrnunni."
Roberto Firmino kom til Liverpool sumarið 2015 frá þýska liðinu Hoffenheim. Þá var Brendan Rodgers framkvæmdastjóri Liverpool. Roberto var því kominn til Liverpool þegar Jürgen Klopp tók við af Brendan. Vitað er að Jürgen var mjög ánægður með að Brasilíumaðurinn var hjá Liverpool þegar hann tók við völdum. Roberto er búinn að vera lykilmaður í leik Liverpool á valdartíma Jürgen og verður það eflaust áfram.
TIL BAKA
Stórgóður þjálfari með risastórt hjarta!

Roberto Firmino segir að Jürgen Klopp sé ekki bara stórgóður þjálfari. Hann sé líka með risastórt hjarta. Roberto segir að hafi hann tekið famförum sem knattspyrnumaður þá sé það Jürgen að þakka.

,,Fyrir utan að vera stórgóður þjálfari þá er hann gull af manni og með risastórt hjarta. Ég segi að það er honum að þakka ef ég er betri knattspyrnumaður í dag en ég var. Ég er búinn að þekkja hann frá því við vorum í þýsku knattspyrnunni."
Roberto Firmino kom til Liverpool sumarið 2015 frá þýska liðinu Hoffenheim. Þá var Brendan Rodgers framkvæmdastjóri Liverpool. Roberto var því kominn til Liverpool þegar Jürgen Klopp tók við af Brendan. Vitað er að Jürgen var mjög ánægður með að Brasilíumaðurinn var hjá Liverpool þegar hann tók við völdum. Roberto er búinn að vera lykilmaður í leik Liverpool á valdartíma Jürgen og verður það eflaust áfram.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan