| Sf. Gutt
Mohamed Salah tryggði Liverpool sigur á lærisveinum Steven Gerrard. Liverpool vann Aston Villa 1:0 á Anfield Road og heldur sig við efnið í toppbaráttunni.
Það var kalt í Liverpool og vetrarrigningin lamdi allt og alla þegar Liverpool gekk á hólm við lærisveina Steven Gerrard. Aðdragandi leiksins snerist að langmestu um heimkomu Steven Gerrard og það að hann skyldi vera í herbúðum óvinarins. Hann hafði ekki við að svara spurningum um heimkomuna fyrir leikinn og síðustu daga. Hann viðurkenndi sjálfur að það myndi vera honum erfitt að koma á Anfield sem óvinur. Þegar Steven kom út á völlinn klappaði hann fyrir stuðningsmönnum Aston Villa og svo veifaði hann stuttlega í átt að Kop stúkunni. Stuðningsmenn Liverpool kyrjuðu Liverpool! Liverpool!
Fyrir leikinn var Ray Kennedy, fyrrum leikmanns Liverpool, minnst með lófataki. Kop stúkan myndaði 5 með myndverki. Það var númerið sem Ray Kennedy notaði hjá Liverpool.
Eins og ráð var fyrir gert var sterkasta liði Liverpool teflt fram. Margir reiknuðu reyndar með að Divock Origi myndi vera í sókninni en hann var ekki leikfær. Alex Oxlade Chamberlain hélt stöðu í liðinu.
Liverpool tók strax öll völd á vellinum og var svo meira og minna til leiksloka. En frá upphafsflauti voru leikmenn Villa tilbúnir í baráttu og þeir máttu eiga það að þeir börðust eins og ljón. Annars lagði Steven upp varnarmúr sem átti að gefa leikmönnum sínum von um að ná einhverju út úr leiknum.
Þegar um sjö mínútur voru liðinar hylltu stuðningsmenn Liverpool Steven Gerrard með söng um hann. Mögnuð stund. Eftir rétt rúman stundarfjórðung sendi Trent Alexander- Arnold fyrir frá hægri á bakvarðarfélaga sinn hinu megin. Andrew Robertson náði skalla að marki en Emiliano Martinez varði vel. Um tíu mínútum seinna átti Joël Matip skalla. Emiliano varði en missti vald á boltanum sem skoppaði ofan á vinkilinn en hættan leið hjá. Mínútu fyrir leikhlé átti Fabinho Tavarez sendingu á Mohamed Salah. Egyptinn náði skoti en Emiliano varði með tilþrifum niðri í horninu. Villa átti varla sókn og eina hættan kom þegar Alisson Becker rann til í bleytunni. Ashley Young komst í góða stöðu en Virgil van Dijk skallaði frá. Markalaust í hálfleik.
Sama sagan hélt áfram eftir hlé. Liverpool sótti linnulaust en Villa lá í vörn og leikmenn liðsins töfðu við hvert tækifæri. Á 53. mínútu átti Virgil skalla eftir horn en Emiliano sló boltann yfir. Liverpool komst svo loksins yfir á 67. mínútu. Mohamed fékk sendingu inn í vítateiginn. Tyrone Mings sótti hart að honum og dómarinn dæmdi víti. Leikmenn Villa reyndu að tefja eins og þeir gátu og það leið góð stund þar til Mohamed fékk að taka vítið. Spyrnan var neðst í bláhornið hægra megin stöng og inn. Stöng og inn er og hefur alltaf verið óverjandi! Allt gekk af göflunum af fögnuði!
Liverpool hélt áfram tökum á leiknum þó Villa reyndi að sækja um stund í fyrsta skipti í leiknum. Þeir vildu fá víti á lokakaflanum eftir að Allison sótti að Danny Ings fyrrum leikmanni Liverpool sem kom inn á sem varamaður. Ekkert var dæmt og sýndist sitt hverjum. Á lokaandartökunum hefði Liverpool átt að skora aftur. Eftir skyndisókn komust Mohamed og varamaðurinn Diogo Jota fram í vítateig Villa en skot Portúgalans fór upp í Kop stúkuna. Rétt á eftir var flautað til leiksloka. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu innilega.
Liverpool mætti sterkum varnarleik Aston Villa. Liðið hefur leikið betur en sýndi seiglu og náði stigunum þremur. Sigurinn var sanngjarn þó væri í minnsta lagi en lærisveinar Steven Gerrard stóðu sig vel. Ætli margir stuðningsmenn Liverpool hafi einmitt ekki óskað sér svona uppskriftar fyrir leikinn!
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (67. mín.).
Gult spjald: Virgil van Dijk.
Gul spjöld: Marvelous Nakamba og Ollie Watkins.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.093.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn var frábær. Hann sótti fram við hvert tækifæri og lagði sig allan fram.
Jürgen Klopp: Mér fannst við vera betra liðið í 75 mínútur. Við hefðum getað vandað síðustu sendingarnar betur og unnið betur úr nokkrum stöðum. Við hefðum líka nokkrum sinnum getað verið fleiri inni í vítateignum. Annað var það svo sem ekki.
- Mohamed Salah skoraði 21. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Markið hans var 332. mark Liverpool á móti Aston Villa. Liverpool hefur ekki skorað fleiri deildarmörk á móti neinu liði.
- Liverpool hefur unnið Aston Villa í þremur síðustu heimaleikjum sínum.
- James Milner lék sinn 573. deildarleik. Hann er nú fjórði leikjahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar frá upphafi vega.
TIL BAKA
Mohamed tryggði Liverpool sigur!
Mohamed Salah tryggði Liverpool sigur á lærisveinum Steven Gerrard. Liverpool vann Aston Villa 1:0 á Anfield Road og heldur sig við efnið í toppbaráttunni.
Það var kalt í Liverpool og vetrarrigningin lamdi allt og alla þegar Liverpool gekk á hólm við lærisveina Steven Gerrard. Aðdragandi leiksins snerist að langmestu um heimkomu Steven Gerrard og það að hann skyldi vera í herbúðum óvinarins. Hann hafði ekki við að svara spurningum um heimkomuna fyrir leikinn og síðustu daga. Hann viðurkenndi sjálfur að það myndi vera honum erfitt að koma á Anfield sem óvinur. Þegar Steven kom út á völlinn klappaði hann fyrir stuðningsmönnum Aston Villa og svo veifaði hann stuttlega í átt að Kop stúkunni. Stuðningsmenn Liverpool kyrjuðu Liverpool! Liverpool!
Fyrir leikinn var Ray Kennedy, fyrrum leikmanns Liverpool, minnst með lófataki. Kop stúkan myndaði 5 með myndverki. Það var númerið sem Ray Kennedy notaði hjá Liverpool.
Eins og ráð var fyrir gert var sterkasta liði Liverpool teflt fram. Margir reiknuðu reyndar með að Divock Origi myndi vera í sókninni en hann var ekki leikfær. Alex Oxlade Chamberlain hélt stöðu í liðinu.
Liverpool tók strax öll völd á vellinum og var svo meira og minna til leiksloka. En frá upphafsflauti voru leikmenn Villa tilbúnir í baráttu og þeir máttu eiga það að þeir börðust eins og ljón. Annars lagði Steven upp varnarmúr sem átti að gefa leikmönnum sínum von um að ná einhverju út úr leiknum.
Þegar um sjö mínútur voru liðinar hylltu stuðningsmenn Liverpool Steven Gerrard með söng um hann. Mögnuð stund. Eftir rétt rúman stundarfjórðung sendi Trent Alexander- Arnold fyrir frá hægri á bakvarðarfélaga sinn hinu megin. Andrew Robertson náði skalla að marki en Emiliano Martinez varði vel. Um tíu mínútum seinna átti Joël Matip skalla. Emiliano varði en missti vald á boltanum sem skoppaði ofan á vinkilinn en hættan leið hjá. Mínútu fyrir leikhlé átti Fabinho Tavarez sendingu á Mohamed Salah. Egyptinn náði skoti en Emiliano varði með tilþrifum niðri í horninu. Villa átti varla sókn og eina hættan kom þegar Alisson Becker rann til í bleytunni. Ashley Young komst í góða stöðu en Virgil van Dijk skallaði frá. Markalaust í hálfleik.
Sama sagan hélt áfram eftir hlé. Liverpool sótti linnulaust en Villa lá í vörn og leikmenn liðsins töfðu við hvert tækifæri. Á 53. mínútu átti Virgil skalla eftir horn en Emiliano sló boltann yfir. Liverpool komst svo loksins yfir á 67. mínútu. Mohamed fékk sendingu inn í vítateiginn. Tyrone Mings sótti hart að honum og dómarinn dæmdi víti. Leikmenn Villa reyndu að tefja eins og þeir gátu og það leið góð stund þar til Mohamed fékk að taka vítið. Spyrnan var neðst í bláhornið hægra megin stöng og inn. Stöng og inn er og hefur alltaf verið óverjandi! Allt gekk af göflunum af fögnuði!
Liverpool hélt áfram tökum á leiknum þó Villa reyndi að sækja um stund í fyrsta skipti í leiknum. Þeir vildu fá víti á lokakaflanum eftir að Allison sótti að Danny Ings fyrrum leikmanni Liverpool sem kom inn á sem varamaður. Ekkert var dæmt og sýndist sitt hverjum. Á lokaandartökunum hefði Liverpool átt að skora aftur. Eftir skyndisókn komust Mohamed og varamaðurinn Diogo Jota fram í vítateig Villa en skot Portúgalans fór upp í Kop stúkuna. Rétt á eftir var flautað til leiksloka. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu innilega.
Liverpool mætti sterkum varnarleik Aston Villa. Liðið hefur leikið betur en sýndi seiglu og náði stigunum þremur. Sigurinn var sanngjarn þó væri í minnsta lagi en lærisveinar Steven Gerrard stóðu sig vel. Ætli margir stuðningsmenn Liverpool hafi einmitt ekki óskað sér svona uppskriftar fyrir leikinn!
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (67. mín.).
Gult spjald: Virgil van Dijk.
Gul spjöld: Marvelous Nakamba og Ollie Watkins.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.093.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn var frábær. Hann sótti fram við hvert tækifæri og lagði sig allan fram.
Jürgen Klopp: Mér fannst við vera betra liðið í 75 mínútur. Við hefðum getað vandað síðustu sendingarnar betur og unnið betur úr nokkrum stöðum. Við hefðum líka nokkrum sinnum getað verið fleiri inni í vítateignum. Annað var það svo sem ekki.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 21. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Markið hans var 332. mark Liverpool á móti Aston Villa. Liverpool hefur ekki skorað fleiri deildarmörk á móti neinu liði.
- Liverpool hefur unnið Aston Villa í þremur síðustu heimaleikjum sínum.
- James Milner lék sinn 573. deildarleik. Hann er nú fjórði leikjahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar frá upphafi vega.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan