| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafnt í London
Liverpool og Chelsea skildu jöfn í hörkuleik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lokatölur 2-2.
Eins og við sögðum frá í upphitun þá voru þrjú ný smit innan leikmannahópsins og þegar byrjunarliðið var tilkynnt var ljóst hvaða þrír leikmenn þetta voru. Alisson, Firmino og Matip voru hvergi sjáanlegir og þrjár breytingar því gerðar frá síðasta leik. Kelleher, Konaté og Milner komu inní liðið sem var svo að öðru leyti óbreytt.
Eftir aðeins 15 sekúndur var Mané kannski heppinn að sleppa með gult spjald þegar hann hoppaði upp í skallabolta með Azpilicueta og virtist gefa Spánverjanum hraustlegt högg í andlitið. Mané til varnar var hann með augu á boltanum og beint rautt spjald verið helst til of strangt. Fyrri hálfleikur var svo mikil skemmtun og þá sérstaklega framan af fyrir stuðningsmenn gestaliðsins. Mendy og Kelleher gerðu báðir vel á sitthvorum enda vallarins, Mendy varði vel frá Salah og Kelleher sló boltann frá fótum Pulisic þegar boltinn barst til hans í teignum eftir misheppnaða hreinsun frá Alexander-Arnold. Skömmu síðar kom fyrsta mark leiksins. Chalobah reyndi að skalla frá þegar lítil hætta var á ferðum en hitti boltann illa. Mané var mættur til að hirða upp boltann, lék inní teiginn og framhjá Mendy, þrumaði svo boltanum í autt markið en litlu mátti muna að Azpilicueta næði að slæma fæti fyrir. Ekki var þetta til að bæta skap bláliða sem hefðu viljað sjá Mané farinn af velli.
Chelsea menn voru meira með boltann hraðinn var mikill í leiknum. Næsta mark var samt gestanna og var það gullfallegt. Liverpool héldu boltanum loks ágætlega innan liðsins og Alexander-Arnold vippaði inná Salah sem var utarlega í teignum vinstra megin. Hann lék framhjá Alonso og að nærstönginni, færið var þröngt en það skiptir Salah engu máli og hann þrumaði boltanum framhjá Mendy. Glæsileg afgreiðsla og allt í blóma á Brúnni fyrir þá rauðu. Hraðinn hélt áfram að vera mikill og Salah var nálægt því að bæta við þriðja markinu en Chalobah gerði vel í þetta sinn og komst fyrir skotið. Undir lok fyrri hálfleiks náðu svo Chelsea menn að jafna metin. Fyrst með drauma marki frá Kovacic sem þrumaði viðstöðulaust fyrir utan teig upp í skeytin, stöngin inn. Jöfnunarmarkið kom svo eftir ping pong bolta fram og til baka sem endaði með því að Kanté sendi Pulisic einan í gegn og hann kláraði með góðu skoti. Hálfleikstölur 2-2.
Seinni hálfleikur var álíka hraður og sá fyrri en mörkin létu á sér standa og geta liðin þakkað markvörðum sínum fyrir það. Mendy varði vel frá Salah og Mané og Kelleher þurfti að vera snöggur að koma höndunum fyrir fast skot Pulisic af markteig. Þrátt fyrir að bæði lið vildu greinilega vinna leikinn kom ekkert mark og lokatölur 2-2. Úrslit sem bæði lið geta illa sætt sig við en ljósbláa liðið í Manchester fagnar sennilega þessum úrslitum hvað mest.
Chelsea: Mendy, Chalobah (Jorginho, 70. mín.), Thiago Silva, Rüdiger, Azpilicueta, Kanté, Kovacic, Alonso, Mount, Pulisic, Havertz (Hudson-Odoi, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Arrizabalaga, Saúl, Barkley, Ziyech, Sarr, Vale, Hall.
Mörk Chelsea: Kovacic (42. mín.) og Pulisic (45+1 mín.).
Gult spjald: Pulisic.
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Tsimikas, Henderson, Fabinho, Milner (Keita, 69. mín.), Salah, Jota (Oxlade-Chamberlain, 69. mín.), Mané (Jones, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Pitaluga, Gomez, Beck, N. Williams, Morton.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (9. mín.) og Mohamed Salah (26. mín.).
Gul spjöld: Mané og Konaté.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði gullfallegt mark en maður leiksins var líklega Kelleher sem varði mjög vel þegar á þurfti að halda og ekki var hægt að saka hann neitt um mörkin sem Chelsea skoruðu.
Pep Lijnders: ,,Við hefðum átt að stjórna leiknum betur. Við áttum góð tækifæri áður en við komumst í 0-2 og vorum beittir í skyndisóknum. Þegar við náðum að halda boltanum tengdum við vel saman og vorum fljótir að hugsa um næstu sendingu. Að ná úrslitum á útivelli gegn Chelsea er alltaf gott en við hefðum getað komið í veg fyrir mörkin þeirra með betri varnarleik."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 16. deildarmark á tímabilinu.
- Sadio Mané skoraði sitt áttunda deildarmark á tímabilinu.
- Trent Alexander-Arnold spilaði sinn 200. leik fyrir félaið í öllum keppnum.
- Fabinho spilaði sinn 100. deildarleik fyrir félagið.
- Liverpool sitja í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir 20 leiki.
- Chelsea eru í öðru sæti með 43 stig eftir 21 leik.
Eins og við sögðum frá í upphitun þá voru þrjú ný smit innan leikmannahópsins og þegar byrjunarliðið var tilkynnt var ljóst hvaða þrír leikmenn þetta voru. Alisson, Firmino og Matip voru hvergi sjáanlegir og þrjár breytingar því gerðar frá síðasta leik. Kelleher, Konaté og Milner komu inní liðið sem var svo að öðru leyti óbreytt.
Eftir aðeins 15 sekúndur var Mané kannski heppinn að sleppa með gult spjald þegar hann hoppaði upp í skallabolta með Azpilicueta og virtist gefa Spánverjanum hraustlegt högg í andlitið. Mané til varnar var hann með augu á boltanum og beint rautt spjald verið helst til of strangt. Fyrri hálfleikur var svo mikil skemmtun og þá sérstaklega framan af fyrir stuðningsmenn gestaliðsins. Mendy og Kelleher gerðu báðir vel á sitthvorum enda vallarins, Mendy varði vel frá Salah og Kelleher sló boltann frá fótum Pulisic þegar boltinn barst til hans í teignum eftir misheppnaða hreinsun frá Alexander-Arnold. Skömmu síðar kom fyrsta mark leiksins. Chalobah reyndi að skalla frá þegar lítil hætta var á ferðum en hitti boltann illa. Mané var mættur til að hirða upp boltann, lék inní teiginn og framhjá Mendy, þrumaði svo boltanum í autt markið en litlu mátti muna að Azpilicueta næði að slæma fæti fyrir. Ekki var þetta til að bæta skap bláliða sem hefðu viljað sjá Mané farinn af velli.
Chelsea menn voru meira með boltann hraðinn var mikill í leiknum. Næsta mark var samt gestanna og var það gullfallegt. Liverpool héldu boltanum loks ágætlega innan liðsins og Alexander-Arnold vippaði inná Salah sem var utarlega í teignum vinstra megin. Hann lék framhjá Alonso og að nærstönginni, færið var þröngt en það skiptir Salah engu máli og hann þrumaði boltanum framhjá Mendy. Glæsileg afgreiðsla og allt í blóma á Brúnni fyrir þá rauðu. Hraðinn hélt áfram að vera mikill og Salah var nálægt því að bæta við þriðja markinu en Chalobah gerði vel í þetta sinn og komst fyrir skotið. Undir lok fyrri hálfleiks náðu svo Chelsea menn að jafna metin. Fyrst með drauma marki frá Kovacic sem þrumaði viðstöðulaust fyrir utan teig upp í skeytin, stöngin inn. Jöfnunarmarkið kom svo eftir ping pong bolta fram og til baka sem endaði með því að Kanté sendi Pulisic einan í gegn og hann kláraði með góðu skoti. Hálfleikstölur 2-2.
Seinni hálfleikur var álíka hraður og sá fyrri en mörkin létu á sér standa og geta liðin þakkað markvörðum sínum fyrir það. Mendy varði vel frá Salah og Mané og Kelleher þurfti að vera snöggur að koma höndunum fyrir fast skot Pulisic af markteig. Þrátt fyrir að bæði lið vildu greinilega vinna leikinn kom ekkert mark og lokatölur 2-2. Úrslit sem bæði lið geta illa sætt sig við en ljósbláa liðið í Manchester fagnar sennilega þessum úrslitum hvað mest.
Chelsea: Mendy, Chalobah (Jorginho, 70. mín.), Thiago Silva, Rüdiger, Azpilicueta, Kanté, Kovacic, Alonso, Mount, Pulisic, Havertz (Hudson-Odoi, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Arrizabalaga, Saúl, Barkley, Ziyech, Sarr, Vale, Hall.
Mörk Chelsea: Kovacic (42. mín.) og Pulisic (45+1 mín.).
Gult spjald: Pulisic.
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Tsimikas, Henderson, Fabinho, Milner (Keita, 69. mín.), Salah, Jota (Oxlade-Chamberlain, 69. mín.), Mané (Jones, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Pitaluga, Gomez, Beck, N. Williams, Morton.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (9. mín.) og Mohamed Salah (26. mín.).
Gul spjöld: Mané og Konaté.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði gullfallegt mark en maður leiksins var líklega Kelleher sem varði mjög vel þegar á þurfti að halda og ekki var hægt að saka hann neitt um mörkin sem Chelsea skoruðu.
Pep Lijnders: ,,Við hefðum átt að stjórna leiknum betur. Við áttum góð tækifæri áður en við komumst í 0-2 og vorum beittir í skyndisóknum. Þegar við náðum að halda boltanum tengdum við vel saman og vorum fljótir að hugsa um næstu sendingu. Að ná úrslitum á útivelli gegn Chelsea er alltaf gott en við hefðum getað komið í veg fyrir mörkin þeirra með betri varnarleik."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 16. deildarmark á tímabilinu.
- Sadio Mané skoraði sitt áttunda deildarmark á tímabilinu.
- Trent Alexander-Arnold spilaði sinn 200. leik fyrir félaið í öllum keppnum.
- Fabinho spilaði sinn 100. deildarleik fyrir félagið.
- Liverpool sitja í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir 20 leiki.
- Chelsea eru í öðru sæti með 43 stig eftir 21 leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan