| Sf. Gutt
Landsleikjahlé að baki og baráttan hefst að nýju. FA bikarinn er fyrstur á dagská. Liverpool er komið í úrslit í Deildarbikarnum og nú ætti líka að gera atlögu að FA bikarnum. Það ætti að vera tækifæri til að vinna keppnina þó svo flest sterkustu lið efstu deildar hafi sloppið í gegn hingað til.
Liverpool mætir Cardiff City á hádegi á morgun. Cardiff er í næst efstu deild rétt ofan neðstu liða. Liverpool á því að komast áfram svo einfalt er það. En það er ekkert öruggt í knattspyrnunni og Liverpool þarf að halda einbeitingu og ekki vera með neitt vanmat. En Liverpool er miklu betra lið og það þó sterkasta liði verði ekki teflt fram. Miðað við það lið sem sent var til leiks á móti Shrewsbury Town í síðustu umferð þá á að taka keppnina fastari tökum en stundum áður. Sadio Mané og Mohamed Salah ganga á hólm með liðum sínum suður í Afríku annað kvöld en annars eru allir menn aðalliðsins leikfærir og því á að vera hægt að hafa marga sterka menn með nokkrum yngri. Það á að duga til áframhalds.
Stuðningsmenn Cardiff munu fjölmenn frá Wales og liðið fær örugglega góðan stuðning á Anfield. Liverpool vinnur samt 3:1. Diogo Jota, Roberto Firmino og Harvey Elliott skora mörkin.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Cardiff City
Landsleikjahlé að baki og baráttan hefst að nýju. FA bikarinn er fyrstur á dagská. Liverpool er komið í úrslit í Deildarbikarnum og nú ætti líka að gera atlögu að FA bikarnum. Það ætti að vera tækifæri til að vinna keppnina þó svo flest sterkustu lið efstu deildar hafi sloppið í gegn hingað til.
Liverpool mætir Cardiff City á hádegi á morgun. Cardiff er í næst efstu deild rétt ofan neðstu liða. Liverpool á því að komast áfram svo einfalt er það. En það er ekkert öruggt í knattspyrnunni og Liverpool þarf að halda einbeitingu og ekki vera með neitt vanmat. En Liverpool er miklu betra lið og það þó sterkasta liði verði ekki teflt fram. Miðað við það lið sem sent var til leiks á móti Shrewsbury Town í síðustu umferð þá á að taka keppnina fastari tökum en stundum áður. Sadio Mané og Mohamed Salah ganga á hólm með liðum sínum suður í Afríku annað kvöld en annars eru allir menn aðalliðsins leikfærir og því á að vera hægt að hafa marga sterka menn með nokkrum yngri. Það á að duga til áframhalds.
Stuðningsmenn Cardiff munu fjölmenn frá Wales og liðið fær örugglega góðan stuðning á Anfield. Liverpool vinnur samt 3:1. Diogo Jota, Roberto Firmino og Harvey Elliott skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan