| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Áfram í bikarnum
Liverpool vann góðan 3-1 sigur á Cardiff City í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Harvey Elliott sneri aftur á völlinn eftir meiðsli, skoraði flott mark og Luis Diaz spilaði í fyrsta sinn fyrir félagið.
Jürgen Klopp stillti upp sterku liði og áfram fékk Caoimhin Kelleher tækifæri í markinu í bikarleik. Vörnin var skipuð þeim Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk og Tsimikas, á miðjunni voru þeir Henderson, Keita og Jones og frammi Minamino, Firmino og Jota. Ánægjulegt var svo að líta yfir varamannabekkinn þar sem Thiago og Elliott voru mættir á ný og svo auðvitað nýi maðurinn Luis Diaz. Það var svali í lofti og vindgustur.
Cardiff menn voru mættir til að sitja til baka og sæta færis í skyndisóknum. Áætlun þeirra tókst mjög vel í fyrri hálfleik en þeir voru reyndar ekki beittir sóknarlega. Þrátt fyrir að vera mikið með boltann náðu okkar menn ekki að ógna markinu mikið en Diogo Jota fékk reyndar fínt skotfæri snemma leiks en Dillon Phillips varði vel. Mark var svo dæmt af Minamino en Tsimikas var rangstæður áður en Japaninn kom boltanum í netið. Gestirnir gerðu tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar Konaté og Harris áttust við í teignum en það hefði verið strangur dómur. Staðan í hálfleik því markalaus.
Mikilvægt atvik átti sér stað í upphafi seinni hálfleiks þegar Kelleher var kominn langt út úr vítateignum og freistaðist til að komast inní langa sendingu fram völlinn. Hann náði ekki til boltans og tók niður Harris í leiðinni. Konaté var reyndar kominn til baka og hefði getað varist ef ekki hefði verið brotið á Harris en dómarinn gaf Kelleher aðeins gult spjald og myndbandsdómgæslan gerði ekki meir í málinu. Þarna má segja að heimamenn hafi sloppið eins vel og hægt var frá þessu atviki. Á 53. mínútu var brotið á Minamino úti hægra megin á vallarhelmingi Cardiff. Alexander-Arnold tók spyrnuna og þar reis Jota hæst og skallaði boltann glæsilega í netið úti við fjær stöngina. Frábær skallamaður hann Jota. Fimm mínútum síðar tók Anfield vel við sér og fagnaði þegar þeir Elliott og Diaz komu inná. Á 60. mínútu kom sending frá hægri á Jota sem tók boltann á lofti og klippti boltann á lofti en skotið fór framhjá.
Á 68. mínútu skoraði svo Minamino flott mark eftir góðan undirbúning Diaz sem gerði vel í að vinna boltann af varnarmanni Cardiff úti við endalínu vinstra megin. Hann kom boltanum fyrir markið þar sem Minamino þrumaði í netið. Á 76. mínútu kom svo þriðja markið og þar var Elliott að verki. Robertson, sem hafði komið inná fyrir Tsimikas á 70. mínútu, sendi fyrir markið. Elliott tók frábærlega við boltanum og þrumaði honum í netið án þess að varnarmenn Cardiff fengu rönd við reist. Fyrsta mark Elliott fyrir félagið fyrir framan Kop stúkuna, gæti varla verið betra !
Cardiff löguðu stöðuna aðeins með marki seint í leiknum. Liverpool missti boltann við miðju. Cardiff lék fram og sóknin endaði á að Rubin Colwill fékk boltann við vítateiginn og skoraði með öruggu skoti. Lengra komust Cardiff ekki og lokatölur 3-1. Ljóst að næsti mótherji Liverpool í FA bikarnum verður Norwich City á Anfield.
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Tsimikas (Robertson, 70. mín.), Henderson (Thiago, 78. mín.), Keita (Elliott, 58. mín.), Jones (Diaz, 58. mín.), Minamino (Milner, 69. mín.), Firmino, Jota. Ónotaðir varamenn: Adrián, Matip, Gordon, Morton.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (53. mín.), Takumi Minamino (68. mín.) og Harvey Elliott (76. mín.).
Gult spjald: Kelleher.
Cardiff City: Phillips, Denham, Flint, McGuinness, Ng (Semenyo, 90+3 mín.), King (Colwill, 69. mín.), Pack, Vaulks (Doyle, 69. mín.), Bagan, M. Harris (Davies, 58. mín.), Collins (Hugill, 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Bacuna, Wintle, Smithies, Bowen.
Mark Cardiff: Rubin Colwill (80. mín.).
Gult spjald: Vaulks.
Áhorfendur á Anfield: 51.268.
Maður leiksins: Það var svo ánægjulegt að sjá Harvey Elliott á vellinum á ný að hann fær nafnbótina sem maður leiksins, valið er reyndar auðveldað töluvert því hann skoraði auðvitað flott mark í endurkomunni.
Jürgen Klopp: ,,Heilt yfir er ég ánægður með leikinn og ekki síst fyrir hönd Harvey sem skoraði gott mark í sínum fyrsta leik eftir ljót meiðsli. Hann var þolinmóður í öllu endurhæfingarferlinu, það er stórt skref að snúa aftur út á völlinn og að skora mark gerir þetta að fallegri sögu. Við sögðum svo við Luis Diaz; Velkominn í enska boltann, því hann fékk skurð og mar á hnénu eftir að leikmaður Cardiff steig á hann. Okkur leist ekki vel á atvikið en svo sá ég að hann lenti ekki illa eða neitt þannig sem betur fer."
Fróðleikur:
- Harvey Elliott skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- Diogo Jota skoraði sitt 15. mark á leiktíðinni.
- Takumi Minamino skoraði sitt sjöunda mark.
- Trent Alexander-Arnold lagði upp sitt 15. mark á tímabilinu. Hann mun að öllum líkindum bæta stoðsendingametið sitt frá 2018-19 tímabilinu þegar hann lagði upp 16 mörk.
- Takumi Minamino spilaði sinn 50. leik fyrir félagið í öllum keppnum. Hann hefur skorað 11 mörk til þessa, þar af eru sex þeirra í Deildarbikarnum.
Jürgen Klopp stillti upp sterku liði og áfram fékk Caoimhin Kelleher tækifæri í markinu í bikarleik. Vörnin var skipuð þeim Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk og Tsimikas, á miðjunni voru þeir Henderson, Keita og Jones og frammi Minamino, Firmino og Jota. Ánægjulegt var svo að líta yfir varamannabekkinn þar sem Thiago og Elliott voru mættir á ný og svo auðvitað nýi maðurinn Luis Diaz. Það var svali í lofti og vindgustur.
Cardiff menn voru mættir til að sitja til baka og sæta færis í skyndisóknum. Áætlun þeirra tókst mjög vel í fyrri hálfleik en þeir voru reyndar ekki beittir sóknarlega. Þrátt fyrir að vera mikið með boltann náðu okkar menn ekki að ógna markinu mikið en Diogo Jota fékk reyndar fínt skotfæri snemma leiks en Dillon Phillips varði vel. Mark var svo dæmt af Minamino en Tsimikas var rangstæður áður en Japaninn kom boltanum í netið. Gestirnir gerðu tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar Konaté og Harris áttust við í teignum en það hefði verið strangur dómur. Staðan í hálfleik því markalaus.
Mikilvægt atvik átti sér stað í upphafi seinni hálfleiks þegar Kelleher var kominn langt út úr vítateignum og freistaðist til að komast inní langa sendingu fram völlinn. Hann náði ekki til boltans og tók niður Harris í leiðinni. Konaté var reyndar kominn til baka og hefði getað varist ef ekki hefði verið brotið á Harris en dómarinn gaf Kelleher aðeins gult spjald og myndbandsdómgæslan gerði ekki meir í málinu. Þarna má segja að heimamenn hafi sloppið eins vel og hægt var frá þessu atviki. Á 53. mínútu var brotið á Minamino úti hægra megin á vallarhelmingi Cardiff. Alexander-Arnold tók spyrnuna og þar reis Jota hæst og skallaði boltann glæsilega í netið úti við fjær stöngina. Frábær skallamaður hann Jota. Fimm mínútum síðar tók Anfield vel við sér og fagnaði þegar þeir Elliott og Diaz komu inná. Á 60. mínútu kom sending frá hægri á Jota sem tók boltann á lofti og klippti boltann á lofti en skotið fór framhjá.
Á 68. mínútu skoraði svo Minamino flott mark eftir góðan undirbúning Diaz sem gerði vel í að vinna boltann af varnarmanni Cardiff úti við endalínu vinstra megin. Hann kom boltanum fyrir markið þar sem Minamino þrumaði í netið. Á 76. mínútu kom svo þriðja markið og þar var Elliott að verki. Robertson, sem hafði komið inná fyrir Tsimikas á 70. mínútu, sendi fyrir markið. Elliott tók frábærlega við boltanum og þrumaði honum í netið án þess að varnarmenn Cardiff fengu rönd við reist. Fyrsta mark Elliott fyrir félagið fyrir framan Kop stúkuna, gæti varla verið betra !
Cardiff löguðu stöðuna aðeins með marki seint í leiknum. Liverpool missti boltann við miðju. Cardiff lék fram og sóknin endaði á að Rubin Colwill fékk boltann við vítateiginn og skoraði með öruggu skoti. Lengra komust Cardiff ekki og lokatölur 3-1. Ljóst að næsti mótherji Liverpool í FA bikarnum verður Norwich City á Anfield.
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Tsimikas (Robertson, 70. mín.), Henderson (Thiago, 78. mín.), Keita (Elliott, 58. mín.), Jones (Diaz, 58. mín.), Minamino (Milner, 69. mín.), Firmino, Jota. Ónotaðir varamenn: Adrián, Matip, Gordon, Morton.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (53. mín.), Takumi Minamino (68. mín.) og Harvey Elliott (76. mín.).
Gult spjald: Kelleher.
Cardiff City: Phillips, Denham, Flint, McGuinness, Ng (Semenyo, 90+3 mín.), King (Colwill, 69. mín.), Pack, Vaulks (Doyle, 69. mín.), Bagan, M. Harris (Davies, 58. mín.), Collins (Hugill, 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Bacuna, Wintle, Smithies, Bowen.
Mark Cardiff: Rubin Colwill (80. mín.).
Gult spjald: Vaulks.
Áhorfendur á Anfield: 51.268.
Maður leiksins: Það var svo ánægjulegt að sjá Harvey Elliott á vellinum á ný að hann fær nafnbótina sem maður leiksins, valið er reyndar auðveldað töluvert því hann skoraði auðvitað flott mark í endurkomunni.
Jürgen Klopp: ,,Heilt yfir er ég ánægður með leikinn og ekki síst fyrir hönd Harvey sem skoraði gott mark í sínum fyrsta leik eftir ljót meiðsli. Hann var þolinmóður í öllu endurhæfingarferlinu, það er stórt skref að snúa aftur út á völlinn og að skora mark gerir þetta að fallegri sögu. Við sögðum svo við Luis Diaz; Velkominn í enska boltann, því hann fékk skurð og mar á hnénu eftir að leikmaður Cardiff steig á hann. Okkur leist ekki vel á atvikið en svo sá ég að hann lenti ekki illa eða neitt þannig sem betur fer."
Fróðleikur:
- Harvey Elliott skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- Diogo Jota skoraði sitt 15. mark á leiktíðinni.
- Takumi Minamino skoraði sitt sjöunda mark.
- Trent Alexander-Arnold lagði upp sitt 15. mark á tímabilinu. Hann mun að öllum líkindum bæta stoðsendingametið sitt frá 2018-19 tímabilinu þegar hann lagði upp 16 mörk.
- Takumi Minamino spilaði sinn 50. leik fyrir félagið í öllum keppnum. Hann hefur skorað 11 mörk til þessa, þar af eru sex þeirra í Deildarbikarnum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan