| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur er í deildinni gegn Leicester City á Anfield. Leikurinn hefst klukkan 19:45 fimmtudagskvöldið 10. febrúar.
Jürgen Klopp staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn að Mohamed Salah er mættur aftur til æfinga eftir Afríkumótið. Salah var vissulega vonsvikinn með að tapa úrslitaleiknum en skv. því sem Klopp sagði er hann tilbúinn í næsta leik en engu að síður verður að koma í ljós hvort hann fari beint í liðið. Egyptar fóru í framlengingu í öllum útsláttarleikjum sínum og Salah spilaði allar mínútur. Annars eru góðar fréttir af meiðslum leikmanna, þar er bara Jordan Henderson tæpur vegna bakmeiðsla. Sadio Mané hélt til Senegal til að fagna Afríkumeistaratitlinum og verður ekki með en ætti að hafa komið aftur til Liverpool degi fyrir leik. Joe Gomez og Alex Oxlade-Chamberlain eru tiltækir á ný eftir að hafa lokið einangrun vegna Covid smits og því er nánast úr öllum leikmannahópnum að velja fyrir leikinn, sem er afskaplega gott mál. Hjá Leicester er eitthvað um forföll en þeir Bertrand, Castagne, Evans, Fofana og Vardy eru allir frá vegna meiðsla en engin ný meiðsli hafa gert vart við sig þar eftir tap þeirra gegn Nottingham Forest í FA bikarnum um síðustu helgi.
Okkar menn hafa kannski aðeins harma að hefna en liðin mættust síðast milli jóla og nýárs í deildinni á King Power leikvanginum. Þar klikkaði Salah á víti og leikurinn tapaðist 1-0 þrátt fyrir að Liverpool hafi heilt yfir verið mun betri í leiknum. Liðin mættust einnig nokkrum dögum áður á Anfield í Deildarbikarnum þar sem okkar menn sigruðu eftir vítaspyrnukeppni en jafnt var 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Liðið þarf að halda áfram að pressa á Manchester City á toppi deildarinnar og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Úrslitin á Anfield gegn Leicester í úrvalsdeildinni í gegnum tíðina hafa verið ágæt en síðast tókst gestunum að ná í stig tímabilið 2018-19 með 1-1 jafntefli og síðasti sigurleikur þeirra kom í maí árið 2000. Heilt yfir hafa liðin spilað 15 leiki á Anfield í úrvalsdeild, Liverpool hafa unnið níu, 3 hafa endað jafnir og Leicester unnið þrjá leiki.
Ef við reynum að spá fyrir um byrjunarlið Liverpool í þessum leik verður það kannski eitthvað í þessa áttina. Alisson kemur í markið á ný, bakverðir Alexander-Arnold og Robertson og í miðri vörninni verða þeir Matip og van Dijk. Fabinho snýr aftur á miðjuna er eitthvað sem ætti að vera fullvíst en hverjir verða með honum er kannski aðeins meiri hausverkur, við tippum á að Henderson fái hvíld og að þeir Thiago og Keita byrji. Fremstu þrír verða svo Salah, Jota og Firmino og nýi maðurinn Luis Diaz tilbúinn að koma inná snemma í seinni hálfleik ef á þarf að halda.
Spáin að þessu sinni er sú að heimamenn vinna fínan sigur en það verður kannski smá tæpt, segjum 2-1 í hörku leik !
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna með 16 deildarmörk til þessa.
- Jamie Vardy er markahæstur hjá Leicester með níu mörk en eins og áður sagði verður hann fjarri góðu gamni í kvöld.
- Trent Alexander-Arnold spilar líklega sinn 150. úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
- Í 149 leikjum til þessa hefur bakvörðurinn skorað 10 mörk, lagt upp 43 og 49 sinnum hefur honum tekist að halda markinu hreinu ásamt félögum sínum.
- Naby Keita fagnar 27 ára afmæli sínu í dag, 10. febrúar.
Jürgen Klopp staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn að Mohamed Salah er mættur aftur til æfinga eftir Afríkumótið. Salah var vissulega vonsvikinn með að tapa úrslitaleiknum en skv. því sem Klopp sagði er hann tilbúinn í næsta leik en engu að síður verður að koma í ljós hvort hann fari beint í liðið. Egyptar fóru í framlengingu í öllum útsláttarleikjum sínum og Salah spilaði allar mínútur. Annars eru góðar fréttir af meiðslum leikmanna, þar er bara Jordan Henderson tæpur vegna bakmeiðsla. Sadio Mané hélt til Senegal til að fagna Afríkumeistaratitlinum og verður ekki með en ætti að hafa komið aftur til Liverpool degi fyrir leik. Joe Gomez og Alex Oxlade-Chamberlain eru tiltækir á ný eftir að hafa lokið einangrun vegna Covid smits og því er nánast úr öllum leikmannahópnum að velja fyrir leikinn, sem er afskaplega gott mál. Hjá Leicester er eitthvað um forföll en þeir Bertrand, Castagne, Evans, Fofana og Vardy eru allir frá vegna meiðsla en engin ný meiðsli hafa gert vart við sig þar eftir tap þeirra gegn Nottingham Forest í FA bikarnum um síðustu helgi.
Okkar menn hafa kannski aðeins harma að hefna en liðin mættust síðast milli jóla og nýárs í deildinni á King Power leikvanginum. Þar klikkaði Salah á víti og leikurinn tapaðist 1-0 þrátt fyrir að Liverpool hafi heilt yfir verið mun betri í leiknum. Liðin mættust einnig nokkrum dögum áður á Anfield í Deildarbikarnum þar sem okkar menn sigruðu eftir vítaspyrnukeppni en jafnt var 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Liðið þarf að halda áfram að pressa á Manchester City á toppi deildarinnar og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Úrslitin á Anfield gegn Leicester í úrvalsdeildinni í gegnum tíðina hafa verið ágæt en síðast tókst gestunum að ná í stig tímabilið 2018-19 með 1-1 jafntefli og síðasti sigurleikur þeirra kom í maí árið 2000. Heilt yfir hafa liðin spilað 15 leiki á Anfield í úrvalsdeild, Liverpool hafa unnið níu, 3 hafa endað jafnir og Leicester unnið þrjá leiki.
Ef við reynum að spá fyrir um byrjunarlið Liverpool í þessum leik verður það kannski eitthvað í þessa áttina. Alisson kemur í markið á ný, bakverðir Alexander-Arnold og Robertson og í miðri vörninni verða þeir Matip og van Dijk. Fabinho snýr aftur á miðjuna er eitthvað sem ætti að vera fullvíst en hverjir verða með honum er kannski aðeins meiri hausverkur, við tippum á að Henderson fái hvíld og að þeir Thiago og Keita byrji. Fremstu þrír verða svo Salah, Jota og Firmino og nýi maðurinn Luis Diaz tilbúinn að koma inná snemma í seinni hálfleik ef á þarf að halda.
Spáin að þessu sinni er sú að heimamenn vinna fínan sigur en það verður kannski smá tæpt, segjum 2-1 í hörku leik !
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna með 16 deildarmörk til þessa.
- Jamie Vardy er markahæstur hjá Leicester með níu mörk en eins og áður sagði verður hann fjarri góðu gamni í kvöld.
- Trent Alexander-Arnold spilar líklega sinn 150. úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
- Í 149 leikjum til þessa hefur bakvörðurinn skorað 10 mörk, lagt upp 43 og 49 sinnum hefur honum tekist að halda markinu hreinu ásamt félögum sínum.
- Naby Keita fagnar 27 ára afmæli sínu í dag, 10. febrúar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan