| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur gegn Leicester
Liverpool vann góðan 2-0 sigur á Leicester City þar sem Diogo Jota sá um að skora mörkin.
Þegar byrjunarliðið var tilkynnt kom kannski eilítið á óvart að Luis Díaz byrjaði og Mohamed Salah settist á bekkinn. Engu að síður var það skiljanleg ákvörðun eftir langt ævintýri Salah á Afríkumótinu. Að öðru leyti var liðið eins og við mátti búast, Alisson í markinu og fyrir framan hann Alexander-Arnold, Matip, van Dijk og Robertson. Á miðjunni voru Fabinho, Thiago og Jones og frammi með Díaz þeir Firmino og Jota. Jordan Henderson fékk hvíld vegna bakmeiðsla en bekkurinn var feykisterkur með þá Kelleher, Konaté, Milner, Keita, Salah, Oxlade-Chamberlain, Minamino og Tsimikas.
Ekki var liðið mikið af leiknum þegar Díaz fékk sendingu innfyrir, hann lék inná teiginn og ætlaði að leggja boltann fyrir sig á hægri fót en varnarmaður komst fyrir. Gestirnir í Leicester áttu fyrsta alvöru skotfærið þegar Maddison fékk boltann vinstra megin í teignum og hafði tíma til að þruma á markið. Skotið var gott og Alisson sló boltann yfir, einstaklega vel varið. Eftir þetta komu færin hinumegin á vellinum, sóknarleikur Liverpool manna var líflegur og Schmeichel hafði nóg að gera í marki gestanna. Alexander-Arnold prófaði hann fyrst á 19. mínútu með góðu skoti í teignum, Andy Robertson var svo nálægt því að ná að skalla boltann á fjærstöng eftir fyrirgjöf en Skotinn náði ekki til boltans og lenti harkalega á stönginni í kjölfarið, honum varð hinsvegar ekki meint af því. Á 33. mínútu fengu okkar menn hornspyrnu þegar Albrighton komst fyrir tilraun Firmino. Uppúr horninu stangaði van Dijk boltann að marki, beint á Scmeichel sem varði beint út í markteig, þar fékk Jota boltann og sendi hann rakleiðis í markið. Thiago sýndi svo listir sínar með fallegri hjólhestaspyrnu en boltinn því miður rétt framhjá. Firmino átti tvo skot sem fóru svotil beint á títtnefndan Scmeichel og ekki tókst að koma boltanum meira framhjá honum í fyrri hálfleik.
Sömu sögu var að segja af seinni hálfleik, gestirnir máttu sín lítils í leiknum en náðu reyndar að halda boltanum vel innan liðsins í nokkrar mínútur en markinu var ekki ógnað af neinu ráði. Eftir klukkutíma leik komu þeir Elliott og Salah inná fyrir Jones og Firmino og það mátti strax sjá að Salah vildi setja mark sitt á leikinn. Hann lék listir sínar inná vítateig og komst upp að endalínu nálægt markinu en Schmeichel sá við honum. Svo komst hann einn í gegn eftir að hafa stolið boltanum á miðjunni en aftur varði sá danski. Skömmu síðar skaut Salah svo boltanum í fallegum boga vinstra megin í teignum og boltinn small í samskeytunum, Díaz náði svo skoti á markið en það var enn og aftur varið. Allt leit út fyrir að mörkin yrðu ekki fleiri með Schmeichel í stuði en á 87. mínútu tókst að koma boltanum framhjá honum. Sóknarþunginn var það mikill að Matip var mættur við víteigsbogann, boltinn barst til hans og hann ýtti honum áfram til Jota sem beið í teignum. Portúgalinn skaut í fyrsta og boltinn endaði í netinu, það þarf kannski ekki að taka það fram að Daninn var auðvitað nálægt því að verja. En lokatölur 2-0 og góður sigur í höfn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Fabinho, Thiago, Jones (Elliott, 60. mín.), Jota, Firmino (Salah, 59. mín.), Díaz (Minamino, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Tsimikas, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (34. mín. og 87. mín.).
Gult spjald: Firmino.
Leicester: Schmeichel, Justin, Amartey, Ndidi, Thomas, Soumaré (Tielemans, 60. mín.), Dewsbury-Hall, Albrighton, Maddison, Lookman (Barnes, 79. mín.), Daka (Iheanacho, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Söyüncü, Pérez, Choudhury, Pereira, Vestergaard.
Maður leiksins: Diogo Jota var kannski ekki mjög áberandi í leiknum heilt yfir en hann skoraði mörkin tvö sem skiptu máli. Portúgalinn er búinn að vera frábær það sem af er tímabils.
Jürgen Klopp: ,,Ég er ánægður með frammistöðuna því það er aldrei hægt að taka 2-0 sigri sem sjálfsögðum hlut. Ég sá mikið af góðri knattspyrnu í kvöld en mér fannst við geta stjórnað leiknum betur heilt yfir, Leicester fengu stundum of mikinn tíma með boltann. Þeir sköpuðu sér hinsvegar ekki mikið úr því en það kostar orku að elta þá og við hefðum getað beitt henni á betri hátt. En mörkin tvö voru góð og við áttum sigurinn skilið."
Fróðleikur:
- Diogo Jota hefur nú skorað 12 deildarmörk á tímabilinu.
- Jota hefur skorað 30 mörk í 60 leikjum fyrir félagið.
- Trent Alexander-Arnold spilaði í 150. sinn fyrir Liverpool í deildinni, er hann fjórði yngsti leikmaðurinn í sögunni til að ná þeim áfanga á eftir Robbie Fowler, Michael Owen og Emlyn Hughes.
- Liverpool eru með 51 stig eftir 23 deildarleiki og sitja í öðru sæti.
- Leicester eru með 26 stig eftir 21 leik og eru í 12. sæti deildarinnar.
Þegar byrjunarliðið var tilkynnt kom kannski eilítið á óvart að Luis Díaz byrjaði og Mohamed Salah settist á bekkinn. Engu að síður var það skiljanleg ákvörðun eftir langt ævintýri Salah á Afríkumótinu. Að öðru leyti var liðið eins og við mátti búast, Alisson í markinu og fyrir framan hann Alexander-Arnold, Matip, van Dijk og Robertson. Á miðjunni voru Fabinho, Thiago og Jones og frammi með Díaz þeir Firmino og Jota. Jordan Henderson fékk hvíld vegna bakmeiðsla en bekkurinn var feykisterkur með þá Kelleher, Konaté, Milner, Keita, Salah, Oxlade-Chamberlain, Minamino og Tsimikas.
Ekki var liðið mikið af leiknum þegar Díaz fékk sendingu innfyrir, hann lék inná teiginn og ætlaði að leggja boltann fyrir sig á hægri fót en varnarmaður komst fyrir. Gestirnir í Leicester áttu fyrsta alvöru skotfærið þegar Maddison fékk boltann vinstra megin í teignum og hafði tíma til að þruma á markið. Skotið var gott og Alisson sló boltann yfir, einstaklega vel varið. Eftir þetta komu færin hinumegin á vellinum, sóknarleikur Liverpool manna var líflegur og Schmeichel hafði nóg að gera í marki gestanna. Alexander-Arnold prófaði hann fyrst á 19. mínútu með góðu skoti í teignum, Andy Robertson var svo nálægt því að ná að skalla boltann á fjærstöng eftir fyrirgjöf en Skotinn náði ekki til boltans og lenti harkalega á stönginni í kjölfarið, honum varð hinsvegar ekki meint af því. Á 33. mínútu fengu okkar menn hornspyrnu þegar Albrighton komst fyrir tilraun Firmino. Uppúr horninu stangaði van Dijk boltann að marki, beint á Scmeichel sem varði beint út í markteig, þar fékk Jota boltann og sendi hann rakleiðis í markið. Thiago sýndi svo listir sínar með fallegri hjólhestaspyrnu en boltinn því miður rétt framhjá. Firmino átti tvo skot sem fóru svotil beint á títtnefndan Scmeichel og ekki tókst að koma boltanum meira framhjá honum í fyrri hálfleik.
Sömu sögu var að segja af seinni hálfleik, gestirnir máttu sín lítils í leiknum en náðu reyndar að halda boltanum vel innan liðsins í nokkrar mínútur en markinu var ekki ógnað af neinu ráði. Eftir klukkutíma leik komu þeir Elliott og Salah inná fyrir Jones og Firmino og það mátti strax sjá að Salah vildi setja mark sitt á leikinn. Hann lék listir sínar inná vítateig og komst upp að endalínu nálægt markinu en Schmeichel sá við honum. Svo komst hann einn í gegn eftir að hafa stolið boltanum á miðjunni en aftur varði sá danski. Skömmu síðar skaut Salah svo boltanum í fallegum boga vinstra megin í teignum og boltinn small í samskeytunum, Díaz náði svo skoti á markið en það var enn og aftur varið. Allt leit út fyrir að mörkin yrðu ekki fleiri með Schmeichel í stuði en á 87. mínútu tókst að koma boltanum framhjá honum. Sóknarþunginn var það mikill að Matip var mættur við víteigsbogann, boltinn barst til hans og hann ýtti honum áfram til Jota sem beið í teignum. Portúgalinn skaut í fyrsta og boltinn endaði í netinu, það þarf kannski ekki að taka það fram að Daninn var auðvitað nálægt því að verja. En lokatölur 2-0 og góður sigur í höfn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Fabinho, Thiago, Jones (Elliott, 60. mín.), Jota, Firmino (Salah, 59. mín.), Díaz (Minamino, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Tsimikas, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (34. mín. og 87. mín.).
Gult spjald: Firmino.
Leicester: Schmeichel, Justin, Amartey, Ndidi, Thomas, Soumaré (Tielemans, 60. mín.), Dewsbury-Hall, Albrighton, Maddison, Lookman (Barnes, 79. mín.), Daka (Iheanacho, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Söyüncü, Pérez, Choudhury, Pereira, Vestergaard.
Maður leiksins: Diogo Jota var kannski ekki mjög áberandi í leiknum heilt yfir en hann skoraði mörkin tvö sem skiptu máli. Portúgalinn er búinn að vera frábær það sem af er tímabils.
Jürgen Klopp: ,,Ég er ánægður með frammistöðuna því það er aldrei hægt að taka 2-0 sigri sem sjálfsögðum hlut. Ég sá mikið af góðri knattspyrnu í kvöld en mér fannst við geta stjórnað leiknum betur heilt yfir, Leicester fengu stundum of mikinn tíma með boltann. Þeir sköpuðu sér hinsvegar ekki mikið úr því en það kostar orku að elta þá og við hefðum getað beitt henni á betri hátt. En mörkin tvö voru góð og við áttum sigurinn skilið."
Fróðleikur:
- Diogo Jota hefur nú skorað 12 deildarmörk á tímabilinu.
- Jota hefur skorað 30 mörk í 60 leikjum fyrir félagið.
- Trent Alexander-Arnold spilaði í 150. sinn fyrir Liverpool í deildinni, er hann fjórði yngsti leikmaðurinn í sögunni til að ná þeim áfanga á eftir Robbie Fowler, Michael Owen og Emlyn Hughes.
- Liverpool eru með 51 stig eftir 23 deildarleiki og sitja í öðru sæti.
- Leicester eru með 26 stig eftir 21 leik og eru í 12. sæti deildarinnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur
Fréttageymslan