| Sf. Gutt
TIL BAKA
Til hamingju!
Fabinho Tavarez lék sinn 150. leik fyrir Liverpool á San Siro gegn Inter Milan. Brasilíumaðurinn er algjör lykilmaður á miðjunni hjá Liverpool og einn sá allra besti í sinni stöðu.
Liverpool keypti Brasilíumanninn frá franska liðinu Monaco sumarið 2018. Það tók hann nokkurn tíma að fóta sig í ensku knattspyrnunni. En eftir að hann var búinn að ná áttum varð hann lykilmaður aftast á miðjunni hjá Liverpool. Hann er einfaldlega einn af þeim allra bestu í sinni stöðu.
Á síðustu leiktíð sýndi hann fjölhæfni sína með að spila þó nokkuð sem miðvörður vegna forfalla miðvarða Liverpool. Hann var ekki síður góður í þeirri stöðu en á miðjunni.
Fabinho hefur orðið Englands- og Evrópumeistari með Liverpool auk þess að vinna Stórbikar Evrópu og Heimsmeistari félagsliða. Hann varð franskur meistari með Monaco keppnistímabilið 2016/17.
Fabinho er nú kominn með 150 leiki. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp sjö. Sex af þessum níu mörkum hefur hann skorað á þessu keppnistímbili.
Til hamingju með áfangann Fabinho!
Liverpool keypti Brasilíumanninn frá franska liðinu Monaco sumarið 2018. Það tók hann nokkurn tíma að fóta sig í ensku knattspyrnunni. En eftir að hann var búinn að ná áttum varð hann lykilmaður aftast á miðjunni hjá Liverpool. Hann er einfaldlega einn af þeim allra bestu í sinni stöðu.
Á síðustu leiktíð sýndi hann fjölhæfni sína með að spila þó nokkuð sem miðvörður vegna forfalla miðvarða Liverpool. Hann var ekki síður góður í þeirri stöðu en á miðjunni.
Fabinho hefur orðið Englands- og Evrópumeistari með Liverpool auk þess að vinna Stórbikar Evrópu og Heimsmeistari félagsliða. Hann varð franskur meistari með Monaco keppnistímabilið 2016/17.
Fabinho er nú kominn með 150 leiki. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp sjö. Sex af þessum níu mörkum hefur hann skorað á þessu keppnistímbili.
Til hamingju með áfangann Fabinho!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan