| Sf. Gutt
Liverpool burstaði Leeds United 6:0 á Anfield Road. Sigurinn hefði getað verið enn stærri. Liðið er nú komið á hæla Manchester City í toppbaráttunni. Liverpool lék frábærlega og er enn með í baráttunni á öllum fjórum vígstöðvunum sem liðið berst á!
Leikmenn Liverpool voru svolítið rólegir í byrjun og á 6. mínútu slapp liðið með skrekkinn. Alisson Becker var værukær eftir að það hafði verið sent aftur á hann. Daniel James sótti að honum. Alisson hitti ekki boltann þegar hann ætlaði að hreinsa og datt. Markið var autt en Joël Matip var á vaktinni og náði boltanum áður en Daniel komst í hann. Sumir töldu að Leeds hefði átt að fá víti eftir viðskipti Alisson og Daniel en ekkert var dæmt.
Liverpool komst yfir eftir stundarfjórðung þegar Mohamed Salah skoraði örugglega úr víti. Hann sendi boltann neðst í hægra hornið en markmaður Leeds henti sér í hitt hornið. Vítið var dæmt eftir að Andrew Robertson gaf fyrir markið og boltinn fór í hendi á varnarmanni. Á 22. mínútu braust Luis Díaz sem var mjög góður inn í vítateig en skot hans var varið.
Eftir hálftíma skoraði Liverpool aftur. Joël Matip náði boltanum við miðjuna og rauk fram völlinn. Hann spilaði þríhyrning við Mohamed og fékk boltann aftur í vítateignum þaðan sem hann skaut boltanum af miklu öryggi yfir markmann Leeds. Markinu var fagnað geysilega vel enda með þeim glæsilegri. Joël er búinn að taka margar góðar rispur fram völlinn á leiktíðinni og nú kom að marki!
Næsta mark kom fimm mínútum seinna. Sadio Mané slapp í gegnum vörnina og þegar hann var kominn einn á móti markmanni felldi Luke Ayling hann. Víti var dæmt en sumir töldu að Luke hefði átt að vera rekinn út af. Mohamed tók vítið. Hann skaut boltanum aftur í sama hornið. Markmaður Leeds skutlaði sér í það horn en Mohamed lyfti boltanum bara aðeins í þetta skiptið og skot hans var óverjandi. Magnað hjá Egyptanum!
Þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks hrökk boltann fyrir fætur Fabinho Tavarez eftir aukaspyrnu. Brasilíumaðurinn hefði átt að skora en skot hans fór framhjá. Á síðustu mínútu hálfleiksins sendi Trent Alexander-Arnold inn fyrir á Mohamed sem slapp í einn í gegn. Hann lyfti boltanum yfir markmanninn sem kom út á móti honum en einn leikmanna Leeds bjargaði á marklínu. Gríðarlegir yfirburðir Liverpool og forystan hefði getað verið enn meiri en 3:0 í hálfleik.
Lengi vel í fyrri hálfleik var tíðindalítið. Leikur Leeds lagaðist aðeins en Liverpool hafði sem fyrr öll völd. Eftir klukkutíma skaut Mohamed yfir úr upplögðu færi eftir gott spil við Curtis Jones. En mörkin voru ekki búin!
Á 80. mínútu náði varamaðurinn Jordan Henderson boltanum eftir slakt útspark markvarðar Leeds. Hann lék þríhyrning við Mohamed og gaf svo fyrir markið frá hægri á Sadio Mané sem skoraði óvaldaður rétt utan markteigs. Á 77. mínútu kom James Milner til leiks og var honum vel fagnað af stuðningsmönnum beggja liða. Á lokamínútunni sendi James fram á Divock Origi, sem var nýkominn inn á. Belginn komst inn í vítateiginn vinstra megin en markmaður Leeds gerði vel í að loka á hann. Boltinn hrökk á hinn bóginn fyrir fætur Sadio sem ýtti boltanum í markið af stuttu færi!
Líklega töldu flestir að þetta væri síðasta mark kvöldsins en svo var ekki. Í viðbótartíma fékk Liverpool horn frá vinstri. Andrew Roberton tók hornið. Varnarmenn Leeds sváfu á verðinum og Virgil van Dikj fékk frítt hlaup að boltanum. Hollendingurinn skallaði í markið fyrir framan Kop stúkuna með síðustu snertingu leiksins. Stórsigur sem hefði getað verið enn stærri.
Sigurinn hefur enn bætt stöðu Liverpool í toppbaráttunni. Liðið er komið fast á hæla Manchester City. Það er þó mikið eftir fram til vors. Á sunnudagur er úrslitaleikur þar sem bikar er í boði. Liverpool verður að halda áfram á sömu braut í þeim leik!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Jones (Milner 77. mín.), Fabinho, Thiago (Henderson 68. mín.), Salah, Mané og Díaz (Origi 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Keïta, Oxlade-Chamberlain, Minamino og Tsimikas.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah, bæði víti, (15. og 35. mín.), Joël Matip (30. mín.), Sadio Mané (80. og 90. mín.) og Virgil van Dijk (90.mín.).
Leeds United: Meslier, Dallas, Ayling, Struijk, Firpo, Forshaw, Raphinha, Klich (Shackleton 45. mín.), Rodrigo (Roberts 45. mín.), Harrison, James (Gelhardt 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Roberts, Klaesson, Bate, Cresswell, Summerville, McCarron og Kenneh.
Gul spjöld: Junior Firpo, Luke Ayling og Joe Gelhardt.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Maður leiksins: Joël Matip. Þessi skemmtilegi miðvörður hefur oft átt góðar rispur fram völlinn á leiktíðinni. Loksins kom að því að skoraði. Kannski voru einhverjir betri en hann en Joël var frábær í vörninni fyrir utan að skora mark sem framherji hefði ekki afgreitt betur!
Jürgen Klopp: Við skoruðum skemmtileg mörk og hefðum getað skorað fleiri. Já, ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 27 mörk á keppnistímabilinu.
- Joël Matip skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Hann varð 17. leikmaður Liverpool til að skora í deildinni það sem af er leiktíðar. Það er jöfnun á félagsmeti. Þrívegis áður hafa 17 leikmenn skorað á sama keppnistímabilinu.
- Sadio Mané er kominn með 13 mörk á sparktíðinni.
- Hann er eini leikmaðurinn sem hefur náð tíu eða fleiri mörkum síðustu átta keppnistímabilin.
- Virgil van Dijk skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Thiago Alcântara lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp eitt.
- Liverpool hefur nú skorað 17 mörk eftir 76. mínútu í leikjum sínum. Ekkert lið í deildinni hefur skorað svo oft eftir 76. mínútu. Liverpool hefur aðeins fengið tvö mörk á sig á þessum tíma sem er líka það besta í deildinni á þessari leiktíð.
- Þessi 6:0 sigur á Leeds United er stærsti heimasigur Liverpool í deildarleik á valdatíma Jürgen Klopp.
- Þetta var stærsta tap Leeds á Anfield.
TIL BAKA
Liverpool burstaði Leeds!
Liverpool burstaði Leeds United 6:0 á Anfield Road. Sigurinn hefði getað verið enn stærri. Liðið er nú komið á hæla Manchester City í toppbaráttunni. Liverpool lék frábærlega og er enn með í baráttunni á öllum fjórum vígstöðvunum sem liðið berst á!
Aftur gerði Jürgen Klopp nokkrar breytingar á liðinu. Báðir föstu bakverðirnir komu til leiks á nýjan leik. Luis Díaz hélt sæti sínu eftir góða framgöngu í fyrstu leikjum sínum.
Leikmenn Liverpool voru svolítið rólegir í byrjun og á 6. mínútu slapp liðið með skrekkinn. Alisson Becker var værukær eftir að það hafði verið sent aftur á hann. Daniel James sótti að honum. Alisson hitti ekki boltann þegar hann ætlaði að hreinsa og datt. Markið var autt en Joël Matip var á vaktinni og náði boltanum áður en Daniel komst í hann. Sumir töldu að Leeds hefði átt að fá víti eftir viðskipti Alisson og Daniel en ekkert var dæmt.
Liverpool komst yfir eftir stundarfjórðung þegar Mohamed Salah skoraði örugglega úr víti. Hann sendi boltann neðst í hægra hornið en markmaður Leeds henti sér í hitt hornið. Vítið var dæmt eftir að Andrew Robertson gaf fyrir markið og boltinn fór í hendi á varnarmanni. Á 22. mínútu braust Luis Díaz sem var mjög góður inn í vítateig en skot hans var varið.
Eftir hálftíma skoraði Liverpool aftur. Joël Matip náði boltanum við miðjuna og rauk fram völlinn. Hann spilaði þríhyrning við Mohamed og fékk boltann aftur í vítateignum þaðan sem hann skaut boltanum af miklu öryggi yfir markmann Leeds. Markinu var fagnað geysilega vel enda með þeim glæsilegri. Joël er búinn að taka margar góðar rispur fram völlinn á leiktíðinni og nú kom að marki!
Næsta mark kom fimm mínútum seinna. Sadio Mané slapp í gegnum vörnina og þegar hann var kominn einn á móti markmanni felldi Luke Ayling hann. Víti var dæmt en sumir töldu að Luke hefði átt að vera rekinn út af. Mohamed tók vítið. Hann skaut boltanum aftur í sama hornið. Markmaður Leeds skutlaði sér í það horn en Mohamed lyfti boltanum bara aðeins í þetta skiptið og skot hans var óverjandi. Magnað hjá Egyptanum!
Þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks hrökk boltann fyrir fætur Fabinho Tavarez eftir aukaspyrnu. Brasilíumaðurinn hefði átt að skora en skot hans fór framhjá. Á síðustu mínútu hálfleiksins sendi Trent Alexander-Arnold inn fyrir á Mohamed sem slapp í einn í gegn. Hann lyfti boltanum yfir markmanninn sem kom út á móti honum en einn leikmanna Leeds bjargaði á marklínu. Gríðarlegir yfirburðir Liverpool og forystan hefði getað verið enn meiri en 3:0 í hálfleik.
Lengi vel í fyrri hálfleik var tíðindalítið. Leikur Leeds lagaðist aðeins en Liverpool hafði sem fyrr öll völd. Eftir klukkutíma skaut Mohamed yfir úr upplögðu færi eftir gott spil við Curtis Jones. En mörkin voru ekki búin!
Á 80. mínútu náði varamaðurinn Jordan Henderson boltanum eftir slakt útspark markvarðar Leeds. Hann lék þríhyrning við Mohamed og gaf svo fyrir markið frá hægri á Sadio Mané sem skoraði óvaldaður rétt utan markteigs. Á 77. mínútu kom James Milner til leiks og var honum vel fagnað af stuðningsmönnum beggja liða. Á lokamínútunni sendi James fram á Divock Origi, sem var nýkominn inn á. Belginn komst inn í vítateiginn vinstra megin en markmaður Leeds gerði vel í að loka á hann. Boltinn hrökk á hinn bóginn fyrir fætur Sadio sem ýtti boltanum í markið af stuttu færi!
Líklega töldu flestir að þetta væri síðasta mark kvöldsins en svo var ekki. Í viðbótartíma fékk Liverpool horn frá vinstri. Andrew Roberton tók hornið. Varnarmenn Leeds sváfu á verðinum og Virgil van Dikj fékk frítt hlaup að boltanum. Hollendingurinn skallaði í markið fyrir framan Kop stúkuna með síðustu snertingu leiksins. Stórsigur sem hefði getað verið enn stærri.
Sigurinn hefur enn bætt stöðu Liverpool í toppbaráttunni. Liðið er komið fast á hæla Manchester City. Það er þó mikið eftir fram til vors. Á sunnudagur er úrslitaleikur þar sem bikar er í boði. Liverpool verður að halda áfram á sömu braut í þeim leik!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Jones (Milner 77. mín.), Fabinho, Thiago (Henderson 68. mín.), Salah, Mané og Díaz (Origi 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Keïta, Oxlade-Chamberlain, Minamino og Tsimikas.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah, bæði víti, (15. og 35. mín.), Joël Matip (30. mín.), Sadio Mané (80. og 90. mín.) og Virgil van Dijk (90.mín.).
Leeds United: Meslier, Dallas, Ayling, Struijk, Firpo, Forshaw, Raphinha, Klich (Shackleton 45. mín.), Rodrigo (Roberts 45. mín.), Harrison, James (Gelhardt 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Roberts, Klaesson, Bate, Cresswell, Summerville, McCarron og Kenneh.
Gul spjöld: Junior Firpo, Luke Ayling og Joe Gelhardt.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Maður leiksins: Joël Matip. Þessi skemmtilegi miðvörður hefur oft átt góðar rispur fram völlinn á leiktíðinni. Loksins kom að því að skoraði. Kannski voru einhverjir betri en hann en Joël var frábær í vörninni fyrir utan að skora mark sem framherji hefði ekki afgreitt betur!
Jürgen Klopp: Við skoruðum skemmtileg mörk og hefðum getað skorað fleiri. Já, ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum.
Fróðleikur
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 27 mörk á keppnistímabilinu.
- Joël Matip skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Hann varð 17. leikmaður Liverpool til að skora í deildinni það sem af er leiktíðar. Það er jöfnun á félagsmeti. Þrívegis áður hafa 17 leikmenn skorað á sama keppnistímabilinu.
- Sadio Mané er kominn með 13 mörk á sparktíðinni.
- Hann er eini leikmaðurinn sem hefur náð tíu eða fleiri mörkum síðustu átta keppnistímabilin.
- Virgil van Dijk skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Thiago Alcântara lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp eitt.
- Liverpool hefur nú skorað 17 mörk eftir 76. mínútu í leikjum sínum. Ekkert lið í deildinni hefur skorað svo oft eftir 76. mínútu. Liverpool hefur aðeins fengið tvö mörk á sig á þessum tíma sem er líka það besta í deildinni á þessari leiktíð.
- Þessi 6:0 sigur á Leeds United er stærsti heimasigur Liverpool í deildarleik á valdatíma Jürgen Klopp.
- Þetta var stærsta tap Leeds á Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan