| Sf. Gutt
Þetta var dásamlegur dagur! Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, vann Deildarbikarinn í annað sinn í gær. Hann vonar að sigurinn gefi liðinu kraft í lokasprettinn á leiktíðinni.
,,Þetta var dásamlegur dagur og vonandi getur sigurinn gefið okkur kraft fyrir síðustu mánuðina á keppnistímabilinu. Það eru margir leikir eftir."
Jordan tók í sama streng og Jürgen Klopp eftir leikinn. Hann sagði að sigurinn í Deildarbikarnum hefði verið sigur alls liðshópsins. Alls tóku 33 leikmenn Liverpool þátt í vegferðinni og Jordan segir að sigurinn hafi verið enn sætari fyrir vikið.
,,Það var líka virkilega gaman því við notuðum allan liðshópinn frá byrjun keppninnar. Leikmenn úr aðalliðinu og frá Akademíunni lögðu sitt af mörkum. Þess vegna var enn sætara að vinna keppnina."
,,Það er virkilega magnað að vinna titla með þessu knattspyrnufélagi og það skiptir engu um hvaða keppni er að ræða. Við fengum kærkomið tækifæri á að sigra í keppni og sem betur fer féll það okkur í skaut að vinna. Það er alltaf erfitt að fara í gegnum vítaspyrnukeppni. Það er í raun ekkert gamanmál. En mér finnst þegar allt er tekið að strákarnir hafi verðskuldað að bera sigur úr býtum."
Jordan var í liði Liverpool sem vann Deildarbikarinn síðast. Það gerðist fyrir tíu árum og einum degi. Fyrirliðinn segir að það sé ótrúlegt að heill áratugur sé liðinn.
,,Ég trúi ekki að tíu ár séu liðin. Það er eiginlega alveg bilað að svo sé orðið. Það er magnað að koma hingað aftur og vinna keppnina á nýjan leik. Það er í raun og veru gersamlega magnað! Ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut að fá að leika fyrir hönd þessa knattspyrnufélags. Það er alveg einstakt að fá að gera það. Svo fylgir því auðvitað ennþá meiri ánægja að vinna titla með félaginu. Stuðningsmennirnar verðskulda að fagna titilsigrum og það sama gildir um leikmennina."
Jordan Henderson er nú búinn að taka við fimm bikurum sem fyrirliði Liverpool. Hver veit nema hann eigi eftir að taka við fleirum áður en hann hættir að spila með Liverpool.
TIL BAKA
Dásamlegur dagur!
Þetta var dásamlegur dagur! Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, vann Deildarbikarinn í annað sinn í gær. Hann vonar að sigurinn gefi liðinu kraft í lokasprettinn á leiktíðinni.
,,Þetta var dásamlegur dagur og vonandi getur sigurinn gefið okkur kraft fyrir síðustu mánuðina á keppnistímabilinu. Það eru margir leikir eftir."
Jordan tók í sama streng og Jürgen Klopp eftir leikinn. Hann sagði að sigurinn í Deildarbikarnum hefði verið sigur alls liðshópsins. Alls tóku 33 leikmenn Liverpool þátt í vegferðinni og Jordan segir að sigurinn hafi verið enn sætari fyrir vikið.
,,Það var líka virkilega gaman því við notuðum allan liðshópinn frá byrjun keppninnar. Leikmenn úr aðalliðinu og frá Akademíunni lögðu sitt af mörkum. Þess vegna var enn sætara að vinna keppnina."
,,Það er virkilega magnað að vinna titla með þessu knattspyrnufélagi og það skiptir engu um hvaða keppni er að ræða. Við fengum kærkomið tækifæri á að sigra í keppni og sem betur fer féll það okkur í skaut að vinna. Það er alltaf erfitt að fara í gegnum vítaspyrnukeppni. Það er í raun ekkert gamanmál. En mér finnst þegar allt er tekið að strákarnir hafi verðskuldað að bera sigur úr býtum."
Jordan var í liði Liverpool sem vann Deildarbikarinn síðast. Það gerðist fyrir tíu árum og einum degi. Fyrirliðinn segir að það sé ótrúlegt að heill áratugur sé liðinn.
,,Ég trúi ekki að tíu ár séu liðin. Það er eiginlega alveg bilað að svo sé orðið. Það er magnað að koma hingað aftur og vinna keppnina á nýjan leik. Það er í raun og veru gersamlega magnað! Ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut að fá að leika fyrir hönd þessa knattspyrnufélags. Það er alveg einstakt að fá að gera það. Svo fylgir því auðvitað ennþá meiri ánægja að vinna titla með félaginu. Stuðningsmennirnar verðskulda að fagna titilsigrum og það sama gildir um leikmennina."
Jordan Henderson er nú búinn að taka við fimm bikurum sem fyrirliði Liverpool. Hver veit nema hann eigi eftir að taka við fleirum áður en hann hættir að spila með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan