| Sf. Gutt
Áfram heldur baráttan. Nú er barist á þremur vígstöðvum því einn titillinn er nú þegar kominn í trausta gleymslu á Anfield Road. Nú er það deildin og næsta verkefni í henni verður seinni partinn á morgun þegar Liverpool mætir West Ham United á Anfield.
West Ham varð fyrst liða til að leggja Liverpool að velli fyrr í vetur. Liverpool lék ekki vel í þeim leik en hefði þó vel getað náð einu stigi úr leiknum. En West Ham hafði betur og sigurinn styrkti stöðu liðsins meðal efstu liða. Liðið er enn eitt af þeim efstu í deildinni og á alla möguleika á að ná einu af fjórum efstu liðum deildarinnar í vor. Hér verður því um að ræða rimmu í toppbaráttunni.
Liverpool náði fyrsta titli leiktíðarinnar í hús þegar liðið vann sigur í vítaspyrnukeppni á Chelsea síðasta sunnudag. Leikurinn er besti úrslitaleikur Deildrbikarsins í mörg ár og þó ekkert löglegt mark hafi verið skorað var leikurinn frábærlega leikinn af báðum liðum. Fögnuður stuðningsmanna Liverpool var mikill og innilegur. Í raun var andrúmsloftið á Wembley rafmagnað. Ekki var að sjá að þetta væri keppni sem fáir hafa áhuga á! Nei, það var bikar í boði og Liverpool á að sækjast eftir öllum bikurum sem eru í boði.
Liverpool komst svo áfram í FA bikarnum síðastliðið miðvikudagskvöld eftir sigur á Norwic City. Liðið sem hóf leikinn var mikið breytt frá því á sunnudaginn enda menn lúnir eftir allan hraðann og spennuna á Wembley. Leiða má að því líkum að liðinu verði aftur breytt nokkuð á morgun og flestir ef ekki allir lykilmennirnir kallaðir aftur á vaktina. Í það minnsta þeir sem eru leikfærir.
West Ham er með sterkt lið enda meðal efstu liða. Það er reyndar svolítið misjafnt en það er hægara sagt en gert að leggja það að velli. Liverpool þarf að spila vel til að vinna sigur og vonandi koma lykilmenn ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld á móti Norwich. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 í jöfnum leik. Diogo Jota og Mohamed Salah skora.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Áfram heldur baráttan. Nú er barist á þremur vígstöðvum því einn titillinn er nú þegar kominn í trausta gleymslu á Anfield Road. Nú er það deildin og næsta verkefni í henni verður seinni partinn á morgun þegar Liverpool mætir West Ham United á Anfield.
West Ham varð fyrst liða til að leggja Liverpool að velli fyrr í vetur. Liverpool lék ekki vel í þeim leik en hefði þó vel getað náð einu stigi úr leiknum. En West Ham hafði betur og sigurinn styrkti stöðu liðsins meðal efstu liða. Liðið er enn eitt af þeim efstu í deildinni og á alla möguleika á að ná einu af fjórum efstu liðum deildarinnar í vor. Hér verður því um að ræða rimmu í toppbaráttunni.
Liverpool náði fyrsta titli leiktíðarinnar í hús þegar liðið vann sigur í vítaspyrnukeppni á Chelsea síðasta sunnudag. Leikurinn er besti úrslitaleikur Deildrbikarsins í mörg ár og þó ekkert löglegt mark hafi verið skorað var leikurinn frábærlega leikinn af báðum liðum. Fögnuður stuðningsmanna Liverpool var mikill og innilegur. Í raun var andrúmsloftið á Wembley rafmagnað. Ekki var að sjá að þetta væri keppni sem fáir hafa áhuga á! Nei, það var bikar í boði og Liverpool á að sækjast eftir öllum bikurum sem eru í boði.
Liverpool komst svo áfram í FA bikarnum síðastliðið miðvikudagskvöld eftir sigur á Norwic City. Liðið sem hóf leikinn var mikið breytt frá því á sunnudaginn enda menn lúnir eftir allan hraðann og spennuna á Wembley. Leiða má að því líkum að liðinu verði aftur breytt nokkuð á morgun og flestir ef ekki allir lykilmennirnir kallaðir aftur á vaktina. Í það minnsta þeir sem eru leikfærir.
West Ham er með sterkt lið enda meðal efstu liða. Það er reyndar svolítið misjafnt en það er hægara sagt en gert að leggja það að velli. Liverpool þarf að spila vel til að vinna sigur og vonandi koma lykilmenn ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld á móti Norwich. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 í jöfnum leik. Diogo Jota og Mohamed Salah skora.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan