| Sf. Gutt
Liverpool þurfti á öllu sínu að halda þegar liðið vann nauman 1:0 sigur á West Ham United á Anfield Road núna undir kvöldið. Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram!
Eins og margir töldu fyrirfram komu flestir þeir sem voru hvíldir í bikarleiknum á móti Norwich City inn í liðið. Það þýddi að sterkasta liði Liverpool var teflt fram enda gestirnir eitt af toppliðum deildarinnar.
Fyrir leikinn var stríðsþjáðu fólki í Úkraínu sýnd samstaða með lófaklappi. Stuðningsmenn Liverpool sungu um leið You´ll Never Walk Alone. Tilfinningaþrungin stund!
Liverpool fékk dauðafæri eftir rúma mínútu. Trent Alexander-Arnold var fljótur að hugsa þegar Liverpool fékk dæmda aukaspyrnu á sínum vallarhelmingi. Hann sendi langa sendi fram völlinn á Mohamed Salah sem stakk vörn gestanna af og komst einn inn í vítateig en Lukasz Fabianski varði vel með úthlaupi. Þarna átti Egyptinn að skora! Liverpool var sterkara liðið í byrjun en West Ham fékk næsta færi þegar Michail Antonio ógnaði með skoti á 14. mínútu en Alisson Becker sló boltann yfir.
Liverpool braut ísinn á 27. mínútu. Samspil Liverpool endaði með því að Trent fékk boltann utan við vítateiginn hægra megin. Hann sendi inn á markteiginn og þar skaut Sadio Mané sér fram og stýrði boltanum inni í markið af stuttu færi. Vel gert hjá Afríkumeistaranum sem sýndi þarna mikið harðfylgi.
Á 38. mínútu gerði Liverpool harða hríð að marki West Ham en það var bjargað í tvígang. Gestirnir sneru vörn í sókn nokkrum andartökum seinna og Pablo Fornals slapp einn í gegn. Hann lyfti boltanum yfir Alisson sem kom út á móti honum. Boltinn stefndi í markið en Trent var vel vakandi, elti boltann og bjargaði á línu með því að sparka boltanum aftur fyrir sig á allra síðustu stundu. Alisson varði í hamagang sem fylgdi og Liverpool náði að bjarga málum. Þarna slapp Liverpool vel og frábærlega gert hjá Trent að bjarga. Hann varði þar með hálfleiksforystu Liverpool.
Síðari hálfleikur var lengi tíðindalítill. Liverpool var sterkari aðilinn en leikmenn West Ham gáfust aldrei upp og freistuðu þess að jafna ef færi myndi gefast. Luis Díaz sýndi mögnuð tilþrif þegar hann náði boltanum rétt utan við sinn vítateig. Hann tók á rás fram völlinn og var næstum kominn inn í vítateig West Ham þegar hann var felldur. Á 64. mínútu kom Luis sér í skotfæri en bogaskot hans fór rétt framhjá.
West Ham fékk svo dauðafæri á 70. mínútu. Manuel Lanzini fékk boltann í vítateignum, lék á Trent og átti opið skotfæri en skot hans fór hátt upp í stúku. Þar slapp Liverpool vel. Þegar tíu mínútur voru eftir komst Michail í færi en Naby Keita komst fyrir fyrir og bjargaði vel. Mikil spenna var síðustu mínútur leiksins enda mátti ekkert út af bera en Liverpool hélt út og vann nauman sigur.
Liverpool spilaði svo sem prýðilega á köflum en West Ham neitaði að gefast upp. Seigla Liverpool færði sigurinn í hús. Kapphlaupið heldur áfram!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Keïta (Milner 90. mín.), Salah (Jota 79. mín.) Mané og Díaz (Jones 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Origi og Elliott.
Mark Liverpool: Sadio Mané (27. mín.).
Gul spjöld: Diogo Jota og Sadio Mané.
West Ham United: Fabianski, Johnson, Dawson, Zouma, Cresswell, Bowen (Benrahma 53. mín.), Soucek, Lanzini, Vlasic (Noble 61 mín.), Fornals (Chesters 90. mín.) og Antonio. Ónotaðir varamenn: Areola, Diop, Fredericks, Masuaku, Král og Oko-Flex.
Gult spjald: Craig Dawson.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.059.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann lagði upp sigurmarkið. Eins kom hann við sögu við að landa sigrinum með frábærri björgun á línu.
Jürgen Klopp: Við hefðum getað leikið betur. Við lékum býsna vel í fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var erfiðari. Þegar svo er þarf fljóta fætur, stórt hjarta og eldmóð. Við þurftum á þessu öllu að halda til að ná sigri.
- Sadio Mané skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 600. sigur Liverpool frá því Úrvalsdeildin var stofnuð. Liverpool er fjórða liðið til að ná þeim fjölda.
- Virgil van Dijk lék sinn 60. deildarleik í röð án taps á Anfield. Það er met frá því Úrvalsdeildin var stofnuð.
- Trent Alexander-Arnold lagði upp 16. mark sitt á keppnistímabilinu.
TIL BAKA
Naumur sigur Liverpool
Liverpool þurfti á öllu sínu að halda þegar liðið vann nauman 1:0 sigur á West Ham United á Anfield Road núna undir kvöldið. Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram!
Eins og margir töldu fyrirfram komu flestir þeir sem voru hvíldir í bikarleiknum á móti Norwich City inn í liðið. Það þýddi að sterkasta liði Liverpool var teflt fram enda gestirnir eitt af toppliðum deildarinnar.
Fyrir leikinn var stríðsþjáðu fólki í Úkraínu sýnd samstaða með lófaklappi. Stuðningsmenn Liverpool sungu um leið You´ll Never Walk Alone. Tilfinningaþrungin stund!
Liverpool fékk dauðafæri eftir rúma mínútu. Trent Alexander-Arnold var fljótur að hugsa þegar Liverpool fékk dæmda aukaspyrnu á sínum vallarhelmingi. Hann sendi langa sendi fram völlinn á Mohamed Salah sem stakk vörn gestanna af og komst einn inn í vítateig en Lukasz Fabianski varði vel með úthlaupi. Þarna átti Egyptinn að skora! Liverpool var sterkara liðið í byrjun en West Ham fékk næsta færi þegar Michail Antonio ógnaði með skoti á 14. mínútu en Alisson Becker sló boltann yfir.
Liverpool braut ísinn á 27. mínútu. Samspil Liverpool endaði með því að Trent fékk boltann utan við vítateiginn hægra megin. Hann sendi inn á markteiginn og þar skaut Sadio Mané sér fram og stýrði boltanum inni í markið af stuttu færi. Vel gert hjá Afríkumeistaranum sem sýndi þarna mikið harðfylgi.
Á 38. mínútu gerði Liverpool harða hríð að marki West Ham en það var bjargað í tvígang. Gestirnir sneru vörn í sókn nokkrum andartökum seinna og Pablo Fornals slapp einn í gegn. Hann lyfti boltanum yfir Alisson sem kom út á móti honum. Boltinn stefndi í markið en Trent var vel vakandi, elti boltann og bjargaði á línu með því að sparka boltanum aftur fyrir sig á allra síðustu stundu. Alisson varði í hamagang sem fylgdi og Liverpool náði að bjarga málum. Þarna slapp Liverpool vel og frábærlega gert hjá Trent að bjarga. Hann varði þar með hálfleiksforystu Liverpool.
Síðari hálfleikur var lengi tíðindalítill. Liverpool var sterkari aðilinn en leikmenn West Ham gáfust aldrei upp og freistuðu þess að jafna ef færi myndi gefast. Luis Díaz sýndi mögnuð tilþrif þegar hann náði boltanum rétt utan við sinn vítateig. Hann tók á rás fram völlinn og var næstum kominn inn í vítateig West Ham þegar hann var felldur. Á 64. mínútu kom Luis sér í skotfæri en bogaskot hans fór rétt framhjá.
West Ham fékk svo dauðafæri á 70. mínútu. Manuel Lanzini fékk boltann í vítateignum, lék á Trent og átti opið skotfæri en skot hans fór hátt upp í stúku. Þar slapp Liverpool vel. Þegar tíu mínútur voru eftir komst Michail í færi en Naby Keita komst fyrir fyrir og bjargaði vel. Mikil spenna var síðustu mínútur leiksins enda mátti ekkert út af bera en Liverpool hélt út og vann nauman sigur.
Liverpool spilaði svo sem prýðilega á köflum en West Ham neitaði að gefast upp. Seigla Liverpool færði sigurinn í hús. Kapphlaupið heldur áfram!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Keïta (Milner 90. mín.), Salah (Jota 79. mín.) Mané og Díaz (Jones 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Origi og Elliott.
Mark Liverpool: Sadio Mané (27. mín.).
Gul spjöld: Diogo Jota og Sadio Mané.
West Ham United: Fabianski, Johnson, Dawson, Zouma, Cresswell, Bowen (Benrahma 53. mín.), Soucek, Lanzini, Vlasic (Noble 61 mín.), Fornals (Chesters 90. mín.) og Antonio. Ónotaðir varamenn: Areola, Diop, Fredericks, Masuaku, Král og Oko-Flex.
Gult spjald: Craig Dawson.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.059.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann lagði upp sigurmarkið. Eins kom hann við sögu við að landa sigrinum með frábærri björgun á línu.
Jürgen Klopp: Við hefðum getað leikið betur. Við lékum býsna vel í fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var erfiðari. Þegar svo er þarf fljóta fætur, stórt hjarta og eldmóð. Við þurftum á þessu öllu að halda til að ná sigri.
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 600. sigur Liverpool frá því Úrvalsdeildin var stofnuð. Liverpool er fjórða liðið til að ná þeim fjölda.
- Virgil van Dijk lék sinn 60. deildarleik í röð án taps á Anfield. Það er met frá því Úrvalsdeildin var stofnuð.
- Trent Alexander-Arnold lagði upp 16. mark sitt á keppnistímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan