| Sf. Gutt
Virgil van Dijk var skiljanlega ekki ánægður með 0:1 tap Liverpool á Anfield Road fyrir Inter Milan. Hann sagði þó mestu skipta að Liverpool hefði komist áfram í Meistaradeildinni.
,,Ég er mjög vonsvikinn með tapið. Við vissum alveg að leikurinn yrði erfiður. Við fengum okkar færi en þeir skoruðu glæsilegt mark. Við gátum ekki gert mikið meira. Þeir voru aðeins líflegri en við. Mestu skipti að við komumst áfram!"
Það var býsna óvænt að Liverpool skyldi tapa á Anfield fyrir Inter Milan en allt fór vel því Liverpool var með gott nesti frá Ítalíu eftir 0:2 sigur þar. Reyndar var Liverpool óheppið á móti Inter því tréverkið bjargaði ítalska liðinu þrisvar sinnum og svo var skoti Luis Díaz bjargað á línu rétt fyrir leikslok. En Liverpool er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og það er fyrir öllu!
Þess má geta að þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield Road frá því liðið tapaði 0:1 fyrir Fulham í mars á síðasta ári. Frá því tapi lék Liverpool 29 leiki í röð án taps í öllum keppnum. Liverpool vann 21 af þessum leikjum og gerði sjö jafntefli.
TIL BAKA
Mestu skipti að við komumst áfram!
Virgil van Dijk var skiljanlega ekki ánægður með 0:1 tap Liverpool á Anfield Road fyrir Inter Milan. Hann sagði þó mestu skipta að Liverpool hefði komist áfram í Meistaradeildinni.
,,Ég er mjög vonsvikinn með tapið. Við vissum alveg að leikurinn yrði erfiður. Við fengum okkar færi en þeir skoruðu glæsilegt mark. Við gátum ekki gert mikið meira. Þeir voru aðeins líflegri en við. Mestu skipti að við komumst áfram!"
Það var býsna óvænt að Liverpool skyldi tapa á Anfield fyrir Inter Milan en allt fór vel því Liverpool var með gott nesti frá Ítalíu eftir 0:2 sigur þar. Reyndar var Liverpool óheppið á móti Inter því tréverkið bjargaði ítalska liðinu þrisvar sinnum og svo var skoti Luis Díaz bjargað á línu rétt fyrir leikslok. En Liverpool er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og það er fyrir öllu!
Þess má geta að þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield Road frá því liðið tapaði 0:1 fyrir Fulham í mars á síðasta ári. Frá því tapi lék Liverpool 29 leiki í röð án taps í öllum keppnum. Liverpool vann 21 af þessum leikjum og gerði sjö jafntefli.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan