| Sf. Gutt
Liverpool vann öruggan sigur eftir hádegið þegar liðið lagði Brighton 0:2 á útivelli. Liverpool náði að draga á Manchester City í toppbaráttunni. Baráttan um titilinn heldur áfram!
Í herbúðum Brighton var sú ákvörðun tekin að liðið skyldi spila í útibúningum sínum. Þeir eru gular treyjur og bláar buxur. Það eru einmitt fánalitir Úkraínu. Vel til fundið hjá Brighton að sýna Úkraínu samstöðu á skelfilegum tímum.
Heimmönnum hefur gengið illa að undanförnu en þeir mættu Liverpool af fullum krafti, í sól og blíðu á suðurströndinni, til að byrja með. Það fór þó svo að Liverpool komst yfir. Á 19. mínútu lyfti Joël Matip boltanum laglega fram að vítateig Brighton. Robert Sánchez rauk út úr markinu út á móti Luis Díaz sem skaut sér fram. Luis var á undan og skallaði boltann í autt markið. Robert og Luis skullu saman um leið og Luis skallaði boltann og Kólumbíumaðurinn lá eftir. Hann komst á fætur eftir nokkra stund. Dómarinn hefði auðvitað átt að reka Robert af velli en sá ekki ástæðu til þess. Lygilegt!
Á 33. mínútu braust Sadio Mané fram að vítateig Brighton og endaði á að skjóta. Skotið var laust en Senegalinn hefði bæði getað gefið til vinstri og hægri á félaga sína sem voru betur staddir. Tíu mínútum seinna fékk Liverpool skyndisókn. Mohamed komst inn í vítateiginn vinstra megin en færið var orðið þröngt þegar hann skaut og Robert varði. Liverpool var yfir í hálfleik.
Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel líkt og þann fyrri. Leandro Trossard fékk upplagt færi strax í byrjun en skaut yfir. Liverpool náði svo aftur undirtökum. Adam Lallana, kom inn sem varamaður í hálfleik en þurfti að fara af velli átta mínútum seinna. Ekki í fyrsta sinn sem meiðsli setja strik í reikning hans. Á 57. mínútu náði Mohamed að leika sig í skotfæri í vítateignum. Varnarmaður komst fyrir skot hans. Boltinn sveif upp í loftið og datt svo ofan á þverslána. Áfram sótti Liverpool og Sadio átti skot yfir. Luis lagði svo upp færi fyrir Mohamed en hann hitti ekki markið. Þessi harða hríð Liverpool bar árangur á 61. mínútu þegar liðið fékk víti. Naby Keita átti fast skot sem fór í hendina á Yves og ekki annað hægt að dæma víti. Reyndar heldur undarlegt að hann skyldi ekki fá annað gult spjald fyrir að handleika bolta inn í vítateig. Mohamed Salah tók vítið. Hann þrumaði boltanum á mitt markið og fagnaði svo með félögum sínum fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn Liverpool voru samankomnir. Þetta var síðasta spark hans í leiknum því hann fór af velli vegna eymsla í öðrum fætinum. Vonandi ekki alvarleg meiðsli!
Liverpool var með öll völd til leiksloka enda forystan orðin góð. Á allra síðustu mínútunum færðist fjör í leikinn. Þegar mínúta var eftir átti varamaðurinn Danny Welbeck skot sem Alisson Becker sló yfir. Liverpool rauk í sókn og Luis komst í færi en var stoppaður. Aftur fengu heimamenn færi en Alisson varði frá Solly March sem slapp inn í vítateiginn. Alisson vel á verði eftir að hafa lengst af verið aðgerðalítill. En sigur Liverpool var öruggur og stuðningsmenn Rauða hersins, sem þurftu að taka daginn snemma, fögnuðu vel í sólinni þegar flautað var til leiksloka.
Sigur Liverpool var öruggur þó svo liðið hafi oft leikið betur. Aðalatriðið var að ná sigri eftir tap í síðasta leik. Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram.
Brighton and Hove Albion: Sánchez, Lamptey, Veltman, Dunk, Cucurella, Alzate (Lallana 45. mín.) (Groß 53. mín.), Bissouma (Welbeck 66. mín.), March, Mac Allister, Trossard og Maupay. Ónotaðir varamenn: Mwepu, Moder, Steele, Duffy, McGill og Leonard.
Gult spjald: Yves Bissouma, Alexis Mac Allister og Neal Maupay.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Milner 86. mín.), Fabinho, Keïta (Thiago 65. mín.), Salah (Jota 65. mín.) Mané og Díaz. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Firmino, Gomez, Jones, Tsimikas og Elliott.
Mörk Liverpool: Luis Díaz (19. mín.) og Moahmed Salah, víti, (61. mín.).
Gult spjald: Fabinho Tavarez.
Maður leiksins: Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn var mjög líflegur. Hann sýndi hetjuskap þegar hann skoraði. Þar fyrir utan var hann alltaf á ferðinni og alltaf ógnandi.
Jürgen Klopp: Þetta var erfiður leikur á móti góðum mótherjum. Við þurfum nokkrar mínútur til að fóta okkur. Eftir að við náðum að fóta okkur náðum við að stjórna leiknum. Okkur tókst það virkilega vel.
Áhorfendur á Amex leikvanginum: 31.474.
- Luis Díaz skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði 28. mark sitt á keppnistímabilinu. Þar af eru 20 í deildinni.
- Mark Mohamed var 2000. mark Liverpool eftir að Úrvalsdeildin var stofnsett. Aðeins Manchester United hefur skorað fleiri mörk á sama tímabili eða 2.172.
- Naby Keita lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tíu mörk og lagt upp fimm.
TIL BAKA
Öruggur sigur
Liverpool vann öruggan sigur eftir hádegið þegar liðið lagði Brighton 0:2 á útivelli. Liverpool náði að draga á Manchester City í toppbaráttunni. Baráttan um titilinn heldur áfram!
Í herbúðum Brighton var sú ákvörðun tekin að liðið skyldi spila í útibúningum sínum. Þeir eru gular treyjur og bláar buxur. Það eru einmitt fánalitir Úkraínu. Vel til fundið hjá Brighton að sýna Úkraínu samstöðu á skelfilegum tímum.
Heimmönnum hefur gengið illa að undanförnu en þeir mættu Liverpool af fullum krafti, í sól og blíðu á suðurströndinni, til að byrja með. Það fór þó svo að Liverpool komst yfir. Á 19. mínútu lyfti Joël Matip boltanum laglega fram að vítateig Brighton. Robert Sánchez rauk út úr markinu út á móti Luis Díaz sem skaut sér fram. Luis var á undan og skallaði boltann í autt markið. Robert og Luis skullu saman um leið og Luis skallaði boltann og Kólumbíumaðurinn lá eftir. Hann komst á fætur eftir nokkra stund. Dómarinn hefði auðvitað átt að reka Robert af velli en sá ekki ástæðu til þess. Lygilegt!
Á 33. mínútu braust Sadio Mané fram að vítateig Brighton og endaði á að skjóta. Skotið var laust en Senegalinn hefði bæði getað gefið til vinstri og hægri á félaga sína sem voru betur staddir. Tíu mínútum seinna fékk Liverpool skyndisókn. Mohamed komst inn í vítateiginn vinstra megin en færið var orðið þröngt þegar hann skaut og Robert varði. Liverpool var yfir í hálfleik.
Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel líkt og þann fyrri. Leandro Trossard fékk upplagt færi strax í byrjun en skaut yfir. Liverpool náði svo aftur undirtökum. Adam Lallana, kom inn sem varamaður í hálfleik en þurfti að fara af velli átta mínútum seinna. Ekki í fyrsta sinn sem meiðsli setja strik í reikning hans. Á 57. mínútu náði Mohamed að leika sig í skotfæri í vítateignum. Varnarmaður komst fyrir skot hans. Boltinn sveif upp í loftið og datt svo ofan á þverslána. Áfram sótti Liverpool og Sadio átti skot yfir. Luis lagði svo upp færi fyrir Mohamed en hann hitti ekki markið. Þessi harða hríð Liverpool bar árangur á 61. mínútu þegar liðið fékk víti. Naby Keita átti fast skot sem fór í hendina á Yves og ekki annað hægt að dæma víti. Reyndar heldur undarlegt að hann skyldi ekki fá annað gult spjald fyrir að handleika bolta inn í vítateig. Mohamed Salah tók vítið. Hann þrumaði boltanum á mitt markið og fagnaði svo með félögum sínum fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn Liverpool voru samankomnir. Þetta var síðasta spark hans í leiknum því hann fór af velli vegna eymsla í öðrum fætinum. Vonandi ekki alvarleg meiðsli!
Liverpool var með öll völd til leiksloka enda forystan orðin góð. Á allra síðustu mínútunum færðist fjör í leikinn. Þegar mínúta var eftir átti varamaðurinn Danny Welbeck skot sem Alisson Becker sló yfir. Liverpool rauk í sókn og Luis komst í færi en var stoppaður. Aftur fengu heimamenn færi en Alisson varði frá Solly March sem slapp inn í vítateiginn. Alisson vel á verði eftir að hafa lengst af verið aðgerðalítill. En sigur Liverpool var öruggur og stuðningsmenn Rauða hersins, sem þurftu að taka daginn snemma, fögnuðu vel í sólinni þegar flautað var til leiksloka.
Sigur Liverpool var öruggur þó svo liðið hafi oft leikið betur. Aðalatriðið var að ná sigri eftir tap í síðasta leik. Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram.
Brighton and Hove Albion: Sánchez, Lamptey, Veltman, Dunk, Cucurella, Alzate (Lallana 45. mín.) (Groß 53. mín.), Bissouma (Welbeck 66. mín.), March, Mac Allister, Trossard og Maupay. Ónotaðir varamenn: Mwepu, Moder, Steele, Duffy, McGill og Leonard.
Gult spjald: Yves Bissouma, Alexis Mac Allister og Neal Maupay.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Milner 86. mín.), Fabinho, Keïta (Thiago 65. mín.), Salah (Jota 65. mín.) Mané og Díaz. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Firmino, Gomez, Jones, Tsimikas og Elliott.
Mörk Liverpool: Luis Díaz (19. mín.) og Moahmed Salah, víti, (61. mín.).
Gult spjald: Fabinho Tavarez.
Maður leiksins: Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn var mjög líflegur. Hann sýndi hetjuskap þegar hann skoraði. Þar fyrir utan var hann alltaf á ferðinni og alltaf ógnandi.
Jürgen Klopp: Þetta var erfiður leikur á móti góðum mótherjum. Við þurfum nokkrar mínútur til að fóta okkur. Eftir að við náðum að fóta okkur náðum við að stjórna leiknum. Okkur tókst það virkilega vel.
Áhorfendur á Amex leikvanginum: 31.474.
Fróðleikur
- Luis Díaz skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði 28. mark sitt á keppnistímabilinu. Þar af eru 20 í deildinni.
- Mark Mohamed var 2000. mark Liverpool eftir að Úrvalsdeildin var stofnsett. Aðeins Manchester United hefur skorað fleiri mörk á sama tímabili eða 2.172.
- Naby Keita lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tíu mörk og lagt upp fimm.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan