| Sf. Gutt
Nottingham Forest vs Liverpool
Í kringum 1980 hefði leikur milli Liverpool og Nottingham Forest verið talinn stórleikur. Núna mætast liðin í fyrsta sinn á öldinni og Forest er í næst efstu deild. Liverpool aftur á móti í toppbaráttu efstu deildar. Reyndar er Forest í toppbaráttu næst efstu deildar.
Sem fyrr segir voru Liverpool og Nottingham Forest miklir keppinautar um tíma. Það verður án efa tilfinningaþrungin stund þegar liðin ganga til leiks á City Ground. Fyrir utan að liðin eru að leiða saman hesta sína í fyrsta sinn á öldinni þá verður þetta fyrsti leikur liðanna í FA bikarnum frá því 1989. Liðin mættust þá í undanúrslitum keppninnar á Hillsborough í Sheffield. Allir vita hvað gerðist þar. Á morgun verða 97 sæti frátekin á City Ground í minningu þeirra stuðningsmanna Liverpool sem fórust. Nottingham Forest átti ekki sök á neinu sem gerðist þennan dag og hefur alltaf sýnt Liverpool stuðning í öllu því sem hefur tengst harmleiknum.
Það er virkilega spennandi leikur framundan á City Ground. Forest er með sterkt lið og er að berjast um að komast upp í efstu deild. Þar hefur liðið ekki verið frá því leiktíðina 1998/99. Síðan hefur gengið á ýmsu hjá félaginu. Á köflum hefur gangan verið mikil þrautaganga. Fjöldi framkvæmdastjóra hafa verið ráðnir og reknir. Alls hefur 30 sinnum verið skipt um framkvæmdastjóra frá því liðið féll úr efstu deild. Nú er Steve Cooper framkvæmdastjóri en hann var unglingaþjálfari hjá Liverpool frá 2008 til 2013. Hann þjálfaði seinna yngri landslið Englands og var svo framkvæmdastjóri Swansea City 2019 þar til hann tók við Forest í september síðastliðnum.
Nottingham Forest hefur slegið Arsenal og Leicester City út úr bikarnum hingað til. Í síðustu umferð vann liðið Huddersfield Town sem er meðal efstu liða í næst efstu deild. Forest er í uppsveiflu og mikið sjálfstraust er í liðinu. Stuðningsmenn heimamanna munu ekki láta sitt eftir liggja þegar stórliðið kemur í heimsókn. Liverpool á því mjög erfitt verkefni framundan. Þar fyrir utan hefur Liverpool ekki unnið á City Ground frá því 1984!
Trúlega verður liði Liverpool eitthvað breytt. Samt er líklegt að nokkrir máttarstólpar verði í liðinu. Alisson Becker verður í markinu en það liggur fyrir að Trent Alexander-Arnold leikur ekki með vegna meiðsla. Spurning er hver leysir hann af á meðan hann verður frá. Liverpool er einum leik frá því að komast í undanúrslit og það má ekki bregðast að komast þangað. Ég spái því að Liverpool vinni sigur 0:2. Roberto Firmino og Takumi Minamino skora.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Nottingham Forest vs Liverpool
Í kringum 1980 hefði leikur milli Liverpool og Nottingham Forest verið talinn stórleikur. Núna mætast liðin í fyrsta sinn á öldinni og Forest er í næst efstu deild. Liverpool aftur á móti í toppbaráttu efstu deildar. Reyndar er Forest í toppbaráttu næst efstu deildar.
Sem fyrr segir voru Liverpool og Nottingham Forest miklir keppinautar um tíma. Það verður án efa tilfinningaþrungin stund þegar liðin ganga til leiks á City Ground. Fyrir utan að liðin eru að leiða saman hesta sína í fyrsta sinn á öldinni þá verður þetta fyrsti leikur liðanna í FA bikarnum frá því 1989. Liðin mættust þá í undanúrslitum keppninnar á Hillsborough í Sheffield. Allir vita hvað gerðist þar. Á morgun verða 97 sæti frátekin á City Ground í minningu þeirra stuðningsmanna Liverpool sem fórust. Nottingham Forest átti ekki sök á neinu sem gerðist þennan dag og hefur alltaf sýnt Liverpool stuðning í öllu því sem hefur tengst harmleiknum.
Það er virkilega spennandi leikur framundan á City Ground. Forest er með sterkt lið og er að berjast um að komast upp í efstu deild. Þar hefur liðið ekki verið frá því leiktíðina 1998/99. Síðan hefur gengið á ýmsu hjá félaginu. Á köflum hefur gangan verið mikil þrautaganga. Fjöldi framkvæmdastjóra hafa verið ráðnir og reknir. Alls hefur 30 sinnum verið skipt um framkvæmdastjóra frá því liðið féll úr efstu deild. Nú er Steve Cooper framkvæmdastjóri en hann var unglingaþjálfari hjá Liverpool frá 2008 til 2013. Hann þjálfaði seinna yngri landslið Englands og var svo framkvæmdastjóri Swansea City 2019 þar til hann tók við Forest í september síðastliðnum.
Nottingham Forest hefur slegið Arsenal og Leicester City út úr bikarnum hingað til. Í síðustu umferð vann liðið Huddersfield Town sem er meðal efstu liða í næst efstu deild. Forest er í uppsveiflu og mikið sjálfstraust er í liðinu. Stuðningsmenn heimamanna munu ekki láta sitt eftir liggja þegar stórliðið kemur í heimsókn. Liverpool á því mjög erfitt verkefni framundan. Þar fyrir utan hefur Liverpool ekki unnið á City Ground frá því 1984!
Trúlega verður liði Liverpool eitthvað breytt. Samt er líklegt að nokkrir máttarstólpar verði í liðinu. Alisson Becker verður í markinu en það liggur fyrir að Trent Alexander-Arnold leikur ekki með vegna meiðsla. Spurning er hver leysir hann af á meðan hann verður frá. Liverpool er einum leik frá því að komast í undanúrslit og það má ekki bregðast að komast þangað. Ég spái því að Liverpool vinni sigur 0:2. Roberto Firmino og Takumi Minamino skora.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan