| Sf. Gutt
Nottingham Forest Football Club sýndi Liverpool Football Club mikið vinarþel þegar liðin mættust á City Ground í FA bikarnum um daginn. Fyrir leikinn voru 97 sæti frátekin og með því vísað til þeirra 97 stuðningsmanna Liverpool sem fórust vegna harmleiksins á Hillsborough. Breitt var yfir sætin og áletrun fylgdi þar sem ritað var að minning þeirra 97 muni aldrei gleymast.
Sir Kenny Dalglish þakkaði Nottingham Forest F.C., á Instagram síðu sinni, fyrir að sýna þeim 97 sem fórust á Hillsborough virðingu með þessum fallega hætti. Hann sagði að Nottingham Forest hefði alla tíð sýnt Liverpool hlýhug og stuðning í öllu því sem sneri að harmleiknum á Hillsborough.
,,Þakka ykkur fyrir. Frá mínum sjónarhóli séð þá sýndi félagið ykkar mikla viðringu á þessum degi. Það mun aldrei gleymast. #JFT97"
Undirskriftin #JFT97 stendur fyrir Réttlæti til handa þeim 97.
Viðureign Liverpool og Nottingham Forest um daginn var fyrsta viðeign liðanna í FA bikarnum frá því vorið 1989 þegar hinn afdrifaríki leikur liðanna á Hillsborough í Sheffield fór fram. Leikurinn þá var stöðvaður eftir sex mínútur en þá var skaðinn skeður. Liðin mættust svo seinna um vorið í endurteknum leik á Old Trafford í Manchester. Liverpool vann þann leik 3:1, fór í úrslit og vann Everton 3:2 í úrslitaleiknum. Myndin að ofan var tekin af Kenny á Hillsborough eftir að leikurinn var stöðvaður. Brian Clough framkvæmdastjóri Nottingham Forest er fyrir aftan Kenny til hægri á myndinni.
TIL BAKA
Kóngurinn þakkar
Nottingham Forest Football Club sýndi Liverpool Football Club mikið vinarþel þegar liðin mættust á City Ground í FA bikarnum um daginn. Fyrir leikinn voru 97 sæti frátekin og með því vísað til þeirra 97 stuðningsmanna Liverpool sem fórust vegna harmleiksins á Hillsborough. Breitt var yfir sætin og áletrun fylgdi þar sem ritað var að minning þeirra 97 muni aldrei gleymast.
Sir Kenny Dalglish þakkaði Nottingham Forest F.C., á Instagram síðu sinni, fyrir að sýna þeim 97 sem fórust á Hillsborough virðingu með þessum fallega hætti. Hann sagði að Nottingham Forest hefði alla tíð sýnt Liverpool hlýhug og stuðning í öllu því sem sneri að harmleiknum á Hillsborough.
,,Þakka ykkur fyrir. Frá mínum sjónarhóli séð þá sýndi félagið ykkar mikla viðringu á þessum degi. Það mun aldrei gleymast. #JFT97"
Undirskriftin #JFT97 stendur fyrir Réttlæti til handa þeim 97.
Viðureign Liverpool og Nottingham Forest um daginn var fyrsta viðeign liðanna í FA bikarnum frá því vorið 1989 þegar hinn afdrifaríki leikur liðanna á Hillsborough í Sheffield fór fram. Leikurinn þá var stöðvaður eftir sex mínútur en þá var skaðinn skeður. Liðin mættust svo seinna um vorið í endurteknum leik á Old Trafford í Manchester. Liverpool vann þann leik 3:1, fór í úrslit og vann Everton 3:2 í úrslitaleiknum. Myndin að ofan var tekin af Kenny á Hillsborough eftir að leikurinn var stöðvaður. Brian Clough framkvæmdastjóri Nottingham Forest er fyrir aftan Kenny til hægri á myndinni.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan