| Sf. Gutt

Bestu lið í heimi!


Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir að tvö bestu lið í heimi mætist á sunnudaginn þegar Liverpol tekur hús á Manchester City. Hann segir það einstakt að tvö bestu lið Englands séu á sama tíma bestu lið í heimi. 


,,Viðureignir Liverpool og Manchester City eru orðnar að mögnuðustu rimmum í sögu ensku knattspyrnunnar. Betri lið hafa ekki áður verið keppinautar á Englandi. Í raun eru rimmur liðanna í nútímanum einstakar í sinni röð. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö bestu lið í ensku knattspyrnunni eru um leið tvö bestu lið í heimi og eru að auki leidd af tveimur bestu þjálfurum sinnar kynslóðar."


,,Liðin eru meðal bestu liða í sögu ensku knattspyrnunnar. Segja má að þjálfarar liðanna, Pep Guardiola og Jürgen Klopp, skari fram úr í samanburði við bestu þjálfara fortíðarinnar því liðin þeirra hafa sett markið, sem þarf að ná til að vinna deildartitilinn, í nýjar og óþekktar hæðir."

Það er erfitt að mæla þessum orðum Jamie Carragher í mót!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan