| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Undanúrslitin bíða!
Liverpool og Benfica gerðu 3-3 jafntefli í seinni leik 8-liða úrslita Meistaradeildar. Samanlagt vann Liverpool 6-4 og mæta Villarreal í undanúrslitum.
Jürgen Klopp gerði hvorki fleiri né færri en sjö breytingar frá leik helgarinnar. Inn komu Kostas Tsimikas, Ibrahima Konaté, Joe Gomez, Naby Keita, James Milner, Roberto Firmino og Luis Díaz og þeir Andy Robertson, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Fabinho, Thiago, Mohamed Salah og Sadio Mané settust á bekkinn. Fyrir leik var mínútu þögn til minningar um þau 97 sem létust í Hillsborough slysinu en á föstudaginn næsta eru 33 ár frá þessum hörmulega atburði.
Leikurinn hófst frekar rólega sem kom kannski smá á óvart því gestirnir þurftu jú að blása til sóknar og skora tvö mörk. Okkar menn voru svo kannski aðeins ryðgaðir enda ekki oft sem þessir leikmenn hafa spilað saman í byrjunarliði. En Benfica menn fengu fyrsta færið sem vert er að tala um á 13. mínútu þegar hinn knái kantmaður með skemmtilega nafnið Everton skaut framhjá eftir skyndisókn. Hinumegin þurfti markvörður gestanna að vera vel vakandi í tvö skipti. En á 21. mínútu kom fyrsta markið og uppskriftin var sú sama og í fyrri leiknum. Konaté reis hæst allra í teignum eftir hornspyrnu og skallaði í netið, frábærlega gert hjá Frakkanum. Gestirnir jöfnuðu skömmu síðar en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu en þeir virtust fá meiri trú á verkefnið við þetta og leikurinn opnaðist meira. Bæði lið fengu ágæta sénsa sem ekki nýttust en á 32. mínútu var jafnt á ný þegar Ramos skoraði fínt mark með úr teignum. Myndbandsdómgæslan skoðaði atvikið til að athuga hvort Ramos hafi verið rangstæður en hann var það klárlega ekki og í þokkabót fór boltinn innfyrir vörnina af Milner og markið stóð. Heimamenn voru nær því að skora áður en flautað var til hálfleiks, varnarmaður rétt náði að bjarga þegar Luis Díaz fékk sendingu frá Firmino og hefði átt auðvelt verk fyrir fótum að setja boltann í markið og Keita átti svo skot rétt framhjá af nokkuð löngu færi. En staðan 1-1 í hálfleik.
Eftir aðeins tíu mínútna leik í seinni hálfleik kom Firmino okkar mönnum aftur í forystu með frekar slysalegu marki fyrir gestina. Sending kom innfyrir og markvörður þeirra renndi sér í boltann, náði ekki tökum á honum og varnarmaður hreinsaði út til hægri. Þar tók Jota við boltanum og sendi fyrir markið, virtist reyndar renna um leið en það skipti ekki máli því Firmino gat lítið annað en skorað í markteignum. Klopp gerði þrjár skiptingar skömmu síðar, Thiago, Fabinho og Salah komu inn fyrir Henderson, Milner og Jota.
Á 65. mínútu lagði svo Tsimikas upp sitt annað mark í leiknum og jafnframt skoraði Firmino sitt annað mark. Frábær aukaspyrna Grikkjans rataði beint á Firmino sem skaut boltanum í fyrsta beint í markið. Þarna var nú einvíginu svo gott sem lokið enda samanlögð forysta orðin 6-2. En portúgalska liðið gafst ekki upp og þeir skoruðu tvö mörk, það fyrra á 73. mínútu og það síðara á 81. mínútu. Bæði mörkin voru upphaflega flögguð sem rangstaða en myndbandsdómgæslan sneri því við réttilega og smá spenna var því komin í lokamínúturnar. Benfica lögðu allt í sölurnar og Alisson þurfti að verja eitt sinn vel við nærstöngina og svo var eitt mark tekið af þeim vegna rangstöðu í blálokin. Nær komust þeir ekki, lokatölur 3-3 og okkar menn því komnir í undanúrslit í þriðja sinn á síðustu fimm árum!
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, Konaté, Tsimikas, Keita, Henderson (Fabinho, 58. mín.), Milner (Thiago, 58. mín.), Díaz (Mané, 66. mín.), Firmino (Origi, 90+1 mín.), Jota (Salah, 57. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, van Dijk, Robertson, Alexander-Arnold, Oxlade-Chamberlain, Jones, Elliott.
Mörk Liverpool: Konaté (21. mín.) og Firmino (55. og 65. mín.).
Benfica: Vlachodimos, Junior (Bastião Dias, 90+1 mín.), Otamendi, Verthongen, Grimaldo, Taarabt (João Mário, 66. mín.), Weigl, Soares (Magalhães de Almeida 90+1 mín.), Ramos (Goncalves Bernardo, 78. mín.), Goncalves (Yaremchuk, 45. mín.), Núñez. Ónotaðir varamenn: Meité, Seferovic, Lazaro, Radonjic, Leite, Álvaro, da Silva.
Mörk Benfica: Ramos (32. mín.), Yaremchuk (73. mín.) og Núñez (81. mín.).
Maður leiksins: Kostas Tsimikas fær nafnbótina að þessu sinni fyrir að leggja upp tvö mörk að hætti bakvarða liðsins. Firmino má nú alveg gera tilkall líka fyrir sín tvö mörk.
Jürgen Klopp: ,,Tilfinningin er góð að sjálfsögðu. Ég tek aldrei neinu svona sem sjálfsögðum hlut og ég er mjög ánægður. Við munum að sjálfsögðu fara yfir leikinn, mörkin sem þeir skoruðu og allt það en ef ég er ekki ánægður með að vera kominn í undanúrslit Meistaradeildar þá er eitthvað skrýtið í gangi og ég ætti þá kannski bara að hætta þjálfun."
Fróðleikur:
- Ibrahima Konaté skoraði sitt annað mark á leiktíðinni.
- Roberto Firmino hefur nú skorað fimm mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og 11 mörk í öllum keppnum.
- Firmino hafði ekki skorað á Anfield í Evrópukeppni síðan í mars árið 2020.
- Liverpool hafa nú komist í undanúrslit í Evrópukeppni 20 sinnum í sögu félagsins.
- Liverpool mætir Villarreal í undanúrslitum og verður fyrri leikurinn á Anfield annaðhvort 26. eða 27. apríl.
Jürgen Klopp gerði hvorki fleiri né færri en sjö breytingar frá leik helgarinnar. Inn komu Kostas Tsimikas, Ibrahima Konaté, Joe Gomez, Naby Keita, James Milner, Roberto Firmino og Luis Díaz og þeir Andy Robertson, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Fabinho, Thiago, Mohamed Salah og Sadio Mané settust á bekkinn. Fyrir leik var mínútu þögn til minningar um þau 97 sem létust í Hillsborough slysinu en á föstudaginn næsta eru 33 ár frá þessum hörmulega atburði.
Leikurinn hófst frekar rólega sem kom kannski smá á óvart því gestirnir þurftu jú að blása til sóknar og skora tvö mörk. Okkar menn voru svo kannski aðeins ryðgaðir enda ekki oft sem þessir leikmenn hafa spilað saman í byrjunarliði. En Benfica menn fengu fyrsta færið sem vert er að tala um á 13. mínútu þegar hinn knái kantmaður með skemmtilega nafnið Everton skaut framhjá eftir skyndisókn. Hinumegin þurfti markvörður gestanna að vera vel vakandi í tvö skipti. En á 21. mínútu kom fyrsta markið og uppskriftin var sú sama og í fyrri leiknum. Konaté reis hæst allra í teignum eftir hornspyrnu og skallaði í netið, frábærlega gert hjá Frakkanum. Gestirnir jöfnuðu skömmu síðar en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu en þeir virtust fá meiri trú á verkefnið við þetta og leikurinn opnaðist meira. Bæði lið fengu ágæta sénsa sem ekki nýttust en á 32. mínútu var jafnt á ný þegar Ramos skoraði fínt mark með úr teignum. Myndbandsdómgæslan skoðaði atvikið til að athuga hvort Ramos hafi verið rangstæður en hann var það klárlega ekki og í þokkabót fór boltinn innfyrir vörnina af Milner og markið stóð. Heimamenn voru nær því að skora áður en flautað var til hálfleiks, varnarmaður rétt náði að bjarga þegar Luis Díaz fékk sendingu frá Firmino og hefði átt auðvelt verk fyrir fótum að setja boltann í markið og Keita átti svo skot rétt framhjá af nokkuð löngu færi. En staðan 1-1 í hálfleik.
Eftir aðeins tíu mínútna leik í seinni hálfleik kom Firmino okkar mönnum aftur í forystu með frekar slysalegu marki fyrir gestina. Sending kom innfyrir og markvörður þeirra renndi sér í boltann, náði ekki tökum á honum og varnarmaður hreinsaði út til hægri. Þar tók Jota við boltanum og sendi fyrir markið, virtist reyndar renna um leið en það skipti ekki máli því Firmino gat lítið annað en skorað í markteignum. Klopp gerði þrjár skiptingar skömmu síðar, Thiago, Fabinho og Salah komu inn fyrir Henderson, Milner og Jota.
Á 65. mínútu lagði svo Tsimikas upp sitt annað mark í leiknum og jafnframt skoraði Firmino sitt annað mark. Frábær aukaspyrna Grikkjans rataði beint á Firmino sem skaut boltanum í fyrsta beint í markið. Þarna var nú einvíginu svo gott sem lokið enda samanlögð forysta orðin 6-2. En portúgalska liðið gafst ekki upp og þeir skoruðu tvö mörk, það fyrra á 73. mínútu og það síðara á 81. mínútu. Bæði mörkin voru upphaflega flögguð sem rangstaða en myndbandsdómgæslan sneri því við réttilega og smá spenna var því komin í lokamínúturnar. Benfica lögðu allt í sölurnar og Alisson þurfti að verja eitt sinn vel við nærstöngina og svo var eitt mark tekið af þeim vegna rangstöðu í blálokin. Nær komust þeir ekki, lokatölur 3-3 og okkar menn því komnir í undanúrslit í þriðja sinn á síðustu fimm árum!
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, Konaté, Tsimikas, Keita, Henderson (Fabinho, 58. mín.), Milner (Thiago, 58. mín.), Díaz (Mané, 66. mín.), Firmino (Origi, 90+1 mín.), Jota (Salah, 57. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, van Dijk, Robertson, Alexander-Arnold, Oxlade-Chamberlain, Jones, Elliott.
Mörk Liverpool: Konaté (21. mín.) og Firmino (55. og 65. mín.).
Benfica: Vlachodimos, Junior (Bastião Dias, 90+1 mín.), Otamendi, Verthongen, Grimaldo, Taarabt (João Mário, 66. mín.), Weigl, Soares (Magalhães de Almeida 90+1 mín.), Ramos (Goncalves Bernardo, 78. mín.), Goncalves (Yaremchuk, 45. mín.), Núñez. Ónotaðir varamenn: Meité, Seferovic, Lazaro, Radonjic, Leite, Álvaro, da Silva.
Mörk Benfica: Ramos (32. mín.), Yaremchuk (73. mín.) og Núñez (81. mín.).
Maður leiksins: Kostas Tsimikas fær nafnbótina að þessu sinni fyrir að leggja upp tvö mörk að hætti bakvarða liðsins. Firmino má nú alveg gera tilkall líka fyrir sín tvö mörk.
Jürgen Klopp: ,,Tilfinningin er góð að sjálfsögðu. Ég tek aldrei neinu svona sem sjálfsögðum hlut og ég er mjög ánægður. Við munum að sjálfsögðu fara yfir leikinn, mörkin sem þeir skoruðu og allt það en ef ég er ekki ánægður með að vera kominn í undanúrslit Meistaradeildar þá er eitthvað skrýtið í gangi og ég ætti þá kannski bara að hætta þjálfun."
Fróðleikur:
- Ibrahima Konaté skoraði sitt annað mark á leiktíðinni.
- Roberto Firmino hefur nú skorað fimm mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og 11 mörk í öllum keppnum.
- Firmino hafði ekki skorað á Anfield í Evrópukeppni síðan í mars árið 2020.
- Liverpool hafa nú komist í undanúrslit í Evrópukeppni 20 sinnum í sögu félagsins.
- Liverpool mætir Villarreal í undanúrslitum og verður fyrri leikurinn á Anfield annaðhvort 26. eða 27. apríl.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan