| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Enn einn stórleikurinn er á dagskrá í dag þegar Liverpool mætir Manchester City í undanúrslitum FA bikarsins á Wembley klukkan 14:30.
Í annað sinn á innan við viku mætast bestu lið Englands og nú verður spilað til þrautar. Eins og við öll vitum hafa liðin gert 2-2 jafntefli í leikjunum tveimur í deildinni á tímabilinu og því morgunljóst að litlu atriðin geta skipt stórmáli í svona leik, enda lítið sem munar á milli í mannskap og almennum gæðum. Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi fyrir leik að eftir jafnteflið gegn Benfica er það aðeins Diogo Jota sem kennir sér einhvers meins. Fóturinn á Portúgalanum bólgnaði upp eftir högg, það ætti ekki að aftra honum frá því að geta spilað um helgina en ákvörðun um það verður tekin eins seint og hægt er. Klopp gat leyft sér þann munað að skipta út sjö leikmönnum í miðri viku á meðan Pep Guardiola þurfti að treysta á sína bestu menn gegn Atletico Madrid á Spáni. Þar meiddust þeir Kevin De Bruyne og Kyle Walker og óvíst hvort þeir nái sér í tæka tíð, vissulega skarð fyrir skildi að missa þann fyrrnefnda ef sú verður raunin en maður kemur jú í manns stað. Verði Walker ekki leikhæfur er bakvarðastaðan hjá City kannski orðin smá áhyggjuefni og Guardiola gæti þurft að spila miðverði í þeirri stöðu, eða færa Cancelo yfir hægra megin og Zinchenko gæti þá verið vinstra megin. En hvað sem verður vitum við vel að byrjunarlið City verður ógnarsterkt.
Liverpool og City hafa sjö sinnum mæst í sögu félaganna í FA bikarnum og ansi langt er síðan síðasti leikur var, nánar tiltekið í þriðju umferð árið 2003 þar sem okkar menn sigruðu 0-1. Okkar menn hafa unnið þrjá leiki af þessum sjö, tvisvar sinnum hefur þurft að spila aftur eftir jafntefli og þá sigruðu City menn í bæði skiptin í endurtekinni viðureign. Sjö ár eru síðan Liverpool voru síðast í undanúrslitum keppninnar en þann 19. apríl 2015 tapaðist leikur gegn Aston Villa 2-1. Árið 2012 fór liðið alla leið í úrslitin eftir að hafa sigrað Everton í undanúrslitum 2-1 en úrslitaleikurinn tapaðist gegn Chelsea og óþarfi að rifja það upp frekar. Við þurfum svo að fara aftur til ársins 2006 til að finna þriðja síðasta skiptið sem félagið var í undanúrslitum FA bikarsins. Frábær 2-1 sigur vannst á Chelsea í undanúrslitum og bikarinn vannst svo eftir stórkostlega skemmtilegan leik gegn West Ham. Vítaspyrnukeppni þurfti til eftir að staðan var 3-3 eftir 90 mínútur og framlengingu. Sigur í þessari keppni er því svo sannarlega orðinn langþráður hjá okkur sem styðjum liðið í blíðu og stríðu.
Byrjunarliðs ágiskunin ætti að vera nokkuð hrein og bein í þetta skiptið og við tippum á að liðið verði skipað eftirtöldum leikmönnum: Alisson í markinu, bakverðir Alexander-Arnold og Robertson og miðverðir van Dijk og Matip. Kamerúninn hefur reyndar spilað síðustu tvo leiki og það gæti þýtt að hann verði hvíldur og að Konaté komi inn. Á miðjunni verða þeir Fabinho, Thiago og Henderson. Það má kannski segja það sama um Henderson og Matip að fyrirliðinn gæti verið settur á bekkinn eftir að hafa byrjað síðustu tvo leiki en í svona stórum leik hlýtur Henderson að byrja. Ef ekki þá verður Keita klár í slaginn. Meiðsli Jota þýða svo líklega það að Luis Díaz eða Firmino koma inn í hans stað en Mané og Salah byrja alveg klárlega. Við tippum á að Firmino byrji frekar en Díaz enda er Brasilíumaðurinn heitur eftir tvö mörk í miðri viku. Hvað byrjunarlið City varðar látum við það bara koma í ljós og giskum ekkert á hvað Guardiola kemur til með að gera.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool tekst að komast í úrslitaleikinn með 2-1 sigri. Kannski koma leikir liðanna í vikunni til með að skipta máli hvort liðið verður ferskara og það er kominn tími til að Liverpool sýni sitt rétta andlit gegn City. Það væri til dæmis afskaplega gott mál ef menn myndu byrja leikinn almennilega og við viljum alls ekki sjá sömu byrjun og við sáum um síðustu helgi á Etihad leikvanginum.
Fróðleikur:
- Takumi Minamino er markahæstur Liverpool manna í keppninni til þessa með þrjú mörk.
- Riyad Mahrez er markahæstur City manna með fjögur mörk.
- Þetta er í 25. skipti í sögu félagins sem Liverpool eru í undanúrslitum og fyrsti leikur Jürgen Klopp með liðið á þessu stigi keppninnar.
- Í fyrsta sinn í sögu félagsins hefur liðið komist í undanúrslit FA bikars, Deildarbikars og Meistaradeildar.
- Síðustu þrjár heimsóknir Liverpool á Wembley hafa allar endað með vítaspyrnukeppni. Liðið tapaði gegn City og Arsenal í Góðgerðaskildinum 2019 og 2020 og fyrr á þessu ári vannst Deildarbikarinn gegn Chelsea.
- Liverpool og City mætast í þriðja sinn á Wembley í sögu félaganna og í hin tvö skiptin sigruðu City eftir vítaspyrnukeppni, í Deildarbikarnum árið 2016 og áðurnefndum leik í Góðgerðarskildinum.
- Liverpool hafa ekki unnið City í síðustu fimm viðureignum liðanna (allt deildarleikir). Þrír hafa endað jafnir og tveir leikir tapast.
- Joel Matip gæti spilað sinn 160. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Í annað sinn á innan við viku mætast bestu lið Englands og nú verður spilað til þrautar. Eins og við öll vitum hafa liðin gert 2-2 jafntefli í leikjunum tveimur í deildinni á tímabilinu og því morgunljóst að litlu atriðin geta skipt stórmáli í svona leik, enda lítið sem munar á milli í mannskap og almennum gæðum. Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi fyrir leik að eftir jafnteflið gegn Benfica er það aðeins Diogo Jota sem kennir sér einhvers meins. Fóturinn á Portúgalanum bólgnaði upp eftir högg, það ætti ekki að aftra honum frá því að geta spilað um helgina en ákvörðun um það verður tekin eins seint og hægt er. Klopp gat leyft sér þann munað að skipta út sjö leikmönnum í miðri viku á meðan Pep Guardiola þurfti að treysta á sína bestu menn gegn Atletico Madrid á Spáni. Þar meiddust þeir Kevin De Bruyne og Kyle Walker og óvíst hvort þeir nái sér í tæka tíð, vissulega skarð fyrir skildi að missa þann fyrrnefnda ef sú verður raunin en maður kemur jú í manns stað. Verði Walker ekki leikhæfur er bakvarðastaðan hjá City kannski orðin smá áhyggjuefni og Guardiola gæti þurft að spila miðverði í þeirri stöðu, eða færa Cancelo yfir hægra megin og Zinchenko gæti þá verið vinstra megin. En hvað sem verður vitum við vel að byrjunarlið City verður ógnarsterkt.
Liverpool og City hafa sjö sinnum mæst í sögu félaganna í FA bikarnum og ansi langt er síðan síðasti leikur var, nánar tiltekið í þriðju umferð árið 2003 þar sem okkar menn sigruðu 0-1. Okkar menn hafa unnið þrjá leiki af þessum sjö, tvisvar sinnum hefur þurft að spila aftur eftir jafntefli og þá sigruðu City menn í bæði skiptin í endurtekinni viðureign. Sjö ár eru síðan Liverpool voru síðast í undanúrslitum keppninnar en þann 19. apríl 2015 tapaðist leikur gegn Aston Villa 2-1. Árið 2012 fór liðið alla leið í úrslitin eftir að hafa sigrað Everton í undanúrslitum 2-1 en úrslitaleikurinn tapaðist gegn Chelsea og óþarfi að rifja það upp frekar. Við þurfum svo að fara aftur til ársins 2006 til að finna þriðja síðasta skiptið sem félagið var í undanúrslitum FA bikarsins. Frábær 2-1 sigur vannst á Chelsea í undanúrslitum og bikarinn vannst svo eftir stórkostlega skemmtilegan leik gegn West Ham. Vítaspyrnukeppni þurfti til eftir að staðan var 3-3 eftir 90 mínútur og framlengingu. Sigur í þessari keppni er því svo sannarlega orðinn langþráður hjá okkur sem styðjum liðið í blíðu og stríðu.
Byrjunarliðs ágiskunin ætti að vera nokkuð hrein og bein í þetta skiptið og við tippum á að liðið verði skipað eftirtöldum leikmönnum: Alisson í markinu, bakverðir Alexander-Arnold og Robertson og miðverðir van Dijk og Matip. Kamerúninn hefur reyndar spilað síðustu tvo leiki og það gæti þýtt að hann verði hvíldur og að Konaté komi inn. Á miðjunni verða þeir Fabinho, Thiago og Henderson. Það má kannski segja það sama um Henderson og Matip að fyrirliðinn gæti verið settur á bekkinn eftir að hafa byrjað síðustu tvo leiki en í svona stórum leik hlýtur Henderson að byrja. Ef ekki þá verður Keita klár í slaginn. Meiðsli Jota þýða svo líklega það að Luis Díaz eða Firmino koma inn í hans stað en Mané og Salah byrja alveg klárlega. Við tippum á að Firmino byrji frekar en Díaz enda er Brasilíumaðurinn heitur eftir tvö mörk í miðri viku. Hvað byrjunarlið City varðar látum við það bara koma í ljós og giskum ekkert á hvað Guardiola kemur til með að gera.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool tekst að komast í úrslitaleikinn með 2-1 sigri. Kannski koma leikir liðanna í vikunni til með að skipta máli hvort liðið verður ferskara og það er kominn tími til að Liverpool sýni sitt rétta andlit gegn City. Það væri til dæmis afskaplega gott mál ef menn myndu byrja leikinn almennilega og við viljum alls ekki sjá sömu byrjun og við sáum um síðustu helgi á Etihad leikvanginum.
Fróðleikur:
- Takumi Minamino er markahæstur Liverpool manna í keppninni til þessa með þrjú mörk.
- Riyad Mahrez er markahæstur City manna með fjögur mörk.
- Þetta er í 25. skipti í sögu félagins sem Liverpool eru í undanúrslitum og fyrsti leikur Jürgen Klopp með liðið á þessu stigi keppninnar.
- Í fyrsta sinn í sögu félagsins hefur liðið komist í undanúrslit FA bikars, Deildarbikars og Meistaradeildar.
- Síðustu þrjár heimsóknir Liverpool á Wembley hafa allar endað með vítaspyrnukeppni. Liðið tapaði gegn City og Arsenal í Góðgerðaskildinum 2019 og 2020 og fyrr á þessu ári vannst Deildarbikarinn gegn Chelsea.
- Liverpool og City mætast í þriðja sinn á Wembley í sögu félaganna og í hin tvö skiptin sigruðu City eftir vítaspyrnukeppni, í Deildarbikarnum árið 2016 og áðurnefndum leik í Góðgerðarskildinum.
- Liverpool hafa ekki unnið City í síðustu fimm viðureignum liðanna (allt deildarleikir). Þrír hafa endað jafnir og tveir leikir tapast.
- Joel Matip gæti spilað sinn 160. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan