| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Í úrslit!
Liverpool vann frábæran 3-2 sigur á Manchester City í undanúrslitum FA bikarsins. Öll mörk þeirra rauðu komu í fyrri hálfleik, City börðust allt til enda en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Byrjunarlið Jürgen Klopp kom ekki á óvart en eins og við nefndum í upphitun komu þeir Ibrahima Konaté og Naby Keita inn í stað Joel Matip og Jordan Henderson. Luis Díaz fékk svo tækifærið frammi þar sem Diogo Jota var ekki alveg 100% klár að byrja leikinn. Með Konaté í vörninni voru Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk og Andy Robertson, Alisson var að sjálfsögðu í markinu. Á miðjunni með Keita voru Thiago og Fabinho og Salah og Mané með Díaz frammi. Byrjunarlið City kom eilítið á óvart en eins og við var að búast gátu Kevin De Bruyne og Kyle Walker ekki byrjað. Zack Steffen fékk tækifæri í markinu og vörnin var skipuð þeim Zinchenko, Aké, Stones og Cancelo. Á miðjunni voru þeir Fernandinho, Bernardo Silva og Grealish með Foden, Sterling og Jesus fremsta.
Leikurinn fór hressilega af stað og var sérstaklega ánægjulegt að sjá leikmenn Liverpool mætta til leiks frá fyrsta flauti. City menn skráðu reyndar fyrsta færið þegar Grealish fékk boltann í teignum og var í fínu skotfæri. Skot hans var hinsvegar blokkað af van Dijk. Á 9. mínútu fékk Liverpool hornspyrnu sem Andy Robertson tók og sendi háan bolta inná teiginn. Þar rós Konaté manna hæst eins og við erum farin að þekkja svo vel frá undanförnum leikjum og skallaði boltann í markið. Þriðja mark Frakkans fyrir félagið og öll hafa verið eftir sömu uppskrift. Pressan hátt uppi á vellinum var að virka mjög vel hjá okkar mönnum og City menn komust ekki langt með boltann fram völlinn. Á 17. mínútu uppskar Mané svo eins og sáð var með góðri pressu. Boltinn var sendur á Steffen í markinu sem tók sér alltof langan tíma til að senda frá sér og Mané tæklaði boltann í markið. Ekki fallegasta mark Mané fyrir félagið en þau telja öll og staðan orðin 0-2. Eftir þetta fengu liðin svosem ekki mjög markverð færi en rétt fyrir hálfleik náði Mané að bæta við öðru marki sem var töluvert glæsilegra en það fyrra. Boltinn barst út til vinstri þar sem Robertson og Díaz spiluðu sín í milli, boltinn barst fyrir framan teiginn þar sem Alexander-Arnold og Thiago héldu áfram stutta spilinu og Thiago lyfti boltanum út til hægri þar sem Mané þrumaði boltanum viðstöðulaust í markið, óverjandi fyrir Steffen. Staðan 0-3 í hálfleik og allt í blóma.
Stjórarnir gerðu engar breytingar í hálfleik en City menn mættu grimmir til leiks. Ekki voru tvær mínútur liðnar þegar þeir höfðu skorað, Jesus gerði vel í að komast inná teiginn hægra megin og hann renndi boltanum á Grealish sem þrumaði efst í markhornið. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að City menn myndu minnka muninn en þetta var helst til of snemma fyrir hjarta okkar stuðningsmanna. Bæði lið fengu heldur betur færin til að bæta við mörkum á meðan seinni hálfleikurinn leið. Tíminn virtist líða hægar en vanalega og spennan var mikil. Fernandinho fékk gult spjald fyrir slæma tæklingu á Mané en þar hefði Brasilíumaðurinn réttilega átt að líta sitt annað gula spjald en eins og oft áður er sá ágæti leikmaður á sérsamning hvað spjaldasöfnun varðar. Salah fékk gott færi þegar Zinchenko reyndi að skalla til baka á Steffen, Egyptinn náði boltanum fyrst en skot hans hitti ekki á rammann. Hinumegin komst Jesus einn í gegn en Alisson varði frábærlega eins og hans er von og vísa. Á 90. mínútu komust City menn ennþá nær þegar Mahrez lék uppað endamörkum hægra megin. Skot hans var varið af Alisson en Bernardo Silva fylgdi á eftir á fjærstönginni og skoraði. Firmino fékk svo góðan séns hinumegin skömmu síðar eftir darraðadans hjá varnarmönnum City en Brassinn nýtti ekki fína stöðu. Lokaorðið átti svo Sterling þegar hann skaut að marki vinstra megin í teignum en Alisson var auðvitað á réttum stað, varði og hélt boltanum. Þegar dómarinn flautaði svo til leiksloka braust út mikill fögnuður þegar rauði helmingur stúkunnar fagnaði sæti í úrslitaleiknum!
Manchester City: Steffen, Cancelo, Stones, Aké, Zinchenko, Fernandinho, Bernardo Silva, Gabriel Jesus (Mahrez, 83. mín.), Grealish, Foden, Sterling. Ónotaðir varamenn: Ederson, Rúben Dias, Gündogan, Laporte, Rodri, De Bruyne, Delap, Lavia.
Mörk Manchester City: Grealish (47. mín.) og B. Silva (90+1).
Gul spjöld: Fernandinho og B. Silva.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Keita (Henderson, 73. mín.), Fabinho, Thiago (Jones, 87. mín.), Salah, Mané (Jota, 85. mín.), Díaz (Firmino, 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Matip, Tsimikas, Milner.
Mörk Liverpool: Konaté (9. mín.) og Mané (17. og 45. mín.).
Gul spjöld: Keita, Fabinho og Mané.
Maður leiksins: Sadio Mané nýtti færin sín afskaplega vel og fyrsta markið sýndi hversu flottur hann er í pressunni sem fremsti maður. Frábær leikur hjá Senegalanum.
Jürgen Klopp: ,,Fyrri hálfleikurinn var eitt það besta sem ég hef séð sem stjóri hér. Sérstaklega vegna þess hversu mikil gæði eru í City liðinu. Þeir sýndu það líka í seinni hálfleik. En í þeim fyrri vorum við framúrskarandi í öllum þáttum leiksins, lokuðum vel á þá og nýttum okkar færi. Í þeim seinni skoruðu þeir snemma eins og við í síðasta leik liðanna. Engum leikmanni líður vel spilandi gegn City með 3-1 forystu því þeir geta alltaf refsað. Við vörðumst hinsvegar vel á löngum köflum en þeir komust líka í gegn. Við þurftum á Alisson að halda og hefðum svo sjálfir getað bætt við mörkum. Að vinna 3-0 sigur gegn City hefði verið skrýtið og 3-2 eru sanngjörn úrslit sem þýðir auðvitað að við erum komnir í úrslit."
Fróðleikur:
- Ibrahima Konaté skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni og öll hafa komið með skalla eftir hornspyrnu.
- Sadio Mané hefur nú skorað 18 mörk í öllum keppnum en mörkin hans í þessum leik voru hans fyrstu í FA bikarnum á leiktíðinni.
- Mané hefur nú skorað 10 mörk gegn City á ferlinum en flest mörk hefur hann skorað gegn Crystal Palace eða 13 talsins.
- Mané varð fyrsti leikmaðurinn til að skora tvö mörk í undanúrslitum FA bikarsins síðan Robbie Fowler gerði það gegn Aston Villa árið 1996.
- Þetta var fyrsti sigur Jürgen Klopp gegn Manchester City á Wembley.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á City í síðustu fimm leikjum.
- Liverpool er komið í úrslit keppninnar í fyrsta sinn í slétt tíu ár en síðasti bikar vannst árið 2006.
- Klopp er þriðji stjórinn í sögu félagsins til að komast í úrslit FA bikars, Deildarbikars og Meistaradeildar (Evrópukeppni meistaraliða) á eftir Bob Paisley og Rafa Benítez.
- Í þriðja sinn í sögu félagsins kemst liðið í úrslit Deildarbikars og FA bikars á sama tímabilinu en það gerðist áður tímabilin 2001-02 og 2011-2012.
Byrjunarlið Jürgen Klopp kom ekki á óvart en eins og við nefndum í upphitun komu þeir Ibrahima Konaté og Naby Keita inn í stað Joel Matip og Jordan Henderson. Luis Díaz fékk svo tækifærið frammi þar sem Diogo Jota var ekki alveg 100% klár að byrja leikinn. Með Konaté í vörninni voru Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk og Andy Robertson, Alisson var að sjálfsögðu í markinu. Á miðjunni með Keita voru Thiago og Fabinho og Salah og Mané með Díaz frammi. Byrjunarlið City kom eilítið á óvart en eins og við var að búast gátu Kevin De Bruyne og Kyle Walker ekki byrjað. Zack Steffen fékk tækifæri í markinu og vörnin var skipuð þeim Zinchenko, Aké, Stones og Cancelo. Á miðjunni voru þeir Fernandinho, Bernardo Silva og Grealish með Foden, Sterling og Jesus fremsta.
Leikurinn fór hressilega af stað og var sérstaklega ánægjulegt að sjá leikmenn Liverpool mætta til leiks frá fyrsta flauti. City menn skráðu reyndar fyrsta færið þegar Grealish fékk boltann í teignum og var í fínu skotfæri. Skot hans var hinsvegar blokkað af van Dijk. Á 9. mínútu fékk Liverpool hornspyrnu sem Andy Robertson tók og sendi háan bolta inná teiginn. Þar rós Konaté manna hæst eins og við erum farin að þekkja svo vel frá undanförnum leikjum og skallaði boltann í markið. Þriðja mark Frakkans fyrir félagið og öll hafa verið eftir sömu uppskrift. Pressan hátt uppi á vellinum var að virka mjög vel hjá okkar mönnum og City menn komust ekki langt með boltann fram völlinn. Á 17. mínútu uppskar Mané svo eins og sáð var með góðri pressu. Boltinn var sendur á Steffen í markinu sem tók sér alltof langan tíma til að senda frá sér og Mané tæklaði boltann í markið. Ekki fallegasta mark Mané fyrir félagið en þau telja öll og staðan orðin 0-2. Eftir þetta fengu liðin svosem ekki mjög markverð færi en rétt fyrir hálfleik náði Mané að bæta við öðru marki sem var töluvert glæsilegra en það fyrra. Boltinn barst út til vinstri þar sem Robertson og Díaz spiluðu sín í milli, boltinn barst fyrir framan teiginn þar sem Alexander-Arnold og Thiago héldu áfram stutta spilinu og Thiago lyfti boltanum út til hægri þar sem Mané þrumaði boltanum viðstöðulaust í markið, óverjandi fyrir Steffen. Staðan 0-3 í hálfleik og allt í blóma.
Stjórarnir gerðu engar breytingar í hálfleik en City menn mættu grimmir til leiks. Ekki voru tvær mínútur liðnar þegar þeir höfðu skorað, Jesus gerði vel í að komast inná teiginn hægra megin og hann renndi boltanum á Grealish sem þrumaði efst í markhornið. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að City menn myndu minnka muninn en þetta var helst til of snemma fyrir hjarta okkar stuðningsmanna. Bæði lið fengu heldur betur færin til að bæta við mörkum á meðan seinni hálfleikurinn leið. Tíminn virtist líða hægar en vanalega og spennan var mikil. Fernandinho fékk gult spjald fyrir slæma tæklingu á Mané en þar hefði Brasilíumaðurinn réttilega átt að líta sitt annað gula spjald en eins og oft áður er sá ágæti leikmaður á sérsamning hvað spjaldasöfnun varðar. Salah fékk gott færi þegar Zinchenko reyndi að skalla til baka á Steffen, Egyptinn náði boltanum fyrst en skot hans hitti ekki á rammann. Hinumegin komst Jesus einn í gegn en Alisson varði frábærlega eins og hans er von og vísa. Á 90. mínútu komust City menn ennþá nær þegar Mahrez lék uppað endamörkum hægra megin. Skot hans var varið af Alisson en Bernardo Silva fylgdi á eftir á fjærstönginni og skoraði. Firmino fékk svo góðan séns hinumegin skömmu síðar eftir darraðadans hjá varnarmönnum City en Brassinn nýtti ekki fína stöðu. Lokaorðið átti svo Sterling þegar hann skaut að marki vinstra megin í teignum en Alisson var auðvitað á réttum stað, varði og hélt boltanum. Þegar dómarinn flautaði svo til leiksloka braust út mikill fögnuður þegar rauði helmingur stúkunnar fagnaði sæti í úrslitaleiknum!
Manchester City: Steffen, Cancelo, Stones, Aké, Zinchenko, Fernandinho, Bernardo Silva, Gabriel Jesus (Mahrez, 83. mín.), Grealish, Foden, Sterling. Ónotaðir varamenn: Ederson, Rúben Dias, Gündogan, Laporte, Rodri, De Bruyne, Delap, Lavia.
Mörk Manchester City: Grealish (47. mín.) og B. Silva (90+1).
Gul spjöld: Fernandinho og B. Silva.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Keita (Henderson, 73. mín.), Fabinho, Thiago (Jones, 87. mín.), Salah, Mané (Jota, 85. mín.), Díaz (Firmino, 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Matip, Tsimikas, Milner.
Mörk Liverpool: Konaté (9. mín.) og Mané (17. og 45. mín.).
Gul spjöld: Keita, Fabinho og Mané.
Maður leiksins: Sadio Mané nýtti færin sín afskaplega vel og fyrsta markið sýndi hversu flottur hann er í pressunni sem fremsti maður. Frábær leikur hjá Senegalanum.
Jürgen Klopp: ,,Fyrri hálfleikurinn var eitt það besta sem ég hef séð sem stjóri hér. Sérstaklega vegna þess hversu mikil gæði eru í City liðinu. Þeir sýndu það líka í seinni hálfleik. En í þeim fyrri vorum við framúrskarandi í öllum þáttum leiksins, lokuðum vel á þá og nýttum okkar færi. Í þeim seinni skoruðu þeir snemma eins og við í síðasta leik liðanna. Engum leikmanni líður vel spilandi gegn City með 3-1 forystu því þeir geta alltaf refsað. Við vörðumst hinsvegar vel á löngum köflum en þeir komust líka í gegn. Við þurftum á Alisson að halda og hefðum svo sjálfir getað bætt við mörkum. Að vinna 3-0 sigur gegn City hefði verið skrýtið og 3-2 eru sanngjörn úrslit sem þýðir auðvitað að við erum komnir í úrslit."
Fróðleikur:
- Ibrahima Konaté skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni og öll hafa komið með skalla eftir hornspyrnu.
- Sadio Mané hefur nú skorað 18 mörk í öllum keppnum en mörkin hans í þessum leik voru hans fyrstu í FA bikarnum á leiktíðinni.
- Mané hefur nú skorað 10 mörk gegn City á ferlinum en flest mörk hefur hann skorað gegn Crystal Palace eða 13 talsins.
- Mané varð fyrsti leikmaðurinn til að skora tvö mörk í undanúrslitum FA bikarsins síðan Robbie Fowler gerði það gegn Aston Villa árið 1996.
- Þetta var fyrsti sigur Jürgen Klopp gegn Manchester City á Wembley.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á City í síðustu fimm leikjum.
- Liverpool er komið í úrslit keppninnar í fyrsta sinn í slétt tíu ár en síðasti bikar vannst árið 2006.
- Klopp er þriðji stjórinn í sögu félagsins til að komast í úrslit FA bikars, Deildarbikars og Meistaradeildar (Evrópukeppni meistaraliða) á eftir Bob Paisley og Rafa Benítez.
- Í þriðja sinn í sögu félagsins kemst liðið í úrslit Deildarbikars og FA bikars á sama tímabilinu en það gerðist áður tímabilin 2001-02 og 2011-2012.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan