| Sf. Gutt
Jürgen Klopp sagði að Liverpool hefði spilað stórkostlega í fyrri hálfleik á móti Manchester City í undanúrslitum FA bikarsins á laugardaginn. Hann sagði fyrri hálfleikinn einn þann besta á valdatíð sinni hjá Liverpool og þá er mikið sagt!
,,Þetta var einn besti fyrri hálfleikur sem við höfum spilað. Við gerðum allt rétt í fyrri hálfleik og tókum alltaf réttar ákvarðanir með og án boltans. Við vorum stórkostlegir en eftir að City minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks opnaðist leikurinn umtalsvert. Lið þeirra er ótrúlega gott og það kom í ljós í síðari hálfleiknum. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og frammistöðunni því það er ekki sjálfgefið að leggja Manchester City að velli. Við unnum sanngjarnan sigur 3:2. Það dugði okkur til að komast í úrslitaleikinn."
Liverpool lék sannarlega frábærlega í fyrri hálfleik á Wembley og leiddi 3:0. Manchester City náði að svara með tveimur mörkum en komust ekki lengra. Liverpool komst þar með í úrslitaleikinn um FA bikarinn í fyrsta skipti í tíu ár. Líkt og fyrir tíu árum mætir Liverpool Chelsea. Liverpool nær vonandi að bæta fyrir tapið þá í vor!
TIL BAKA
Við vorum stórkostlegir!
Jürgen Klopp sagði að Liverpool hefði spilað stórkostlega í fyrri hálfleik á móti Manchester City í undanúrslitum FA bikarsins á laugardaginn. Hann sagði fyrri hálfleikinn einn þann besta á valdatíð sinni hjá Liverpool og þá er mikið sagt!
,,Þetta var einn besti fyrri hálfleikur sem við höfum spilað. Við gerðum allt rétt í fyrri hálfleik og tókum alltaf réttar ákvarðanir með og án boltans. Við vorum stórkostlegir en eftir að City minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks opnaðist leikurinn umtalsvert. Lið þeirra er ótrúlega gott og það kom í ljós í síðari hálfleiknum. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og frammistöðunni því það er ekki sjálfgefið að leggja Manchester City að velli. Við unnum sanngjarnan sigur 3:2. Það dugði okkur til að komast í úrslitaleikinn."
Liverpool lék sannarlega frábærlega í fyrri hálfleik á Wembley og leiddi 3:0. Manchester City náði að svara með tveimur mörkum en komust ekki lengra. Liverpool komst þar með í úrslitaleikinn um FA bikarinn í fyrsta skipti í tíu ár. Líkt og fyrir tíu árum mætir Liverpool Chelsea. Liverpool nær vonandi að bæta fyrir tapið þá í vor!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan