| Sf. Gutt
Liverpool sneri Everton niður í miklum baráttuleik á Anfield Road í dag. Bláliðar lágu í vörn frá upphafi en Rauðliðar náðu að hafa sanngjarnan 2:0 sigur. Baráttan um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram!
Þetta var 240. leikur Liverpool og Everton. Fyrir utan borgarstoltið var mikið í húfi. Liverpool á fullu í toppbaráttu og Everton á fullu í fallbaráttu. Ólíkt hafast grannarnir að á þessu keppnistímabili. Burnley hafði rétt fyrir leikinn í Liverpool unnið 1:0 sigur á Wolves og um leið sent Everton niður í fallsæti. Litlar breytingar voru gerðar á liði Liverpool eftir burstið á Manchester United. Kannski sú helsta að Jordan Henderson fór á bekkinn og í hnas stað kom Naby Keita. Tvær aðrar breytingar voru gerðar.
Frá fyrsta flauti var augljóst við hvað Liverpool átti að etja. Allir leikmenn Everton stilltu sér upp í vörn og börðust eins og ljón. Þar fyrir utan reyndu þeir við hvert tækifæri að tefja leikinn. Liverpool náði illa hraða í spilið enda mótspyrnan fjölmenn og hörð. Á 21. mínútu átti Sadio Mané fyrstu marktilraun Liverpool að heitið gat en skot hans rétt utan vítateigs fór rétt yfir. Litlu síðar var hinn eldfljóti Anthony Gordon bókaður fyrir leikaraskap í leit að vítaspyrnu.
Everton átti snarpar skyndisóknir og á 34. mínútu komst Abdoulaye Doucouré inn í vítateig Liverpool hægra megin en skot hans fór framhjá fjærstönginni. Rétt fyrir lok hálfleiksins lá Richarlison eftir en Liverpool hélt leik áfram eins og rétt var. Leikmenn Everton reiddust mjög og það endaði með því að Abdoulaye negldi Fabinho Tavarez niður til að stoppa leikinn. Fautalega gert og í kjölfarið hlupu leikmenn saman. Dómarinn greiddi úr og bókaði Sadio sem setti fingur í andlit leikmanns Everton. Sumir töldu að hann hefði átt að fá rautt spjald. En það kom sér vel að kominn var hálfleikur því mikill hiti var í mönnum.
Sama var uppi á teningnum eftir hlé nema hvað Everton reyndi heldur meira að sækja. Á 53. mínútu fékk Anthony langa sendingu fram vinstra megin. Hann komst inn í vítateig þar sem Joël Matip stuggaði við honum. Báðir féllu og leikmenn Everton vildu með réttu fá víti en það var ekkert dæmt. Anthony var mikil ógn og um fimm mínútum seinna var Trent Alexander-Arnold bókaður fyrir að fella hann þegar hann var að sleppa fram kantinn.
Á 60. mínútu var þeim Divock Origi og Luis Díaz skipt inn á fyrir Sadio Mané og Naby Keita. Tveimur mínútum seinna braut Liverpool varnarmúr Everton. Joël gaf út til vinstri á Mohamed Salah. Hann sendi boltann inn í vítateiginn á Divock. Hann lagði boltann til baka á Mohamed sem lyfti honum yfir á fjærstöng. Þangað var Andrew Robertson mættur til að skalla boltann í markið fyrir framan Kop stúkuna. Allt sprakk úr fögnuði! Magnað hjá Skotanum að fylgja vel á eftir og sendingin hjá Mohamed stórgóð. Þetta var það sem þurfti. Að skora!
Sex mínútum seinna var mikill hamagangur eftir hornspyrnu en Mohamed skaut yfir. Everton lagði skiljanlega ekki árar í bát og á 72. mínútu átti Demarai Gray gott skot utan teigs sem fór rétt framhjá. Átta mínútum seinna var Andrew vel á verði í vörninni þegar hann bjargaði í markteignum á síðustu stundu.
Sem fyrr var þó Liverpool sem sótti og á 84. mínútu sendi Mohamed á Thiago Alcântara sem átti skot utan vítateigs sem fór í varnarmann en Jordan Pickford gerði vel og bjargaði í horn. Mínútu seinna gerði Liverpool út um leikinn. Varamaðurinn Jordan Henderson sendi inn í vítateiginn til hægri. Luis klippti boltann á lofti í jörðina og fyrir markið í átt að Divock sem skallaði boltann upp í þaknetið rétt uppi við markið. Allt gekk af göflunum af fögnuði Rauðliða í annað sinn. Ekki nóg með að Liverpool hafði með markinu innsiglað sigurinn þá hafði Divock skorað! Lygilegt að hann skuli enn og aftur skora gegn Everton!
Í framhaldinu hylltu stuðningsmenn Liverpool fyrrum framkævmdastjóra sinn Rafael Benítez með því að syngja nafn hans og það ekki í fyrsta skipti á meðan á leiknum stóð. Hann var auðvitað við stjórn Everton fram í janúar. Held að það hafi ekki verið spurning með hvaða liði hann hélt í dag!
Á lokaandartökunum var Richarlison bókaður en hefði átt að fá rautt fyrir að sparka viljandi í Jordan. Gríðarlegur fögnuður braust út þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Liverpool hafði tekist að snúa Everton niður og vinna sanngjarnan og nauðsynlegan sigur!
Sætustu sigrarnir eru á móti Everton. Liverpool þurfti að hafa fyrir þessum sigri og skiljanlega. Everton er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En leikmenn Liverpool sýndu þá seiglu og baráttu sem til þurfti! Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Keïta (Origi 60. mín.), Fabinho, Thiago, Salah, Mané (Díaz 60. mín.) og Jota (Henderson 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Milner, Gomez, Jones og Tsimikas.
Mörk Liverpool: Andrew Roberton (62. mín.) og Divock Origi (85. mín.).
Gul spjöld: Sadio Mané og Trent Alexander-Arnold.
Everton: Pickford, Coleman, Holgate, Keane, Mykolenko, Doucouré, Allan (Alli 73. mín.), Iwobi, Gray (Rondón 77. mín.), Richarlison og Gordon. Ónotaðir varamenn: Begovic, Lonergan, Kenny, Delph, Branthwaite, El Ghazi og Price.
Gul spjöld: Anthony Gordon, Abdoulaye Doucouré, Allan, Dele Alli og Richarlison.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.852.
Maður leiksins: Divock Origi. Það er eiginlega ekki annað hægt en að velja þennan ótrúlega framherja. Hann átti stóran þátt í fyrra markinu með sinni fyrstu snertingu og innsiglaði svo sigurinn. Goðsögn!
Jürgen Klopp: Við vorum ekki mjög góðir í fyrri hálfleik. Það var bæði slæmt og gott. Staðan var markalaus í hálfleik og þar með áttum við góða möguleika á að bæta okkur. Við lögðum fram einfaldar breytingar og þær skiluðu sér í því að við spiluðum betur. Svo náðum við að vinna sigur og þess vegna er allt í þessu fína lagi!
- Þetta var 240. leikur Liverpool og Everton í sögunni.
- Andrew Robertson skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Divock Origi skoraði sjötta mark sitt á sparktíðinni.
- Þetta var sjötta mark hans á móti Everton.
- Liverpool hefur nú skorað 133 mörk á keppnistímabilinu.
TIL BAKA
Liverpool snéri Everton niður!
Liverpool sneri Everton niður í miklum baráttuleik á Anfield Road í dag. Bláliðar lágu í vörn frá upphafi en Rauðliðar náðu að hafa sanngjarnan 2:0 sigur. Baráttan um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram!
Þetta var 240. leikur Liverpool og Everton. Fyrir utan borgarstoltið var mikið í húfi. Liverpool á fullu í toppbaráttu og Everton á fullu í fallbaráttu. Ólíkt hafast grannarnir að á þessu keppnistímabili. Burnley hafði rétt fyrir leikinn í Liverpool unnið 1:0 sigur á Wolves og um leið sent Everton niður í fallsæti. Litlar breytingar voru gerðar á liði Liverpool eftir burstið á Manchester United. Kannski sú helsta að Jordan Henderson fór á bekkinn og í hnas stað kom Naby Keita. Tvær aðrar breytingar voru gerðar.
Frá fyrsta flauti var augljóst við hvað Liverpool átti að etja. Allir leikmenn Everton stilltu sér upp í vörn og börðust eins og ljón. Þar fyrir utan reyndu þeir við hvert tækifæri að tefja leikinn. Liverpool náði illa hraða í spilið enda mótspyrnan fjölmenn og hörð. Á 21. mínútu átti Sadio Mané fyrstu marktilraun Liverpool að heitið gat en skot hans rétt utan vítateigs fór rétt yfir. Litlu síðar var hinn eldfljóti Anthony Gordon bókaður fyrir leikaraskap í leit að vítaspyrnu.
Everton átti snarpar skyndisóknir og á 34. mínútu komst Abdoulaye Doucouré inn í vítateig Liverpool hægra megin en skot hans fór framhjá fjærstönginni. Rétt fyrir lok hálfleiksins lá Richarlison eftir en Liverpool hélt leik áfram eins og rétt var. Leikmenn Everton reiddust mjög og það endaði með því að Abdoulaye negldi Fabinho Tavarez niður til að stoppa leikinn. Fautalega gert og í kjölfarið hlupu leikmenn saman. Dómarinn greiddi úr og bókaði Sadio sem setti fingur í andlit leikmanns Everton. Sumir töldu að hann hefði átt að fá rautt spjald. En það kom sér vel að kominn var hálfleikur því mikill hiti var í mönnum.
Sama var uppi á teningnum eftir hlé nema hvað Everton reyndi heldur meira að sækja. Á 53. mínútu fékk Anthony langa sendingu fram vinstra megin. Hann komst inn í vítateig þar sem Joël Matip stuggaði við honum. Báðir féllu og leikmenn Everton vildu með réttu fá víti en það var ekkert dæmt. Anthony var mikil ógn og um fimm mínútum seinna var Trent Alexander-Arnold bókaður fyrir að fella hann þegar hann var að sleppa fram kantinn.
Á 60. mínútu var þeim Divock Origi og Luis Díaz skipt inn á fyrir Sadio Mané og Naby Keita. Tveimur mínútum seinna braut Liverpool varnarmúr Everton. Joël gaf út til vinstri á Mohamed Salah. Hann sendi boltann inn í vítateiginn á Divock. Hann lagði boltann til baka á Mohamed sem lyfti honum yfir á fjærstöng. Þangað var Andrew Robertson mættur til að skalla boltann í markið fyrir framan Kop stúkuna. Allt sprakk úr fögnuði! Magnað hjá Skotanum að fylgja vel á eftir og sendingin hjá Mohamed stórgóð. Þetta var það sem þurfti. Að skora!
Sex mínútum seinna var mikill hamagangur eftir hornspyrnu en Mohamed skaut yfir. Everton lagði skiljanlega ekki árar í bát og á 72. mínútu átti Demarai Gray gott skot utan teigs sem fór rétt framhjá. Átta mínútum seinna var Andrew vel á verði í vörninni þegar hann bjargaði í markteignum á síðustu stundu.
Sem fyrr var þó Liverpool sem sótti og á 84. mínútu sendi Mohamed á Thiago Alcântara sem átti skot utan vítateigs sem fór í varnarmann en Jordan Pickford gerði vel og bjargaði í horn. Mínútu seinna gerði Liverpool út um leikinn. Varamaðurinn Jordan Henderson sendi inn í vítateiginn til hægri. Luis klippti boltann á lofti í jörðina og fyrir markið í átt að Divock sem skallaði boltann upp í þaknetið rétt uppi við markið. Allt gekk af göflunum af fögnuði Rauðliða í annað sinn. Ekki nóg með að Liverpool hafði með markinu innsiglað sigurinn þá hafði Divock skorað! Lygilegt að hann skuli enn og aftur skora gegn Everton!
Í framhaldinu hylltu stuðningsmenn Liverpool fyrrum framkævmdastjóra sinn Rafael Benítez með því að syngja nafn hans og það ekki í fyrsta skipti á meðan á leiknum stóð. Hann var auðvitað við stjórn Everton fram í janúar. Held að það hafi ekki verið spurning með hvaða liði hann hélt í dag!
Á lokaandartökunum var Richarlison bókaður en hefði átt að fá rautt fyrir að sparka viljandi í Jordan. Gríðarlegur fögnuður braust út þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Liverpool hafði tekist að snúa Everton niður og vinna sanngjarnan og nauðsynlegan sigur!
Sætustu sigrarnir eru á móti Everton. Liverpool þurfti að hafa fyrir þessum sigri og skiljanlega. Everton er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En leikmenn Liverpool sýndu þá seiglu og baráttu sem til þurfti! Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Keïta (Origi 60. mín.), Fabinho, Thiago, Salah, Mané (Díaz 60. mín.) og Jota (Henderson 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Milner, Gomez, Jones og Tsimikas.
Mörk Liverpool: Andrew Roberton (62. mín.) og Divock Origi (85. mín.).
Gul spjöld: Sadio Mané og Trent Alexander-Arnold.
Everton: Pickford, Coleman, Holgate, Keane, Mykolenko, Doucouré, Allan (Alli 73. mín.), Iwobi, Gray (Rondón 77. mín.), Richarlison og Gordon. Ónotaðir varamenn: Begovic, Lonergan, Kenny, Delph, Branthwaite, El Ghazi og Price.
Gul spjöld: Anthony Gordon, Abdoulaye Doucouré, Allan, Dele Alli og Richarlison.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.852.
Maður leiksins: Divock Origi. Það er eiginlega ekki annað hægt en að velja þennan ótrúlega framherja. Hann átti stóran þátt í fyrra markinu með sinni fyrstu snertingu og innsiglaði svo sigurinn. Goðsögn!
Jürgen Klopp: Við vorum ekki mjög góðir í fyrri hálfleik. Það var bæði slæmt og gott. Staðan var markalaus í hálfleik og þar með áttum við góða möguleika á að bæta okkur. Við lögðum fram einfaldar breytingar og þær skiluðu sér í því að við spiluðum betur. Svo náðum við að vinna sigur og þess vegna er allt í þessu fína lagi!
Fróðleikur
- Þetta var 240. leikur Liverpool og Everton í sögunni.
- Andrew Robertson skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Divock Origi skoraði sjötta mark sitt á sparktíðinni.
- Þetta var sjötta mark hans á móti Everton.
- Liverpool hefur nú skorað 133 mörk á keppnistímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan