| Grétar Magnússon
TIL BAKA
2-0 forysta
Fyrri leikur undanúrslita Meistaradeildar gegn Villarreal endaði með 2-0 sigri Liverpool á Anfield. Forskotið er gott fyrir seinni leikinn en verkefnið er jú auðvitað bara hálfnað.
Jürgen Klopp gerði þrjár breytingar á liðinu frá síðasta leik og inn komu þeir Konaté, Henderson og Díaz í stað Matip, Keita og Jota sem settust á bekkinn. Fyrri hálfleikur hófst svo eins og við vonuðumst til, með stórsókn Liverpool að marki gestanna. Það reyndist erfitt að brjóta varnarmúr þeirra á bak aftur en fyrsta alvöru færið kom þegar Salah sendi inná markteig þar sem Mané var mættur en hann náði ekki almennilega að skalla boltann í átt að marki. Luis Díaz var næstur á mælendaskrá þegar hann skeiðaði inní teiginn vinstra megin og náði skoti sem Rulli markvörður varði, hélt ekki boltanum en náði honum í annari tilraun. Villarreal komust varla framyfir miðju og Mané og Salah héldu áfram að þjarma að varnarmönnum með skotum sem hittu ekki á markið eða enduðu í fótum þeirra gulklæddu. Thiago þrumaði svo í samskeytin með frábæru skoti fyrir utan teig og þar með var saga fyrri hálfleiks sögð, þjarmað að markinu en ekki tókst að koma boltanum í það.
Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik og Fabinho skoraði snemma eftir að leikurinn hófst að nýju þegar van Dijk skallaði boltann niður í markteignum. Brasilíumaðurinn var fyrstur í boltann og skoraði en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Skömmu síðar var ísinn loksins brotinn. Flott samspil leikmanna upp völlinn endaði með því að boltinn barst til hægri á Henderson. Hann sendi á Salah og tók hlaupið upp hægri kant og fékk boltann til baka. Fyrirgjöf fyrirliðans fór í fót varnarmanns, breytti um stefnu og stefndi í átt að marki þar sem Rulli markvörður náði ekki að gera neitt nema að slæma hendi í boltann sem endaði markhorninu út við stöng. Heppnisstimpill yfir þessu auðvitað en það var nú bara tímaspursmál hvenær tækist að skora. Tveim mínútum síðar lá boltinn aftur í marki gestanna og nú var það enginn heppni. Salah fékk boltann fyrir utan teig, lék aðeins nær marki og renndi boltanum inná Mané sem potaði boltanum í markið. Tæpt var með rangstöðu en markið stóð réttilega. Staðan orðin 2-0 og nóg eftir af leiknum. Því miður tókst ekki að bæta við fleiri mörkum en Robertson skoraði reyndar eitt sem var dæmt af vegna rangstöðu. Virgil van Dijk átti langskot sem Rulli þurfti að hafa sig allan við að verja og seint í leiknum komst Díaz uppað endamörkum og sendi fyrir en enginn var þar mættur til að afgreiða boltann í netið. Niðurstaðan 2-0 og við vonum að seinni leikurinn í einvíginu verði jafn góður hjá okkar mönnum.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez, 81. mín.), Konaté, van Dijk, Robertson, Henderson (Keita, 72. mín.), Fabinho, Thiago, Salah, Mané (Jota, 73. mín.), Díaz (Origi, 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Origi, R. Williams, Milner, Oxlade-Chamberlain, Elliott, Minamino.
Mörk Liverpool: Sjálfsmark (53. mín.) og Mané (55. mín.).
Gult spjald: van Dijk.
Villarreal: Rulli, Foyth, Albiol, Torres, Estupiñán (Trigueros Muñoz, 72. mín.), Lo Celso, Capoue, Parejo (Aurier, 71. mín.), Coquelin (Pedraza, 57. mín.), Chukwueze (Dia, 72. mín.), Danjuma (Alcácer, 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Asenjo, Pérez Martínez, Iborra, Peña, Mandi, Gómez Bardonado, Jörgensen.
Gul spjöld: Estupiñán og Lo Celso.
Maður leiksins: Tökum bara allt liðið að þessu sinni því enginn skaraði neitt svakalega framúr og enginn var heldur eitthvað slakur. Frábær liðsframmistaða!
Jürgen Klopp: ,,Lykillinn að sigrinu var hvernig við spiluðum og vörðumst gegn þeim, við sóttum mjög vel á Villarreal. Það er augljóst að maður verður að skora mörk í knattspyrnu og það gerðum við. Fyrri hálfleikur var góður og við þurftum að halda áfram í seinni hálfleik. Það sem mér líkar hvað mest við Villarreal er hversu fljótir þeir eru að komast fram völlinn, ein sending inná miðjuna og við þurftum svo að vera vel mannaðir á köntunum til að vinna boltann til baka. Ef það hefði ekki tekist svona oft í leiknum hefðu þeir getað valdið okkur miklum vandræðum. Staðan er 2-0 í hálfleik hvorki meira né minna."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sitt fjórða mark í Meistaradeildinni á tímabilinu.
- Markið var jafnframt hans 20. í öllum keppnum og þar með hefur Senegalinn skorað 20 mörk eða meira í fjórum af fimm tímabilum sínum hjá félaginu.
- Þetta var 14. mark Mané í Meistaradeildinni og jafnaði hann þar með markamet Didier Drogba sem markahæsti Afríkumaðurinn í sögu keppninnar.
- Liverpool hafa nú unnið níu leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu. Það er félagsmet (undankeppni ekki tekin með).
- Félagið jafnaði einnig met yfir fjölda sigurleikja á einu tímabili, 43 eru þeir nú talsins og það náðist einnig tímabilið 2019-20.
Jürgen Klopp gerði þrjár breytingar á liðinu frá síðasta leik og inn komu þeir Konaté, Henderson og Díaz í stað Matip, Keita og Jota sem settust á bekkinn. Fyrri hálfleikur hófst svo eins og við vonuðumst til, með stórsókn Liverpool að marki gestanna. Það reyndist erfitt að brjóta varnarmúr þeirra á bak aftur en fyrsta alvöru færið kom þegar Salah sendi inná markteig þar sem Mané var mættur en hann náði ekki almennilega að skalla boltann í átt að marki. Luis Díaz var næstur á mælendaskrá þegar hann skeiðaði inní teiginn vinstra megin og náði skoti sem Rulli markvörður varði, hélt ekki boltanum en náði honum í annari tilraun. Villarreal komust varla framyfir miðju og Mané og Salah héldu áfram að þjarma að varnarmönnum með skotum sem hittu ekki á markið eða enduðu í fótum þeirra gulklæddu. Thiago þrumaði svo í samskeytin með frábæru skoti fyrir utan teig og þar með var saga fyrri hálfleiks sögð, þjarmað að markinu en ekki tókst að koma boltanum í það.
Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik og Fabinho skoraði snemma eftir að leikurinn hófst að nýju þegar van Dijk skallaði boltann niður í markteignum. Brasilíumaðurinn var fyrstur í boltann og skoraði en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Skömmu síðar var ísinn loksins brotinn. Flott samspil leikmanna upp völlinn endaði með því að boltinn barst til hægri á Henderson. Hann sendi á Salah og tók hlaupið upp hægri kant og fékk boltann til baka. Fyrirgjöf fyrirliðans fór í fót varnarmanns, breytti um stefnu og stefndi í átt að marki þar sem Rulli markvörður náði ekki að gera neitt nema að slæma hendi í boltann sem endaði markhorninu út við stöng. Heppnisstimpill yfir þessu auðvitað en það var nú bara tímaspursmál hvenær tækist að skora. Tveim mínútum síðar lá boltinn aftur í marki gestanna og nú var það enginn heppni. Salah fékk boltann fyrir utan teig, lék aðeins nær marki og renndi boltanum inná Mané sem potaði boltanum í markið. Tæpt var með rangstöðu en markið stóð réttilega. Staðan orðin 2-0 og nóg eftir af leiknum. Því miður tókst ekki að bæta við fleiri mörkum en Robertson skoraði reyndar eitt sem var dæmt af vegna rangstöðu. Virgil van Dijk átti langskot sem Rulli þurfti að hafa sig allan við að verja og seint í leiknum komst Díaz uppað endamörkum og sendi fyrir en enginn var þar mættur til að afgreiða boltann í netið. Niðurstaðan 2-0 og við vonum að seinni leikurinn í einvíginu verði jafn góður hjá okkar mönnum.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez, 81. mín.), Konaté, van Dijk, Robertson, Henderson (Keita, 72. mín.), Fabinho, Thiago, Salah, Mané (Jota, 73. mín.), Díaz (Origi, 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Origi, R. Williams, Milner, Oxlade-Chamberlain, Elliott, Minamino.
Mörk Liverpool: Sjálfsmark (53. mín.) og Mané (55. mín.).
Gult spjald: van Dijk.
Villarreal: Rulli, Foyth, Albiol, Torres, Estupiñán (Trigueros Muñoz, 72. mín.), Lo Celso, Capoue, Parejo (Aurier, 71. mín.), Coquelin (Pedraza, 57. mín.), Chukwueze (Dia, 72. mín.), Danjuma (Alcácer, 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Asenjo, Pérez Martínez, Iborra, Peña, Mandi, Gómez Bardonado, Jörgensen.
Gul spjöld: Estupiñán og Lo Celso.
Maður leiksins: Tökum bara allt liðið að þessu sinni því enginn skaraði neitt svakalega framúr og enginn var heldur eitthvað slakur. Frábær liðsframmistaða!
Jürgen Klopp: ,,Lykillinn að sigrinu var hvernig við spiluðum og vörðumst gegn þeim, við sóttum mjög vel á Villarreal. Það er augljóst að maður verður að skora mörk í knattspyrnu og það gerðum við. Fyrri hálfleikur var góður og við þurftum að halda áfram í seinni hálfleik. Það sem mér líkar hvað mest við Villarreal er hversu fljótir þeir eru að komast fram völlinn, ein sending inná miðjuna og við þurftum svo að vera vel mannaðir á köntunum til að vinna boltann til baka. Ef það hefði ekki tekist svona oft í leiknum hefðu þeir getað valdið okkur miklum vandræðum. Staðan er 2-0 í hálfleik hvorki meira né minna."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sitt fjórða mark í Meistaradeildinni á tímabilinu.
- Markið var jafnframt hans 20. í öllum keppnum og þar með hefur Senegalinn skorað 20 mörk eða meira í fjórum af fimm tímabilum sínum hjá félaginu.
- Þetta var 14. mark Mané í Meistaradeildinni og jafnaði hann þar með markamet Didier Drogba sem markahæsti Afríkumaðurinn í sögu keppninnar.
- Liverpool hafa nú unnið níu leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu. Það er félagsmet (undankeppni ekki tekin með).
- Félagið jafnaði einnig met yfir fjölda sigurleikja á einu tímabili, 43 eru þeir nú talsins og það náðist einnig tímabilið 2019-20.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan