| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er skammt stórra högga á milli og næsti leikur er gegn Newcastle á útivelli. Leikurinn er upphafsleikur 35. umferðar og hefst kl. 11:30 laugardaginn 30. apríl.
Blekið á nýjum samning Jürgen Klopp við félagið var varla þornað þegar hann mætti á blaðamannafund fyrir leik og þar fór hann auðvitað yfir stöðuna á leikmannahópnum. Þar er ekkert nýtt síðan síðast, Roberto Firmino er enn ekki tilbúinn og virðast þessi meiðsli á fæti ætla að taka smá tíma að lagast. Kostas Tsimikas missti af leiknum í vikunni vegna veikinda en er byrjaður að æfa að nýju, Curtis Jones glímdi við sömu veikindi og hefur ekki getað hafið æfingar að nýju. Að öðru leyti eru allir aðrir leikmenn tilbúnir í slaginn. Hjá Newcastle eru fimm leikmenn skráðir meiddir og ber þar helst að nefna að Callum Wilson, Kieran Trippier og Ryan Fraser eru frá, þeir tveir fyrstnefndu nálgast endurkomu en þessi ná ekki þessum leik. Þá er einnig ljóst að þeir Isaac Hayden og Jamal Lewis geta ekki spilað.
Það er klárt mál að okkar menn eru að fara að mæta einu heitasta liði deildarinnar um þessar mundir og nú er að renna upp leikurinn sem mörgum af okkur finnst hvað erfiðastur í því prógrammi sem eftir er í deildinni. Newcastle voru í ruglinu framan af leiktíð en nýir eigendur og Eddie Howe hafa heldur betur snúið genginu við og ekki skemmir fyrir að leikmannakaupin í janúar hafa flest öll reynst vel. Newcastle þurfa þó reyndar ekki lengur að hafa áhyggjur af því að falla og hafa þeir til dæmis unnið fjóra leiki í röð en þar á undan kom stórt tap fyrir Tottenham á útivelli. Við vonum að með því að hafa hrist af sér falldrauginn séu leikmenn þeirra kannski aðeins slakari en það er auðvitað enginn leikur í þessari deild léttur. Talandi um heitasta lið deildarinnar þá er Liverpool klárlega eitt af þeim liðum og við vonum innilega að gott gengi haldi áfram. Ef við reynum að spá fyrir um byrjunarliðið þá verður það svona: Alisson í markinu, Alexander-Arnold og Robertson bakverðir og þeir van Dijk og Matip miðverðir. Á miðjunni verða Fabinho, Keita og Henderson sem þýðir að Thiago fær smá hvíld en auðvitað má búast við því að Klopp geti stillt þessu öðruvísi upp. Fremstu þrír verða Salah, Mané og Jota.
Í síðustu fimm heimsóknum Liverpool á St. James' Park hafa öll úrslit litið dagsins ljós. Á síðasta tímabili endaði leikurinn markalaus þar sem okkar menn fóru illa með mörg færi. Þar á undan unnust tveir leikir, einn endaði jafn og síðasti tapleikur þarna kom árið 2015 í desember, 2-0. Liðin mættust svo fyrr á tímabilinu á Anfield þar sem Liverpool vann 3-1 sigur eftir að hafa lent undir snemma leiks. Newcastle hafa ekki tapað leik á heimavelli það sem af er ári en síðasti tapleikur þeirra kom gegn Manchester City í desember. Þeir hafa unnið síðustu sex leiki á heimavelli hvorki meira né minna og alveg kýrskýrt að Liverpool þarf að eiga mjög góðan leik til að ná öllum stigunum þremur.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst en með herkjum þó. Lokatölur verða 1-2 þar sem gestirnir skora sigurmarkið seint í leiknum. Til að auka á dramatíkina skulum við segja að heimamenn skori fyrst.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 22 mörk.
- Callum Wilson er markahæstur Newcastle manna með sex mörk.
- Aðeins einu sinni í sögunni hafa liðin gert markalaust jafntefli á St. James' Park og var það áðurnefndur leikur á síðasta tímabili.
- Liverpool hafa skorað 43 úrvalsdeildarmörk á útivelli gegn Newcastle og er það sá völlur sem Liverpool hefur skorað flest mörk á. Reyndar hefur tekist að skora 43 mörk einnig gegn Tottenham á útivelli en þar koma þrír leikvangar við sögu, White Hart Lane, Wembley og Tottenham Hotspur Stadium.
- Diogo Jota gæti spilað sinn 50. úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
- Ef Jordan Henderson kemur við sögu verður hann fyrsti leikmaðurinn á tímabilinu sem spilar 50 leiki hjá félaginu.
- James Milner spilaði á árum áður með Newcastle, nánar tiltekið frá 2004-2008 og skoraði hann 11 mörk í 136 leikjum.
- Mohamed Salah hefur skorað sex mörk í níu leikjum gegn Skjórunum fyrir Liverpool. Gegn liðum Eddie Howe hefur hann skorað níu mörk í sjö leikjum.
- Síðan Eddie Howe tók við Newcastle hefur hann stjórnað 23 úrvalsdeildarleikjum, 11 hafa unnist, fimm endað jafnir og sjö tapast.
- Divock Origi hefur skorað í síðustu tveimur leikjum sínum á St. James' Park.
- Liverpool hafa skorað 40 mörk á útivelli á tímabilinu í deildinni. Síðan árið 1990 hefur liðinu aðeins einu sinni tekist að fara yfir 40 mörk en það gerðist tímabilið fræga 2013-14 þegar liðið skoraði 48 stykki.
- Liverpool eru í 2. sæti deildarinnar með 79 stig eftir 33 leiki.
- Newcastle sitja í 9. sæti með 43 stig eftir 34 leiki.
Blekið á nýjum samning Jürgen Klopp við félagið var varla þornað þegar hann mætti á blaðamannafund fyrir leik og þar fór hann auðvitað yfir stöðuna á leikmannahópnum. Þar er ekkert nýtt síðan síðast, Roberto Firmino er enn ekki tilbúinn og virðast þessi meiðsli á fæti ætla að taka smá tíma að lagast. Kostas Tsimikas missti af leiknum í vikunni vegna veikinda en er byrjaður að æfa að nýju, Curtis Jones glímdi við sömu veikindi og hefur ekki getað hafið æfingar að nýju. Að öðru leyti eru allir aðrir leikmenn tilbúnir í slaginn. Hjá Newcastle eru fimm leikmenn skráðir meiddir og ber þar helst að nefna að Callum Wilson, Kieran Trippier og Ryan Fraser eru frá, þeir tveir fyrstnefndu nálgast endurkomu en þessi ná ekki þessum leik. Þá er einnig ljóst að þeir Isaac Hayden og Jamal Lewis geta ekki spilað.
Það er klárt mál að okkar menn eru að fara að mæta einu heitasta liði deildarinnar um þessar mundir og nú er að renna upp leikurinn sem mörgum af okkur finnst hvað erfiðastur í því prógrammi sem eftir er í deildinni. Newcastle voru í ruglinu framan af leiktíð en nýir eigendur og Eddie Howe hafa heldur betur snúið genginu við og ekki skemmir fyrir að leikmannakaupin í janúar hafa flest öll reynst vel. Newcastle þurfa þó reyndar ekki lengur að hafa áhyggjur af því að falla og hafa þeir til dæmis unnið fjóra leiki í röð en þar á undan kom stórt tap fyrir Tottenham á útivelli. Við vonum að með því að hafa hrist af sér falldrauginn séu leikmenn þeirra kannski aðeins slakari en það er auðvitað enginn leikur í þessari deild léttur. Talandi um heitasta lið deildarinnar þá er Liverpool klárlega eitt af þeim liðum og við vonum innilega að gott gengi haldi áfram. Ef við reynum að spá fyrir um byrjunarliðið þá verður það svona: Alisson í markinu, Alexander-Arnold og Robertson bakverðir og þeir van Dijk og Matip miðverðir. Á miðjunni verða Fabinho, Keita og Henderson sem þýðir að Thiago fær smá hvíld en auðvitað má búast við því að Klopp geti stillt þessu öðruvísi upp. Fremstu þrír verða Salah, Mané og Jota.
Í síðustu fimm heimsóknum Liverpool á St. James' Park hafa öll úrslit litið dagsins ljós. Á síðasta tímabili endaði leikurinn markalaus þar sem okkar menn fóru illa með mörg færi. Þar á undan unnust tveir leikir, einn endaði jafn og síðasti tapleikur þarna kom árið 2015 í desember, 2-0. Liðin mættust svo fyrr á tímabilinu á Anfield þar sem Liverpool vann 3-1 sigur eftir að hafa lent undir snemma leiks. Newcastle hafa ekki tapað leik á heimavelli það sem af er ári en síðasti tapleikur þeirra kom gegn Manchester City í desember. Þeir hafa unnið síðustu sex leiki á heimavelli hvorki meira né minna og alveg kýrskýrt að Liverpool þarf að eiga mjög góðan leik til að ná öllum stigunum þremur.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst en með herkjum þó. Lokatölur verða 1-2 þar sem gestirnir skora sigurmarkið seint í leiknum. Til að auka á dramatíkina skulum við segja að heimamenn skori fyrst.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 22 mörk.
- Callum Wilson er markahæstur Newcastle manna með sex mörk.
- Aðeins einu sinni í sögunni hafa liðin gert markalaust jafntefli á St. James' Park og var það áðurnefndur leikur á síðasta tímabili.
- Liverpool hafa skorað 43 úrvalsdeildarmörk á útivelli gegn Newcastle og er það sá völlur sem Liverpool hefur skorað flest mörk á. Reyndar hefur tekist að skora 43 mörk einnig gegn Tottenham á útivelli en þar koma þrír leikvangar við sögu, White Hart Lane, Wembley og Tottenham Hotspur Stadium.
- Diogo Jota gæti spilað sinn 50. úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
- Ef Jordan Henderson kemur við sögu verður hann fyrsti leikmaðurinn á tímabilinu sem spilar 50 leiki hjá félaginu.
- James Milner spilaði á árum áður með Newcastle, nánar tiltekið frá 2004-2008 og skoraði hann 11 mörk í 136 leikjum.
- Mohamed Salah hefur skorað sex mörk í níu leikjum gegn Skjórunum fyrir Liverpool. Gegn liðum Eddie Howe hefur hann skorað níu mörk í sjö leikjum.
- Síðan Eddie Howe tók við Newcastle hefur hann stjórnað 23 úrvalsdeildarleikjum, 11 hafa unnist, fimm endað jafnir og sjö tapast.
- Divock Origi hefur skorað í síðustu tveimur leikjum sínum á St. James' Park.
- Liverpool hafa skorað 40 mörk á útivelli á tímabilinu í deildinni. Síðan árið 1990 hefur liðinu aðeins einu sinni tekist að fara yfir 40 mörk en það gerðist tímabilið fræga 2013-14 þegar liðið skoraði 48 stykki.
- Liverpool eru í 2. sæti deildarinnar með 79 stig eftir 33 leiki.
- Newcastle sitja í 9. sæti með 43 stig eftir 34 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan