| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Seiglusigur
Liverpool vann 0-1 seiglusigur gegn Newcastle á útivelli. Eina mark leiksins skoraði Naby Keita í fyrri hálfleik.
Jürgen Klopp gerði fimm breytingar frá síðasta leik og vakti hvað mesta athygli að Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah settust á bekkinn og í þeirra stað komu Joe Gomez og Diogo Jota. Hinar þrjár breytingarnar voru að inn komu þeir Joel Matip, Naby Keita og James Milner. Divock Origi var svo ekki í leikmannahópnum vegna veikinda en það var tekið fram að ekki var um Covid smit að ræða.
Stuðningsmenn Newcastle líta svo á að bjart sé framundan hjá félaginu, sólin skein á St James' Park og þeir voru klárir í að styðja sitt lið með látum. Leikmenn liðsins tóku þennan stuðning til sín og byrjuðu með mikilli pressu og reyndu að koma gestaliðinu úr jafnvægi. Það gekk nú ekki sem betur fer og okkar menn náðu betri tökum á leiknum. Jota og van Dijk skutu yfir markið og þar á milli átti Keita fínt skot sem fór ekki mjög langt framhjá.
Á 19. mínútu dró svo til tíðinda þegar Milner vann boltann á miðjunni í baráttu við Schär sem lá eftir og dómarinn sá ekki ástæðu til að flauta. Boltinn barst út til hægri þar sem Keita og Jota léku sín á milli, sá síðarnefndi sendi innfyrir og Keita var kominn í góða stöðu. Hann fór illa með markvörðinn sem kom út á móti, lék til hliðar inná markteig og sendi svo boltann í markið. Heimamenn voru ekki kátir og vildu fá aukaspyrnu en endursýning sýndi að Milner vann boltann löglega og engin ástæða til að dæma. Það sem eftir lifði hálfleiks fengu Liverpool menn betri færi og ber þar helst að nefna skot frá Mané eftir góðan undirbúning Díaz en skotið hjá Senegalanum var auðvelt fyrir Dubravka í markinu. Heimamenn skoruðu svo mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu og Jota átti svo skalla sem Dubravka varði vel. Staðan 0-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri og heimamenn reyndu að byrja með látum en tókst ekki að skapa hættu. Bestu færin féllu svo sannarlega gestunum í skaut og átti Mané skot rétt framhjá markinu úr teignum eftir fínan undirbúning Gomez. Þegar um 20 mínútur voru eftir setti Klopp Salah og Fabinho inná í stað Henderson og Mané. Egyptinn var fljótur að koma sér í færi en náði ekki að koma boltanum í markið. Fleiri færi litu dagsins ljós sem ekki voru nýtt og þegar nær dró leikslokum fór hjartað að slá hraðar þar sem forystan var naum og heimamenn þurftu bara eitt mark til að jafna. Í stuttu máli sagt tókst þeim það ekki, markið hjá Keita dugði til allrar hamingju og lokatölur 0-1.
Newcastle: Dúbravka, Krafth (Murphy, 85. mín.), Schär (Lascelles, 61. mín.), Burn, Targett, Guimarães, Shelvey, Willock (Wood, 67. mín.), Almirón, Saint-Maximin, Joelinton. Ónotaðir varamenn: Dummett, Ritchie, Manquillo, Darlow, Gayle, S. Longstaff.
Gult spjald: Joelinton.
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, van Dijk, Robertson, Keita, Henderson (Fabinho, 69. mín.), Milner (Thiago, 78. mín.), Díaz, Jota, Mané (Salah, 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Tsimikas, Alexander-Arnold, Jones, Elliott.
Mark Liverpool: Naby Keita (19. mín.).
Gul spjöld: Gomez, Jota og Mané.
Maður leiksins: Naby Keita skoraði markið sem skipti máli og spilaði heilt yfir mjög vel á miðjunni. Þegar þessi öflugi miðjumaður er heill heilsu er hann svo sannarlega öflugur á miðjunni.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var ótrúlega erfitt fyrir strákana í dag ef ég á að vera hreinskilinn, það var augljóst að við spiluðum fyrir tveimur og hálfum degi síðan. Að koma hingað og mæta liði sem er svo sannarlega í góðu formi með sex sigurleiki á heimavelli í röð, frábært veður, allir í góðu skapi og í raun allt sett upp fyrir heimasigur. Þeir einu sem vildu koma í veg fyrir það voru leikmenn mínir. Ef ég á að segja eins og er þá var þetta framúrskarandi fótboltaleikur sem þeir spiluðu."
Fróðleikur:
- Naby Keita skoraði sitt þriðja deildarmark á tímabilinu.
- Þetta var 44. sigur Liverpool á leiktíðinni sem er félagsmet.
- Diogo Jota spilaði sinn 50. deildarleik fyrir félagið.
- Portúgalinn hefur skorað 24 mörk í þessum 50 leikjum.
- Jordan Henderson hefur nú spilað 50 leiki í öllum keppnum á tímabilinu.
- Eftir leiki laugardagsins er Liverpool áfram í 2. sæti deildarinnar með 82 stig.
- Newcastle sitja í 10. sæti með 43 stig.
Jürgen Klopp gerði fimm breytingar frá síðasta leik og vakti hvað mesta athygli að Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah settust á bekkinn og í þeirra stað komu Joe Gomez og Diogo Jota. Hinar þrjár breytingarnar voru að inn komu þeir Joel Matip, Naby Keita og James Milner. Divock Origi var svo ekki í leikmannahópnum vegna veikinda en það var tekið fram að ekki var um Covid smit að ræða.
Stuðningsmenn Newcastle líta svo á að bjart sé framundan hjá félaginu, sólin skein á St James' Park og þeir voru klárir í að styðja sitt lið með látum. Leikmenn liðsins tóku þennan stuðning til sín og byrjuðu með mikilli pressu og reyndu að koma gestaliðinu úr jafnvægi. Það gekk nú ekki sem betur fer og okkar menn náðu betri tökum á leiknum. Jota og van Dijk skutu yfir markið og þar á milli átti Keita fínt skot sem fór ekki mjög langt framhjá.
Á 19. mínútu dró svo til tíðinda þegar Milner vann boltann á miðjunni í baráttu við Schär sem lá eftir og dómarinn sá ekki ástæðu til að flauta. Boltinn barst út til hægri þar sem Keita og Jota léku sín á milli, sá síðarnefndi sendi innfyrir og Keita var kominn í góða stöðu. Hann fór illa með markvörðinn sem kom út á móti, lék til hliðar inná markteig og sendi svo boltann í markið. Heimamenn voru ekki kátir og vildu fá aukaspyrnu en endursýning sýndi að Milner vann boltann löglega og engin ástæða til að dæma. Það sem eftir lifði hálfleiks fengu Liverpool menn betri færi og ber þar helst að nefna skot frá Mané eftir góðan undirbúning Díaz en skotið hjá Senegalanum var auðvelt fyrir Dubravka í markinu. Heimamenn skoruðu svo mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu og Jota átti svo skalla sem Dubravka varði vel. Staðan 0-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri og heimamenn reyndu að byrja með látum en tókst ekki að skapa hættu. Bestu færin féllu svo sannarlega gestunum í skaut og átti Mané skot rétt framhjá markinu úr teignum eftir fínan undirbúning Gomez. Þegar um 20 mínútur voru eftir setti Klopp Salah og Fabinho inná í stað Henderson og Mané. Egyptinn var fljótur að koma sér í færi en náði ekki að koma boltanum í markið. Fleiri færi litu dagsins ljós sem ekki voru nýtt og þegar nær dró leikslokum fór hjartað að slá hraðar þar sem forystan var naum og heimamenn þurftu bara eitt mark til að jafna. Í stuttu máli sagt tókst þeim það ekki, markið hjá Keita dugði til allrar hamingju og lokatölur 0-1.
Newcastle: Dúbravka, Krafth (Murphy, 85. mín.), Schär (Lascelles, 61. mín.), Burn, Targett, Guimarães, Shelvey, Willock (Wood, 67. mín.), Almirón, Saint-Maximin, Joelinton. Ónotaðir varamenn: Dummett, Ritchie, Manquillo, Darlow, Gayle, S. Longstaff.
Gult spjald: Joelinton.
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, van Dijk, Robertson, Keita, Henderson (Fabinho, 69. mín.), Milner (Thiago, 78. mín.), Díaz, Jota, Mané (Salah, 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Tsimikas, Alexander-Arnold, Jones, Elliott.
Mark Liverpool: Naby Keita (19. mín.).
Gul spjöld: Gomez, Jota og Mané.
Maður leiksins: Naby Keita skoraði markið sem skipti máli og spilaði heilt yfir mjög vel á miðjunni. Þegar þessi öflugi miðjumaður er heill heilsu er hann svo sannarlega öflugur á miðjunni.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var ótrúlega erfitt fyrir strákana í dag ef ég á að vera hreinskilinn, það var augljóst að við spiluðum fyrir tveimur og hálfum degi síðan. Að koma hingað og mæta liði sem er svo sannarlega í góðu formi með sex sigurleiki á heimavelli í röð, frábært veður, allir í góðu skapi og í raun allt sett upp fyrir heimasigur. Þeir einu sem vildu koma í veg fyrir það voru leikmenn mínir. Ef ég á að segja eins og er þá var þetta framúrskarandi fótboltaleikur sem þeir spiluðu."
Fróðleikur:
- Naby Keita skoraði sitt þriðja deildarmark á tímabilinu.
- Þetta var 44. sigur Liverpool á leiktíðinni sem er félagsmet.
- Diogo Jota spilaði sinn 50. deildarleik fyrir félagið.
- Portúgalinn hefur skorað 24 mörk í þessum 50 leikjum.
- Jordan Henderson hefur nú spilað 50 leiki í öllum keppnum á tímabilinu.
- Eftir leiki laugardagsins er Liverpool áfram í 2. sæti deildarinnar með 82 stig.
- Newcastle sitja í 10. sæti með 43 stig.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan