| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Thiago til í slaginn
Reynsla Thiago af úrslitaleik á Wembley fyrr á tímabilinu reyndist honum erfið en hann þurfti að draga sig úr byrjunarliðinu eftir að hafa meiðst í upphitun. Það hvetur hann enn frekar til dáða á laugardaginn kemur.
Nú bíður annar úrslitaleikur gegn sömu mótherjum og í febrúar síðastliðnum og Thiago rifjar upp reynsluna erfiðu þá:
,,Það rifjaðist upp fyrir mér hvernig síðasta tímabil var. Það var erfitt fyrir mig persónulega því ég var mikið meiddur og engir stuðningsmenn á leikvöngunum, það minnkaði svo sannarlega ánægjuna sem þessi íþrótt gefur manni. Við börðumst mikið fyrir réttinum til að spila úrslitaleikinn. Ég glímdi við vöðvameiðsli í hálsi og það orsakaði ákveðna keðjuverkun sem leiddi til þess að ég tognaði aftan í lærvöðva. Á svoleiðis stundu verður maður pirraður, ég reyndi að róa mig og sætta mig við stöðuna því henni varð ekki breytt."
,,Við unnum og auðvitað var það súrsætt því ég spilaði ekkert í leiknum, en maður samgleðst auðvitað með liðinu. Að lyfta bikar er mjög sérstök stund og kannski sérstaklega núna útaf stöðunni sem allir voru í undanfarin ár. Við höfðum gengið í gegnum margt saman og fögnuðurinn endurspeglaði kannski það líka að við höfðum sigrast á erfiðleikunum."
Thiago hefur verið sigursæll leikmaður á sínum ferli en FA bikarinn er eitthvað sem honum vantar í safnið. Hann er þó mest mótiveraður fyrir því að bæta bikarnum í safn félagsins og skrifa nýjan kafla í sögu þessa frábæra liðs sem hann er hluti af núna.
,,Við erum margir hér frá öðrum löndum, ekki bara ég heldur aðrir leikmenn líka, fáum að kynnast þessari keppni sem er sú elsta í heimi. Við erum auðvitað spenntir fyrir leiknum og erum tilbúnir í slaginn. Það skiptir ekki máli þó svo að félagið hafi ekki unnið þennan bikar í mörg ár. Nú er bikar í boði sem við getum bætt í safnið og það er áskorun. Okkur hlakkar mikið til. Wembley er magnaður leikvangur. Hann hefur sína sögu og er notaður fyrir sérstakar stundir. Við erum svo sannarlega tilbúnir fyrir leikinn í London."
Liverpool og Chelsea hafa mæst þrisvar sinnum á leiktíðinni og eftir 90 mínútur hefur staðan alltaf verið jöfn. Sömu sögu var að segja í úrslitaleik Deildarbikarsins eftir 120 mínútur einnig. Hvað undirbúning varðar fyrir fjórðu viðureign liðanna á tímabilinu sagði Thiago: ,,Þetta er nýr leikur og við undirbúum okkur eins og þörf er á, ekkert nýtt þar. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að spila við eitt besta lið heims og að þetta verður jafnt, við vitum að verkefnið verður erfitt. Þeir vilja það sama og við, baráttan verður hörð og betra liðið mun vinna."
Nú bíður annar úrslitaleikur gegn sömu mótherjum og í febrúar síðastliðnum og Thiago rifjar upp reynsluna erfiðu þá:
,,Það rifjaðist upp fyrir mér hvernig síðasta tímabil var. Það var erfitt fyrir mig persónulega því ég var mikið meiddur og engir stuðningsmenn á leikvöngunum, það minnkaði svo sannarlega ánægjuna sem þessi íþrótt gefur manni. Við börðumst mikið fyrir réttinum til að spila úrslitaleikinn. Ég glímdi við vöðvameiðsli í hálsi og það orsakaði ákveðna keðjuverkun sem leiddi til þess að ég tognaði aftan í lærvöðva. Á svoleiðis stundu verður maður pirraður, ég reyndi að róa mig og sætta mig við stöðuna því henni varð ekki breytt."
,,Við unnum og auðvitað var það súrsætt því ég spilaði ekkert í leiknum, en maður samgleðst auðvitað með liðinu. Að lyfta bikar er mjög sérstök stund og kannski sérstaklega núna útaf stöðunni sem allir voru í undanfarin ár. Við höfðum gengið í gegnum margt saman og fögnuðurinn endurspeglaði kannski það líka að við höfðum sigrast á erfiðleikunum."
Thiago hefur verið sigursæll leikmaður á sínum ferli en FA bikarinn er eitthvað sem honum vantar í safnið. Hann er þó mest mótiveraður fyrir því að bæta bikarnum í safn félagsins og skrifa nýjan kafla í sögu þessa frábæra liðs sem hann er hluti af núna.
,,Við erum margir hér frá öðrum löndum, ekki bara ég heldur aðrir leikmenn líka, fáum að kynnast þessari keppni sem er sú elsta í heimi. Við erum auðvitað spenntir fyrir leiknum og erum tilbúnir í slaginn. Það skiptir ekki máli þó svo að félagið hafi ekki unnið þennan bikar í mörg ár. Nú er bikar í boði sem við getum bætt í safnið og það er áskorun. Okkur hlakkar mikið til. Wembley er magnaður leikvangur. Hann hefur sína sögu og er notaður fyrir sérstakar stundir. Við erum svo sannarlega tilbúnir fyrir leikinn í London."
Liverpool og Chelsea hafa mæst þrisvar sinnum á leiktíðinni og eftir 90 mínútur hefur staðan alltaf verið jöfn. Sömu sögu var að segja í úrslitaleik Deildarbikarsins eftir 120 mínútur einnig. Hvað undirbúning varðar fyrir fjórðu viðureign liðanna á tímabilinu sagði Thiago: ,,Þetta er nýr leikur og við undirbúum okkur eins og þörf er á, ekkert nýtt þar. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að spila við eitt besta lið heims og að þetta verður jafnt, við vitum að verkefnið verður erfitt. Þeir vilja það sama og við, baráttan verður hörð og betra liðið mun vinna."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan