| Sf. Gutt

Allir hlakka mikið til!


Þetta verður í fyrsta sinn sem Liverpool leikur til úrslita um FA bikarinn á valdatíð Jürgen Klopp. Hann segir að allir í herbúðum Liverpool hlakki til úrslitaleiksins.


,,Satt að segja þá eru miklar væntingar í gangi. Þetta er fyrsti úrslitaleikur okkar um FA bikarinn en við höfum tvisvar leikið til úrslita um Carabao bikarinn. Við töpuðum öðrum leiknum en unnum hinn. Við vitum því nokkurn veginn hvað bíður okkar í sambandi við andrúmsloft í svona úrslitaleikjum og það er frábært. Ég naut úrslitaleiksins um Carabao bikarinn fyrr á árinu út í ystu æsar. Þetta var ótrúlegur leikur á móti Chelsea og fór í 120 mínútur. Þetta var alveg bilaður leikur!"

,,Það er rétt metið að það er risaleikur framundan. Svo rekur reyndar hver úrslitaleikurinn annan. Þetta verður alvöruúrslitaleikur. Við hlökkum allir mjög mikið til leiksins. Þetta verður stórleikur."

,,Þetta er fyrsti úrslitaleikurinn okkar í keppninni. Liðið er öðruvísi en það var. Strákarnir eru núna tilbúnir að að spila upp á stærstu titlana og FA bikarinn er mikil og merkileg keppni. Við ætlum okkur að sýna okkar besta og koma með bikarinn heim."


Liverpool hefur ekki unnið FA bikarinn frá því 2006 og áratugur er liðinn frá því Liverpool lék síðast til úrslita um bikarinn góða. Þá tapaði Liverpool 2:1 fyrir Chelsea á Wembley. Vonandi næst að snúa blaðinu við á morgun og færa bikarinn heim til Liverpool!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan